Formaður ÖBÍ segir mál Husseins afar sorglegt Bjarki Sigurðsson skrifar 3. desember 2023 20:01 Alma Ýr Ingólfsdóttir er formaður Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ). Vísir/ívar Fannar Fatlaður umsækjandi um alþjóðlega vernd yfirgaf landið í gær þar sem fjölskyldu hans, sem hann er háður vegna fötlunar sinnar, var vikið úr landi. Formaður Öryrkjabandalagsins, sem fundaði nýlega með ráðherra og hagsmunasamtökum vegna málsins, segir framkvæmd þess ömurlega. Hussein Hussein hefur dvalið hér á landi síðustu ár ásamt fjölskyldu sinni en hann er algjörlega háður henni vegna fötlunar sinnar. Mannréttindadómstóll Evrópu komst nýlega að þeirri niðurstöðu að það megi ekki vísa Hussein úr landi á meðan beðið er niðurstöðu umsóknar hans um alþjóðlega vernd. Hins vegar má vísa fjölskyldunni hans úr landi. Þau yfirgáfu landið í gær og Hussein fór með þeim þar sem hann telur sig neyddan til þess. Þau fóru til Grikklands en Gerður Helgadóttir, vinkona fjölskyldunnar, segir ástandið á þeim þar vera hræðilegt. „Fjölskyldan er honum allt, þau sinna honum og hann þarf aðstoð allan sólarhringinn. Þetta er ömurleg aðstaða sem fjölskyldan var sett í og hræðilegt að senda þau út úr landi frá honum, ég veit ekki hvaða meðferð þetta er á fötluðu fólki,“ segir Gerður. Ömurleg framkvæmd segir formaðurinn Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður ÖBÍ, segir málið vera afar sorglegt, hún hafi aldrei séð neitt annað eins áður. „Mér finnst þetta virkilega sorglegt og ömurleg þróun og framkvæmd sem hefur átt sér stað. Þarna er maður í mjög viðkvæmri stöðu sem hefur í rauninni ekkert val um annað en að gera þetta. Þarna er hann kominn í þá stöðu að hann veit ekkert hvað bíður hans í Grikklandi. Þannig fyrir mér er þetta afar sorglegt í alla staði,“ segir Alma. Írónía að þetta gerist svo nærri alþjóðlegs dags fatlaðra ÖBÍ fundaði nýlega með dómsmálaráðherra og öðrum hagsmunasamtökum vegna málsins. Alma segir málið sérstaklega þungt í ljósi þess að í dag er alþjóðadagur fatlaðs fólks. „Þetta er mikill hvatningardagur og hann felur í sér boðskap sem biður alla, bæði þá sem stjórna og samfélagið í heild, um það að vera með í að breyta samfélaginu. Það má segja að í þessu sé fólgin írónía,“ segir Alma. Flóttamenn Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Félagsmál Málefni fatlaðs fólks Mál Hussein Hussein Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira
Hussein Hussein hefur dvalið hér á landi síðustu ár ásamt fjölskyldu sinni en hann er algjörlega háður henni vegna fötlunar sinnar. Mannréttindadómstóll Evrópu komst nýlega að þeirri niðurstöðu að það megi ekki vísa Hussein úr landi á meðan beðið er niðurstöðu umsóknar hans um alþjóðlega vernd. Hins vegar má vísa fjölskyldunni hans úr landi. Þau yfirgáfu landið í gær og Hussein fór með þeim þar sem hann telur sig neyddan til þess. Þau fóru til Grikklands en Gerður Helgadóttir, vinkona fjölskyldunnar, segir ástandið á þeim þar vera hræðilegt. „Fjölskyldan er honum allt, þau sinna honum og hann þarf aðstoð allan sólarhringinn. Þetta er ömurleg aðstaða sem fjölskyldan var sett í og hræðilegt að senda þau út úr landi frá honum, ég veit ekki hvaða meðferð þetta er á fötluðu fólki,“ segir Gerður. Ömurleg framkvæmd segir formaðurinn Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður ÖBÍ, segir málið vera afar sorglegt, hún hafi aldrei séð neitt annað eins áður. „Mér finnst þetta virkilega sorglegt og ömurleg þróun og framkvæmd sem hefur átt sér stað. Þarna er maður í mjög viðkvæmri stöðu sem hefur í rauninni ekkert val um annað en að gera þetta. Þarna er hann kominn í þá stöðu að hann veit ekkert hvað bíður hans í Grikklandi. Þannig fyrir mér er þetta afar sorglegt í alla staði,“ segir Alma. Írónía að þetta gerist svo nærri alþjóðlegs dags fatlaðra ÖBÍ fundaði nýlega með dómsmálaráðherra og öðrum hagsmunasamtökum vegna málsins. Alma segir málið sérstaklega þungt í ljósi þess að í dag er alþjóðadagur fatlaðs fólks. „Þetta er mikill hvatningardagur og hann felur í sér boðskap sem biður alla, bæði þá sem stjórna og samfélagið í heild, um það að vera með í að breyta samfélaginu. Það má segja að í þessu sé fólgin írónía,“ segir Alma.
Flóttamenn Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Félagsmál Málefni fatlaðs fólks Mál Hussein Hussein Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira