Við tökum einnig stöðuna á stríðinu á Gasa sem hófst á ný í morgun eftir að sjö daga vopnahlé rann út í sandinn. Þá fylgdumst við með því þegar Reykjalundur var rýmdur vegna myglu í dag. Starfsfólk og sjúklingar hafa þurft frá að hverfa til skemmri og lengri tíma vegna veikinda af völdum myglunnar.
Þá förum við á Sauðárkrók og fylgjumst með því þegar mjólk er breytt í áfengi í verksmiðju þar í bæ - og hlýðum á Íslandsmet í samsöng sem líklegast var slegið í dag.