Stjórn VR þurfi að bregðast við ólíðandi framgöngu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. desember 2023 13:08 Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis lífeyrissjóðs. Framkvæmdastjóri Gildis lífeyrissjóðs segir óásættanlegt að formaður VR standi fyrir hávaðasömum mótmælum á vinnustað félagsmanna og væntir þess að stjórn félagsins geri honum grein fyrir því. Hann stendur við það sem fram kemur í bréfinu sem hann sendi. Formleg kvörtun Gildis lífeyrissjóðs til stjórnar VR vegna mótmæla sem fóru fram á skrifstofu sjóðsins fyrir helgi hefur valdið töluverðu fjaðrafoki en skipuleggjendur hafna því að hafa farið fram með offorsi, líkt og haldið er fram. Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis, segir að mótmælin hafi valdið starfsmönnum vanlíðan. „Starfsmenn upplifðu þetta sem mikla truflun á starfseminni og þeim leið mjög illa þegar hópur fólks kom inn í móttökuna með gjallarhorn í andlitið á til dæmis starfsmönnum í móttöku,“ segir Árni sem ítrekar að starfsmenn séu flestir félagsmenn í VR og að bréfið hafi verið sent með hagsmuni þeirra í huga. Hann telur að stjórn VR þurfi að bregðast við. „Þannig að þetta endurtaki sig ekki og að formaðurinn fái þau skilaboð að þetta séu ekki ásættanleg vinnubrögð.“ Ragnar Þór segist hafa mótmælt með yfirveguðum hætti og sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að bréfið mætti kannski rekja til almennrar gagnrýni hans á lífeyrissjóðskerfið. Árni segir það út í hött. „Þetta erindi okkar hefur ekkert með það að gera. Þetta snýst eingöngu um að verja okkar starfsfólk. Lítandi bæði á starfsreglur og reglur VR, og okkar eigin reglur, að þá er bara ólíðandi að starfsfólk þurfi að upplifa það að hópur fólks komi inn á skrifstofuna með gjallarhorn og hávaða og að þessu stjórni formaður stéttarfélagsins sem það greiðir í,“ segir Árni og bætir við að hann hafi fullan rétt á því að vekja athygli á málinu. Takmarkaðar heimildir Sjóðurinn hafi takmarkaðar heimildir til að bregðast við kröfu mótmælenda. „Eins og við erum búin að upplýsa þessa aðila ítrekað um, bæði með því að senda opinbera tilkynningu og eins að hafa samband við alla lántakendur sem eru hjá okkur, að þá eru þeir í greiðsluskjóli. Samkvæmt þeim heimildum sem við vinnum eftir getum við ekki fellt niður vexti og verðbætur án þess að hafa heimildir til þess. Þetta mál á eftir að skýrast betur áður en einhver endanleg ákvörðun verður tekin. Þetta er í skoðun og er ekki afgreitt hjá okkur en heimildir okkar til að gera það sem farið er fram á eru bara mjög takmarkaðar,“ segir Árni. Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Stéttarfélög Lífeyrissjóðir Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar Sjá meira
Formleg kvörtun Gildis lífeyrissjóðs til stjórnar VR vegna mótmæla sem fóru fram á skrifstofu sjóðsins fyrir helgi hefur valdið töluverðu fjaðrafoki en skipuleggjendur hafna því að hafa farið fram með offorsi, líkt og haldið er fram. Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis, segir að mótmælin hafi valdið starfsmönnum vanlíðan. „Starfsmenn upplifðu þetta sem mikla truflun á starfseminni og þeim leið mjög illa þegar hópur fólks kom inn í móttökuna með gjallarhorn í andlitið á til dæmis starfsmönnum í móttöku,“ segir Árni sem ítrekar að starfsmenn séu flestir félagsmenn í VR og að bréfið hafi verið sent með hagsmuni þeirra í huga. Hann telur að stjórn VR þurfi að bregðast við. „Þannig að þetta endurtaki sig ekki og að formaðurinn fái þau skilaboð að þetta séu ekki ásættanleg vinnubrögð.“ Ragnar Þór segist hafa mótmælt með yfirveguðum hætti og sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að bréfið mætti kannski rekja til almennrar gagnrýni hans á lífeyrissjóðskerfið. Árni segir það út í hött. „Þetta erindi okkar hefur ekkert með það að gera. Þetta snýst eingöngu um að verja okkar starfsfólk. Lítandi bæði á starfsreglur og reglur VR, og okkar eigin reglur, að þá er bara ólíðandi að starfsfólk þurfi að upplifa það að hópur fólks komi inn á skrifstofuna með gjallarhorn og hávaða og að þessu stjórni formaður stéttarfélagsins sem það greiðir í,“ segir Árni og bætir við að hann hafi fullan rétt á því að vekja athygli á málinu. Takmarkaðar heimildir Sjóðurinn hafi takmarkaðar heimildir til að bregðast við kröfu mótmælenda. „Eins og við erum búin að upplýsa þessa aðila ítrekað um, bæði með því að senda opinbera tilkynningu og eins að hafa samband við alla lántakendur sem eru hjá okkur, að þá eru þeir í greiðsluskjóli. Samkvæmt þeim heimildum sem við vinnum eftir getum við ekki fellt niður vexti og verðbætur án þess að hafa heimildir til þess. Þetta mál á eftir að skýrast betur áður en einhver endanleg ákvörðun verður tekin. Þetta er í skoðun og er ekki afgreitt hjá okkur en heimildir okkar til að gera það sem farið er fram á eru bara mjög takmarkaðar,“ segir Árni.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Stéttarfélög Lífeyrissjóðir Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar Sjá meira