Sendir annarri konu kröfubréf vegna ummæla um nauðgun Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. desember 2023 19:10 Ingólfur Þórarinsson hafði betur gegn Sindra Þór í meiðyrðamáli eftir að hafa áfrýjað niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur til Landsréttar. Nú hefur Ingólfur stefnt konu vegna sambærilegra ummæla. Vísir/Vilhelm Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, hefur sent konu kröfubréf vegna ummæla sem hún lét falla um hann á netinu árið 2022. Heimildin greinir frá og hefur eftir lögmanni Ingólfs að ekki sé útilokað að kröfubréfunum fjölgi á hendur fólki sem hafi tjáð sig með meiðandi hætti um tónlistarmanninn. Auður Björg Jónsdóttir, lögmaður Ingólfs, sagði í samtali við Heimildina að Ingólfur ætlaði ekki að sitja undir því að vera sakaður um að nauðga konum og beita ofbeldi. Í frétt Heimildarinnar kemur fram að í kröfubréfinu sé farið fram á að ummælin séu leiðrétt eða afturkölluð og beðist afsökunar á þeim. Þá krefji Ingólfur konuna um greiðslu 250 þúsund króna í miskabætur og 150 þúsund króna í lögmannskostnað til viðbótar. Ellegar áskilji hann sér rétt til að fara fram á „fullar miskabætur honum til handa sem og málskostnað“. Ummæli um nauðgun og ofbeldi gegn ungum konum Ummæli konunnar voru samkvæmt Heimildinni svar við öðrum ummælum á samfélagsmiðlum. Þar hafði Ingólfur verið hvattur til dáða með orðunum „Áfram gakk Ingó“ undir frétt af viðbrögðum hans við ásökunum á hendur honum. Konan svaraði þeim ummælum og spurði hvort viðkomandi ætti við „þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Í frétt Heimildarinnar kemur fram að konan sé í erfiðri langtíma krabbameinsmeðferð og treysti sér því ekki til að ræða málið opinberlega að svo stöddu. Afstaða hennar sé þó eindregið að standa með þolendum. Þá hafi hún skrifað ummælin af því hún vildi að þolendur upplifðu stuðning. Það væri hennar eini hvati. Tapaði í héraði en hafði betur í Landsrétti Ingólfur hafði í nóvember síðastliðnum betur í Landsrétti í meiðyrðamáli sem hann höfðaði á hendur Sindra Þór Sigríðarsyni Hilmarssyni. Ingólfur tapaði málinu í héraði, áfrýjaði til Landsréttar sem kvað upp dóm sinn Ingólfi í vil. Ingólfur krafðist þess að fimm ummæli Sindra um sig yrðu dæmd dauð og ómerk. Þá krafðist hann þriggja milljóna króna í miskabætur. Ummælin beindust öll að meintum kynferðisbrotum Ingólfs en Sindri lét ummælin falla í kjölfar þess að aðgerðahópurinn Öfgar birti nafnlausar sögur meintra þolenda tónlistarmannsins. Sindri var sýknaður af öllum kröfum Ingólfs í héraði í maí árið 2022. Í dómi héraðsdóms sagði að Sindri hefði í góðri trú viðhaft ummælin vegna Twitter-þráðs, sem vakti mikla umræðu, þar sem fjöldi fólks lýsti sögum sem það hafði heyrt af Ingólfi í gegn um tíðina. Landsréttur komst að annarri niðurstöðu. Ummæli Sindra Þórs í garð Ingólfs hafi á forkastanlegan hátt gefið til kynna að sá síðarnefndi hafi haft samræði við börn. Með ummælunum hafi verið gefið til kynna að Ingó hafi framið alvarleg kynferðisbrot sem varða refsingu, en ekki átt kynferðislegt samneyti við einstaklinga á aldrinum fimmtán til átján. Sindri vildi meina að hann hafi látið ummæli sín falla í góðri trú, þar sem hann hafði undir höndum frásagnir af meintri hegðun Ingólfs. Landsréttur gat ekki fallist á það. Ummæli Sindra Þórs voru dæmd dauð og ómerk. Sindri Þór var dæmdur til að greiða Ingólfi 900 þúsund krónur í miskabætur auk vaxta og til að greiða Ingólfi málskostnað, sem naut þó gjafsóknar í málinu. Mál Ingólfs Þórarinssonar Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Ingó og Sindri takast á um umdeild ummæli í dómsal Aðalmeðferð í máli Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, gegn Sindra Þór Sigríðarsyni Hilmarssyni er hafin í Héraðsdómi Reykjavíkur. Báðir voru mættir í dómsal þar sem þinghald hófst klukkan 10. 2. maí 2022 10:29 Öfgar segja Ingó hafa sakbent sjálfan sig Aðgerðahópurinn Öfgar segir tónlistamanninn Ingólf Þórarinsson sjálfan hafa bendlað sig við sögur af kynferðisofbeldi þar sem hann var ekki nafngreindur. 6. febrúar 2022 14:21 Vill að Sindra verði gert að birta dóminn á Twitter Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, vill að forsendur dóms í máli gegn Sindra Þór Sigríðarssyni Hilmarssyni verði birtar á Twitter. Málið varðar meint ærumeiðandi ummæli Sindra um tónlistarmanninn en aðalmeðferð fer fram þann 18. janúar næstkomandi. 6. janúar 2022 19:03 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Sjá meira
Auður Björg Jónsdóttir, lögmaður Ingólfs, sagði í samtali við Heimildina að Ingólfur ætlaði ekki að sitja undir því að vera sakaður um að nauðga konum og beita ofbeldi. Í frétt Heimildarinnar kemur fram að í kröfubréfinu sé farið fram á að ummælin séu leiðrétt eða afturkölluð og beðist afsökunar á þeim. Þá krefji Ingólfur konuna um greiðslu 250 þúsund króna í miskabætur og 150 þúsund króna í lögmannskostnað til viðbótar. Ellegar áskilji hann sér rétt til að fara fram á „fullar miskabætur honum til handa sem og málskostnað“. Ummæli um nauðgun og ofbeldi gegn ungum konum Ummæli konunnar voru samkvæmt Heimildinni svar við öðrum ummælum á samfélagsmiðlum. Þar hafði Ingólfur verið hvattur til dáða með orðunum „Áfram gakk Ingó“ undir frétt af viðbrögðum hans við ásökunum á hendur honum. Konan svaraði þeim ummælum og spurði hvort viðkomandi ætti við „þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Í frétt Heimildarinnar kemur fram að konan sé í erfiðri langtíma krabbameinsmeðferð og treysti sér því ekki til að ræða málið opinberlega að svo stöddu. Afstaða hennar sé þó eindregið að standa með þolendum. Þá hafi hún skrifað ummælin af því hún vildi að þolendur upplifðu stuðning. Það væri hennar eini hvati. Tapaði í héraði en hafði betur í Landsrétti Ingólfur hafði í nóvember síðastliðnum betur í Landsrétti í meiðyrðamáli sem hann höfðaði á hendur Sindra Þór Sigríðarsyni Hilmarssyni. Ingólfur tapaði málinu í héraði, áfrýjaði til Landsréttar sem kvað upp dóm sinn Ingólfi í vil. Ingólfur krafðist þess að fimm ummæli Sindra um sig yrðu dæmd dauð og ómerk. Þá krafðist hann þriggja milljóna króna í miskabætur. Ummælin beindust öll að meintum kynferðisbrotum Ingólfs en Sindri lét ummælin falla í kjölfar þess að aðgerðahópurinn Öfgar birti nafnlausar sögur meintra þolenda tónlistarmannsins. Sindri var sýknaður af öllum kröfum Ingólfs í héraði í maí árið 2022. Í dómi héraðsdóms sagði að Sindri hefði í góðri trú viðhaft ummælin vegna Twitter-þráðs, sem vakti mikla umræðu, þar sem fjöldi fólks lýsti sögum sem það hafði heyrt af Ingólfi í gegn um tíðina. Landsréttur komst að annarri niðurstöðu. Ummæli Sindra Þórs í garð Ingólfs hafi á forkastanlegan hátt gefið til kynna að sá síðarnefndi hafi haft samræði við börn. Með ummælunum hafi verið gefið til kynna að Ingó hafi framið alvarleg kynferðisbrot sem varða refsingu, en ekki átt kynferðislegt samneyti við einstaklinga á aldrinum fimmtán til átján. Sindri vildi meina að hann hafi látið ummæli sín falla í góðri trú, þar sem hann hafði undir höndum frásagnir af meintri hegðun Ingólfs. Landsréttur gat ekki fallist á það. Ummæli Sindra Þórs voru dæmd dauð og ómerk. Sindri Þór var dæmdur til að greiða Ingólfi 900 þúsund krónur í miskabætur auk vaxta og til að greiða Ingólfi málskostnað, sem naut þó gjafsóknar í málinu.
Mál Ingólfs Þórarinssonar Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Ingó og Sindri takast á um umdeild ummæli í dómsal Aðalmeðferð í máli Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, gegn Sindra Þór Sigríðarsyni Hilmarssyni er hafin í Héraðsdómi Reykjavíkur. Báðir voru mættir í dómsal þar sem þinghald hófst klukkan 10. 2. maí 2022 10:29 Öfgar segja Ingó hafa sakbent sjálfan sig Aðgerðahópurinn Öfgar segir tónlistamanninn Ingólf Þórarinsson sjálfan hafa bendlað sig við sögur af kynferðisofbeldi þar sem hann var ekki nafngreindur. 6. febrúar 2022 14:21 Vill að Sindra verði gert að birta dóminn á Twitter Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, vill að forsendur dóms í máli gegn Sindra Þór Sigríðarssyni Hilmarssyni verði birtar á Twitter. Málið varðar meint ærumeiðandi ummæli Sindra um tónlistarmanninn en aðalmeðferð fer fram þann 18. janúar næstkomandi. 6. janúar 2022 19:03 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Sjá meira
Ingó og Sindri takast á um umdeild ummæli í dómsal Aðalmeðferð í máli Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, gegn Sindra Þór Sigríðarsyni Hilmarssyni er hafin í Héraðsdómi Reykjavíkur. Báðir voru mættir í dómsal þar sem þinghald hófst klukkan 10. 2. maí 2022 10:29
Öfgar segja Ingó hafa sakbent sjálfan sig Aðgerðahópurinn Öfgar segir tónlistamanninn Ingólf Þórarinsson sjálfan hafa bendlað sig við sögur af kynferðisofbeldi þar sem hann var ekki nafngreindur. 6. febrúar 2022 14:21
Vill að Sindra verði gert að birta dóminn á Twitter Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, vill að forsendur dóms í máli gegn Sindra Þór Sigríðarssyni Hilmarssyni verði birtar á Twitter. Málið varðar meint ærumeiðandi ummæli Sindra um tónlistarmanninn en aðalmeðferð fer fram þann 18. janúar næstkomandi. 6. janúar 2022 19:03