Vantraust í upphafi COP 28 loftslagsráðstefnunnar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. nóvember 2023 14:25 Árni Finnson er formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands en þrenn umhverfissamtök hafa lagt fram kröfur vegna COP 28 ráðstefnunnar. vísir/sigurjón Formaður náttúruverndarsamtaka Íslands segir loftslagsráðstefnuna COP 28 ekki fara vel af stað en gestgjafinn hefur verið sakaður um að draga taum olíuiðnaðarins. Þrenn umhverfisverndarsamtök hafa birt kröfulista í tengslum við ráðstefnuna sem hefst í dag. Dagurinn í dag markar upphaf Loftslagsráðstefnunnar COP 28 sem fer fram í Dubai. Í tilefni hennar hafa þrenn samtök sett fram kröfur sínar. Árni Finnsson er formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. „Við viljum náttúrulega að Ísland leggi fram eigin áform um samdrátt í losun. Það hefur skort töluvert upp á það hingað til. Þar erum við þá að miða við að Ísland leggi sitt af mörkum til að heimurinn geti staðið við þetta markmið að halda hækkun hitastigs jarðar innan við 1,5°,“ segir Árni. Þau krefjast þess að stjórnvöld leggist gegn hvers kyns bókhalds brellum og útvistun losunarheimilda til annarra landa og að binding kolefnis verði ekki nýtt til frádráttar skuldbindingum landa um losun. „Við erum ekki að gagnrýna Carbfix á neinn hátt en hins vegar er dálítið langt í að Carbfix geti orðið eining sem borgar sig. Þetta er ennþá á tilraunastigi og hefur ekki skilað þeim árangri sem þarf og það eru mörg önnur svona verkefni í heiminum og það er svolítið fljótandi hvað sá samdráttur - ef sá samdráttur verður – hvort hann er nógu mikill og hann verði þá ekki dreginn frá skuldbindingum ríkja, sá árangur heldur komi til viðbótar, því ekki veitir af.“ Árni segir að það sé ekki útilokað að góðri lendingu verði náð í Dubai en ráðstefnan fer ekki vel af stað. „Það er gríðarlega mikið vantraust í garð forseta ráðstefnunnar sem er jafnframt olíumálaráðherra Sameinuðu arabísku furstadæmanna og hann hefur verið sakaður um að draga taum olíuiðnaðarins í stað þess að vinna að lausn loftslagsvandans. Þetta er slæmt, þetta er slæm byrjun. Það kemur þá í hlut annarra ríkja sem þurfa þá að hjálpa þessum forseta ráðstefnuna að byggja upp traust á ný, við vitum ekki hvernig það gengur en svona miðað við París 2015 þá virðist þetta ekki eins vel undirbúið.“ Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Krefja stjórnvöld um harðari aðgerðir í skugga Cop28 Loftslagsráðstefnan Cop28 hefst síðar í þessari viku í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Formaður Landverndar segir íslensk stjórnvöld þurfa að taka sig á til þess að uppfylla loftslagsmarkmið. 28. nóvember 2023 13:07 Friður sé forsenda framfara í loftslagsmálum Utanríkisráðherra Danmerkur segir stríðsátök í heiminum geta haft neikvæð áhrif á samstarf þjóða í loftslagsmálum. Hringborð norðurslóða hafi því sjaldan verið eins mikilvægt. Forsætisráðherra er á sama máli. Friður sé forsenda framfara. 19. október 2023 23:40 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Dagurinn í dag markar upphaf Loftslagsráðstefnunnar COP 28 sem fer fram í Dubai. Í tilefni hennar hafa þrenn samtök sett fram kröfur sínar. Árni Finnsson er formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. „Við viljum náttúrulega að Ísland leggi fram eigin áform um samdrátt í losun. Það hefur skort töluvert upp á það hingað til. Þar erum við þá að miða við að Ísland leggi sitt af mörkum til að heimurinn geti staðið við þetta markmið að halda hækkun hitastigs jarðar innan við 1,5°,“ segir Árni. Þau krefjast þess að stjórnvöld leggist gegn hvers kyns bókhalds brellum og útvistun losunarheimilda til annarra landa og að binding kolefnis verði ekki nýtt til frádráttar skuldbindingum landa um losun. „Við erum ekki að gagnrýna Carbfix á neinn hátt en hins vegar er dálítið langt í að Carbfix geti orðið eining sem borgar sig. Þetta er ennþá á tilraunastigi og hefur ekki skilað þeim árangri sem þarf og það eru mörg önnur svona verkefni í heiminum og það er svolítið fljótandi hvað sá samdráttur - ef sá samdráttur verður – hvort hann er nógu mikill og hann verði þá ekki dreginn frá skuldbindingum ríkja, sá árangur heldur komi til viðbótar, því ekki veitir af.“ Árni segir að það sé ekki útilokað að góðri lendingu verði náð í Dubai en ráðstefnan fer ekki vel af stað. „Það er gríðarlega mikið vantraust í garð forseta ráðstefnunnar sem er jafnframt olíumálaráðherra Sameinuðu arabísku furstadæmanna og hann hefur verið sakaður um að draga taum olíuiðnaðarins í stað þess að vinna að lausn loftslagsvandans. Þetta er slæmt, þetta er slæm byrjun. Það kemur þá í hlut annarra ríkja sem þurfa þá að hjálpa þessum forseta ráðstefnuna að byggja upp traust á ný, við vitum ekki hvernig það gengur en svona miðað við París 2015 þá virðist þetta ekki eins vel undirbúið.“
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Krefja stjórnvöld um harðari aðgerðir í skugga Cop28 Loftslagsráðstefnan Cop28 hefst síðar í þessari viku í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Formaður Landverndar segir íslensk stjórnvöld þurfa að taka sig á til þess að uppfylla loftslagsmarkmið. 28. nóvember 2023 13:07 Friður sé forsenda framfara í loftslagsmálum Utanríkisráðherra Danmerkur segir stríðsátök í heiminum geta haft neikvæð áhrif á samstarf þjóða í loftslagsmálum. Hringborð norðurslóða hafi því sjaldan verið eins mikilvægt. Forsætisráðherra er á sama máli. Friður sé forsenda framfara. 19. október 2023 23:40 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Krefja stjórnvöld um harðari aðgerðir í skugga Cop28 Loftslagsráðstefnan Cop28 hefst síðar í þessari viku í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Formaður Landverndar segir íslensk stjórnvöld þurfa að taka sig á til þess að uppfylla loftslagsmarkmið. 28. nóvember 2023 13:07
Friður sé forsenda framfara í loftslagsmálum Utanríkisráðherra Danmerkur segir stríðsátök í heiminum geta haft neikvæð áhrif á samstarf þjóða í loftslagsmálum. Hringborð norðurslóða hafi því sjaldan verið eins mikilvægt. Forsætisráðherra er á sama máli. Friður sé forsenda framfara. 19. október 2023 23:40
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent