Meirihluti Íslendinga vill ekki eiga nágranna með fíknivanda Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. nóvember 2023 08:00 Sigrún Ólafsdóttir, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Háskóli Íslands Mun meiri fordómar mælast gegn einstaklingum með fíknivanda á Íslandi en með annan vanda. Meira en helmingur Íslendinga vill ekki fólk með fíknivanda sem nágranna. Þetta er meðal niðurstaðna rannsóknar sem unnin er af Sigrúnu Ólafsdóttur, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og kostuð er af landssamtökunum Geðhjálp. Um er að ræða fyrsta skiptið sem viðhorf til fíknivanda eru mæld hér á landi og verða þau hér eftir mæld á tveggja ára fresti. Sigrún kynnti niðurstöðurnar í morgun en um var að ræða netkönnun sem framkvæmd var af Gallup. Sigrún hefur áður fylgst með fordómum hér á landi í garð einstaklinga með geðrænar áskoranir í sambærilegri rannsókn. Í rannsókninni eru fordómar skoðaðir út frá sex mismunandi víddum. Marktækt meiri fordómar vegna fíknivanda Í samtali við Vísi segir Sigrún að það hafi ekki komið sér á óvart að það hafi mælst mestu fordómarnir gagnvart fíknivanda. Hins vegar hafi það komið á óvart hvað þeir voru marktækt meiri en gegn öðru sem mælt var fyrir líkt og geðklofa og þunglyndi. „Líka hvað það er í raun og veru ótrúlega stöðugt. Því í þessari rannsókn mælum við fordóma á sex mismunandi víddum í rúmlega þrjátíu spurningum og þetta með fíknivandann er gegnumgangandi.“ Hún segir að bera þurfi í huga að spurningarnar um fíknivandann byggi á lýsingu rannsakenda á fíknivanda. Þar hafi verið vandað til verka og ekki teiknuð upp mynd sem oft birtist af fólki með fíknivanda í fjölmiðlum. Lýsing á fíknivanda í rannsókninni. „Það er alveg passað að það séu ekki tengsl við ofbeldi eða afbrot eða neitt slíkt og er þetta til þess að gera mildari lýsing en hefði getað verið valin. Og svo þegar við spyrjum fólk svona í megindlegum könnunum þá vitum við það alveg að ef eitthvað er erum við að vanmeta fordóma frekar en að ofmeta þá.“ Sigrún segir að það sé gífurlega verðmætt fyrir rannsakendur að geta framkvæmt slíka rannsókn á tveggja ára fresti. Áhugavert verði að sjá hvernig næstu ár muni verða í samanburði við árið í ár. „Svo lærum við líka ýmislegt af þessari könnun. Fíknivandi er auðvitað svo flókinn, við veljum eina lýsingu hér, það er líka hægt til dæmis að vera með fleiri lýsingar og kafa dýpra í gögnin.“ Um sextíu prósent Íslendinga vill ekki vera nágranni fólks með fíknivanda. Neikvætt að segja frá eða fara í meðferð Sigrún segir það líka áhugavert að sjá að Íslendingar telji það hafa neikvæð áhrif fyrir fyrir einhvern sem greindur er með geðklofa eða fíknivanda að segja frá eða fara í meðferð. „Og það er náttúrulega mjög alvarlegt að hugsa einhvern veginn að það geti verið þannig viðhorf að fólk leiti sér ekki hjálpar vegna þess að það búist við fordómum.“ Marktækt færri lýsa neikvæðri afstöðu gagnvart því að leita sér aðstoðar vegna þunglyndis frekar en fíknivanda. Þetta sýnir fram á að fordómar hafa áhrif á líf einstaklinga? „Já. Við vitum það bara að þeir gera það á allskonar vegu. Bæði af því að fólki er neitað um ákveðin tækifæri og það upplifir beina fordóma. En síðan er það sem við vitum líka vegna rannsókna að mjög stór hluti af því sem hefur áhrif er að fólk í rauninni fer að búast við að fá ekki tækifæri, búast við að verða hafnað, af því að það veit alveg hvernig viðhorf eru í samfélaginu,“ segir Sigrún. „Það veit að það er litið á það á neikvæðan hátt og þá fer fólk kannski að forðast ákveðnar aðstæður. Þannig að það eru bæði þessir beinu fordómar en líka þessir óbeinu og svo sjálfsfordómar og þessi ótti um að geta verið hafnað og ákveðið þá að sækja ekki um vinnu eða reyna ekki að stofna til vinskapar eða hvað það er.“ Fíkn Félagsmál Nágrannadeilur Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Þetta er meðal niðurstaðna rannsóknar sem unnin er af Sigrúnu Ólafsdóttur, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og kostuð er af landssamtökunum Geðhjálp. Um er að ræða fyrsta skiptið sem viðhorf til fíknivanda eru mæld hér á landi og verða þau hér eftir mæld á tveggja ára fresti. Sigrún kynnti niðurstöðurnar í morgun en um var að ræða netkönnun sem framkvæmd var af Gallup. Sigrún hefur áður fylgst með fordómum hér á landi í garð einstaklinga með geðrænar áskoranir í sambærilegri rannsókn. Í rannsókninni eru fordómar skoðaðir út frá sex mismunandi víddum. Marktækt meiri fordómar vegna fíknivanda Í samtali við Vísi segir Sigrún að það hafi ekki komið sér á óvart að það hafi mælst mestu fordómarnir gagnvart fíknivanda. Hins vegar hafi það komið á óvart hvað þeir voru marktækt meiri en gegn öðru sem mælt var fyrir líkt og geðklofa og þunglyndi. „Líka hvað það er í raun og veru ótrúlega stöðugt. Því í þessari rannsókn mælum við fordóma á sex mismunandi víddum í rúmlega þrjátíu spurningum og þetta með fíknivandann er gegnumgangandi.“ Hún segir að bera þurfi í huga að spurningarnar um fíknivandann byggi á lýsingu rannsakenda á fíknivanda. Þar hafi verið vandað til verka og ekki teiknuð upp mynd sem oft birtist af fólki með fíknivanda í fjölmiðlum. Lýsing á fíknivanda í rannsókninni. „Það er alveg passað að það séu ekki tengsl við ofbeldi eða afbrot eða neitt slíkt og er þetta til þess að gera mildari lýsing en hefði getað verið valin. Og svo þegar við spyrjum fólk svona í megindlegum könnunum þá vitum við það alveg að ef eitthvað er erum við að vanmeta fordóma frekar en að ofmeta þá.“ Sigrún segir að það sé gífurlega verðmætt fyrir rannsakendur að geta framkvæmt slíka rannsókn á tveggja ára fresti. Áhugavert verði að sjá hvernig næstu ár muni verða í samanburði við árið í ár. „Svo lærum við líka ýmislegt af þessari könnun. Fíknivandi er auðvitað svo flókinn, við veljum eina lýsingu hér, það er líka hægt til dæmis að vera með fleiri lýsingar og kafa dýpra í gögnin.“ Um sextíu prósent Íslendinga vill ekki vera nágranni fólks með fíknivanda. Neikvætt að segja frá eða fara í meðferð Sigrún segir það líka áhugavert að sjá að Íslendingar telji það hafa neikvæð áhrif fyrir fyrir einhvern sem greindur er með geðklofa eða fíknivanda að segja frá eða fara í meðferð. „Og það er náttúrulega mjög alvarlegt að hugsa einhvern veginn að það geti verið þannig viðhorf að fólk leiti sér ekki hjálpar vegna þess að það búist við fordómum.“ Marktækt færri lýsa neikvæðri afstöðu gagnvart því að leita sér aðstoðar vegna þunglyndis frekar en fíknivanda. Þetta sýnir fram á að fordómar hafa áhrif á líf einstaklinga? „Já. Við vitum það bara að þeir gera það á allskonar vegu. Bæði af því að fólki er neitað um ákveðin tækifæri og það upplifir beina fordóma. En síðan er það sem við vitum líka vegna rannsókna að mjög stór hluti af því sem hefur áhrif er að fólk í rauninni fer að búast við að fá ekki tækifæri, búast við að verða hafnað, af því að það veit alveg hvernig viðhorf eru í samfélaginu,“ segir Sigrún. „Það veit að það er litið á það á neikvæðan hátt og þá fer fólk kannski að forðast ákveðnar aðstæður. Þannig að það eru bæði þessir beinu fordómar en líka þessir óbeinu og svo sjálfsfordómar og þessi ótti um að geta verið hafnað og ákveðið þá að sækja ekki um vinnu eða reyna ekki að stofna til vinskapar eða hvað það er.“
Fíkn Félagsmál Nágrannadeilur Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira