Verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ segir appið, Prís, lið í baráttunni gegn verðbólgunni en það var tekið formlega í notkun í gær.
„Okkur datt í hug að það gæti verið gaman fyrir fólk að geta bara skoðað þessi verð sjálf þegar það er að versla og gefa þeim þannig að aðgang að í rauninni persónulegri könnun fyrir hverja vöru sem þeim dettur í hug að skoða,“ segir Benjamín Julian.
Til stendur að bæta fleiri verslunum við appið og tryggja að verðið sé uppfært reglulega.
„Og svo langar okkur í seinni útgáfum til þess að hafa þetta þannig að þú getur séð verðsöguna á hverri vöru fyrir sig og í hverri búð fyrir sig og að þú getir vitað hvað þín persónulega vörukarfa myndi kosta í mismunandi verslunum.“
Tilraunir fréttamanns með appið má sjá í fréttinni hér fyrir neðan.