Stingur í hjartað að heyra að barni hafi ekki liðið vel Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. desember 2023 11:09 Guðný Camilla segir að Ikea hafi strax brugðist við vegna málsins. Vísir Starfsfólk Ikea á Íslandi er miður sín vegna máls fjögurra ára gamallar stúlku sem fannst nakin og grátandi inni á klósetti í Småland, leiksvæði í versluninni á laugardag. Verslunarstjóri segir að farið verði yfir verklag. „Okkur finnst þetta ofboðslega leiðinlegt og við viljum ekki að svona geti gerst. Þetta gerðist hins vegar og þá gerum við allt sem við getum til að tryggja að þetta gerist ekki aftur,“ segir Guðný Camilla Aradóttir, verslunarstjóri Ikea á Íslandi í samtali við Vísi. Enginn vissi af stúlkunni inni á baði Sigurlaug Alexandra Þórsdóttir, móðir stúlkunnar greindi fyrst frá málinu á Facebook hópnum Mæðratips um helgina. Ríkisútvarpið hefur eftir henni að hún hafi skilið dóttur sína eftir á leiksvæðinu í klukkutíma. Þegar hún ætlaði svo að ná í hana fannst hún hvergi. Eftir stutta leit tjáði starfsmaður henni að dóttir hennar væri inni á baðherbergi. Þar kom Sigurlaug að henni hágrátandi þar sem hún var búin að klæða sig úr fötunum eftir að hafa pissað á sig. Sigurlaug segir að sér hafi verið afar brugðið, ljóst hafi verið að dóttir hennar hafi verið þarna inni í töluverðan tíma, hún hafi verið útgrátin. Starfsfólkið hafi sagt sér að þau hafi ekki vitað af barninu inni á klósetti. Einungis tveir starfsmenn voru að vinna þegar atvikið átti sér stað. Sextán börn voru á leiksvæðinu og var annar starfsmannanna í afgreiðslu en ekki að sinna börnunum, samkvæmt Sigurlaugu. Hún hefur áhyggjur af því að verði ekkert að gert geti orðið slys á svæðinu. Átta börn á starfsmann Guðný segir að starfsfólk Ikea hafi eytt morgninum í að fara yfir starfsferla í Smålandi. Þeirri vinnu verði haldið áfram. Eitt sem verður endurskoðað er fjöldi barna á hvern starfsmann. „Það eru átta börn á hvern starfsmann, sem er í samræmi við reglugerð um leikskóla. Það eru núverandi viðmið en við bara skoðum hvort við þurfum þá að lækka þá tölu,“ segir Guðný. Hún segir að stundum séu þrír starfsmenn á svæðinu. Þá sé tekið á móti 24 börnum. „En við förum aldrei hærra en það, til að skapa börnunum öruggt og skemmtilegt umhverfi. Okkur finnst börn ofboðslega mikilvæg og það stingur sérstaklega í hjartað að heyra að barni hafi ekki liðið vel.“ IKEA Börn og uppeldi Garðabær Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Sjá meira
„Okkur finnst þetta ofboðslega leiðinlegt og við viljum ekki að svona geti gerst. Þetta gerðist hins vegar og þá gerum við allt sem við getum til að tryggja að þetta gerist ekki aftur,“ segir Guðný Camilla Aradóttir, verslunarstjóri Ikea á Íslandi í samtali við Vísi. Enginn vissi af stúlkunni inni á baði Sigurlaug Alexandra Þórsdóttir, móðir stúlkunnar greindi fyrst frá málinu á Facebook hópnum Mæðratips um helgina. Ríkisútvarpið hefur eftir henni að hún hafi skilið dóttur sína eftir á leiksvæðinu í klukkutíma. Þegar hún ætlaði svo að ná í hana fannst hún hvergi. Eftir stutta leit tjáði starfsmaður henni að dóttir hennar væri inni á baðherbergi. Þar kom Sigurlaug að henni hágrátandi þar sem hún var búin að klæða sig úr fötunum eftir að hafa pissað á sig. Sigurlaug segir að sér hafi verið afar brugðið, ljóst hafi verið að dóttir hennar hafi verið þarna inni í töluverðan tíma, hún hafi verið útgrátin. Starfsfólkið hafi sagt sér að þau hafi ekki vitað af barninu inni á klósetti. Einungis tveir starfsmenn voru að vinna þegar atvikið átti sér stað. Sextán börn voru á leiksvæðinu og var annar starfsmannanna í afgreiðslu en ekki að sinna börnunum, samkvæmt Sigurlaugu. Hún hefur áhyggjur af því að verði ekkert að gert geti orðið slys á svæðinu. Átta börn á starfsmann Guðný segir að starfsfólk Ikea hafi eytt morgninum í að fara yfir starfsferla í Smålandi. Þeirri vinnu verði haldið áfram. Eitt sem verður endurskoðað er fjöldi barna á hvern starfsmann. „Það eru átta börn á hvern starfsmann, sem er í samræmi við reglugerð um leikskóla. Það eru núverandi viðmið en við bara skoðum hvort við þurfum þá að lækka þá tölu,“ segir Guðný. Hún segir að stundum séu þrír starfsmenn á svæðinu. Þá sé tekið á móti 24 börnum. „En við förum aldrei hærra en það, til að skapa börnunum öruggt og skemmtilegt umhverfi. Okkur finnst börn ofboðslega mikilvæg og það stingur sérstaklega í hjartað að heyra að barni hafi ekki liðið vel.“
IKEA Börn og uppeldi Garðabær Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Sjá meira