Anna og Jón algengust Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 22. desember 2023 11:12 Í nýju myndbandi Hagstofunnar er farið yfir þróun helstu hagtalna á árinu. Vísir/Vilhelm Algengustu nöfnin, meðalaldur þjóðarinnar, hagvöxtur og mannfjöldaþróun er meðal þess sem tekið er saman í jóla-og áramótamyndbandi Hagstofunnar. Í myndbandinu þar sem farið er yfir þróun helstu hagtalna á árinu kemur meðal annars fram að Anna sé vinsælasta kvenmannsnafn landsins. Líkt og greint var frá í byrjun árs er þetta í fyrsta sinn sem Guðrúnu er steypt af stóli sem vinsælasta kvenmannsnafninu. Þriðja vinsælasta kvenmannsnafnið er Kristín. Af karlmannsnöfnum er Jón vinsælasta karlmannsnafnið, Sigurður í öðru sæti og Guðmundur í því þriðja. 400 þúsunda múrinn nálgast óðfluga Í byrjun árs voru landsmenn tæplega 388 þúsund, í september hafði þeim fjölgað um níu þúsund og voru þá tæplega 397 þúsund. Þar af bluggu 250 þúsund á höfuðborgarsvæðinu en 145 þúsund á landsbyggðinni. Tæplega 73 þúsund erlendir ríkisborgarar bjuggu á Íslandi í lok september, 18% landsmanna. Í byrjun árs voru landsmenn tæplega 388 þúsund en nær 400 þúsund í lok árs. Hagstofan Í myndbandinu er einnig vikið að ævilengd landsmanna, en þar kemur fram að íslenskar konur lifa að meðaltali í 84 ár en karlar í 81 ár. Þetta merkir að íslendingar eru einna langlífastir evrópuþjóða. Íslenskar konur lifa að meðaltali í 84 ár en karlar í 81 ár. Hagstofan Dró úr atvinnuleysi annað árið í röð Tekjur af erlendum ferðamönnum jukust mikið á árinu á sama tíma og það dró verulega úr tekjum á álútflugningi. Tekjur af erlendum ferðamönnum jukust mikið á árinu á sama tíma og það dró verulega úr tekjum á álútflugningi. Hagstofan Verðbólgan hélst mikil en tók aðeins að hjaðna upp úr miðju ári. Á sama tíma hækkuðu helstu neysluvörur og vextir fóru hækkandi. Annað árið í röð dró úr atvinnuleysi á sama tíma og starfandi fólki fjölgaði. Hagvöxtur hefur verið mikill undanfarið tvö ár og á fyrri hluta þessa árs. Á seinni hluta ársins hægðist hins vegar á miklum vexti efnahagslífsins, einkum innlendri neyslu. Hér er hægt að sjá myndband Hagstofunnar í heild sinni: Mannfjöldi Mannanöfn Fréttir ársins 2023 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Innlent Fleiri fréttir Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Sjá meira
Í myndbandinu þar sem farið er yfir þróun helstu hagtalna á árinu kemur meðal annars fram að Anna sé vinsælasta kvenmannsnafn landsins. Líkt og greint var frá í byrjun árs er þetta í fyrsta sinn sem Guðrúnu er steypt af stóli sem vinsælasta kvenmannsnafninu. Þriðja vinsælasta kvenmannsnafnið er Kristín. Af karlmannsnöfnum er Jón vinsælasta karlmannsnafnið, Sigurður í öðru sæti og Guðmundur í því þriðja. 400 þúsunda múrinn nálgast óðfluga Í byrjun árs voru landsmenn tæplega 388 þúsund, í september hafði þeim fjölgað um níu þúsund og voru þá tæplega 397 þúsund. Þar af bluggu 250 þúsund á höfuðborgarsvæðinu en 145 þúsund á landsbyggðinni. Tæplega 73 þúsund erlendir ríkisborgarar bjuggu á Íslandi í lok september, 18% landsmanna. Í byrjun árs voru landsmenn tæplega 388 þúsund en nær 400 þúsund í lok árs. Hagstofan Í myndbandinu er einnig vikið að ævilengd landsmanna, en þar kemur fram að íslenskar konur lifa að meðaltali í 84 ár en karlar í 81 ár. Þetta merkir að íslendingar eru einna langlífastir evrópuþjóða. Íslenskar konur lifa að meðaltali í 84 ár en karlar í 81 ár. Hagstofan Dró úr atvinnuleysi annað árið í röð Tekjur af erlendum ferðamönnum jukust mikið á árinu á sama tíma og það dró verulega úr tekjum á álútflugningi. Tekjur af erlendum ferðamönnum jukust mikið á árinu á sama tíma og það dró verulega úr tekjum á álútflugningi. Hagstofan Verðbólgan hélst mikil en tók aðeins að hjaðna upp úr miðju ári. Á sama tíma hækkuðu helstu neysluvörur og vextir fóru hækkandi. Annað árið í röð dró úr atvinnuleysi á sama tíma og starfandi fólki fjölgaði. Hagvöxtur hefur verið mikill undanfarið tvö ár og á fyrri hluta þessa árs. Á seinni hluta ársins hægðist hins vegar á miklum vexti efnahagslífsins, einkum innlendri neyslu. Hér er hægt að sjá myndband Hagstofunnar í heild sinni:
Mannfjöldi Mannanöfn Fréttir ársins 2023 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Innlent Fleiri fréttir Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Sjá meira