Brot af því besta úr Kryddsíldinni: „Þú ert sjálfur dóni, Davíð“ Boði Logason skrifar 30. desember 2023 07:01 Kryddsíld verður á dagskrá á morgun klukkan 14:00 í beinni útsendingu á Stöð 2. Kryddsíld verður á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 14:00 á gamlársdag, líkt og síðustu 33 ár. Hægt verður að kaupa stakan þátt fyrir þá sem ekki eru áskrifendur Stöðvar 2. Umsjónarmenn þáttarins eru ritstjóri og fréttastjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, þau Erla Björg Gunnarsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason. Telma Tómasson er gestgjafi þáttarins. „Við erum mjög spennt að bjóða landsmönnum upp á líflegar umræður á gamlársdag eins og síðustu 32 ár. Við ræðum skandala og sigra í pólitíkinni, skoðum nýja könnun sem Maskína gerði fyrir fréttastofu og fáum viðbrögð stjórnmálaleiðtoganna við henni. Það getur auðvitað allt gerst í beinni útsendingu og það gerir Kryddsíldina svona vel kryddaða,“ segir Erla Björg. „Sú breyting verður á dagskránni í ár að hægt verður að kaupa aðgang að Kryddsíldinni, því geta þeir sem eru ekki áskrifendur Stöðvar 2 verið með okkur fyrir 1.490 krónur. Hægt verður að kaupa aðgang á heimasíðu Stöðvar 2 eða í myndlyklinum,“ segir Kristín Kristinsdóttir, framleiðslustjóri fréttastofunnar. Hægt er að kaupa aðgang að Kryddsíldinni hér. Kryddsíldin verður á dagskrá á milli klukkan 14 og 16 á morgun, gamlársdag. Vísir tók saman nokkur eftirminnileg augnablik úr Kryddsíldum síðustu þriggja áratuga. „Össur, þú ert bara dóni. Þú ert sjálfur dóni, Davíð“ Árið 2002 sauð upp úr á milli Össurar Skarphéðinssonar, sem þá var formaður Samfylkingarinnar, og Davíðs Oddssonar, þáverandi forsætisráðherra. „Þú ert bara dóni,“ eru eflaust ein þekktustu ummælin sem fallið hafa í Kryddsíldinni. Í klippunni hér að neðan má sjá brot af því besta þegar Kryddsíldin hélt upp á 25 ára afmæli árið 2015. Mörg ansi skemmtileg augnablik. Þar á meðal orðaskak Davíðs og Össurar og einnig augnablikið þegar útsendingu var hætt á þættinum vegna mótmæla árið 2008. Inga Sæland treysti sér ekki Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, tilkynnti á gamlársdag árið 2021 að hún yrði ekki með í Kryddsíldinni í ljósi mikillar útbreiðslu Covid-19 í samfélaginu. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, hafði þá nýlokið við einangrun vegna smits. „Það getur hver sem er keypt banka“ Árið 2009 var eflaust eitt það eftirminnilegasta á þessari öld. Árið byrjaði með mótmælum á Austurvelli og ráðamenn þjóðarinnar voru áberandi í umræðunni. Hér má sjá Gullkorn ársins 2009 sem voru sýnd í Kryddsíldinni það árið. „Ég hef aldrei talað við Bjarna, ég þekki hann ekki neitt“ Í Kryddsíldinni í fyrra voru leiðtogarnir fengnir til að hrósa hver öðrum. Björn Leví Gunnarsson hjá Pírötum sagðist aldrei hafa talað við Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hrósaði Birni Leví fyrir að þora að vera á sokkunum á Alþingi. Bergur Ebbi gerði upp árið 2014 Grínistinn Bergur Ebbi Benediktsson gerði upp árið 2014. Sýn hans á pólitíkina var ansi kómísk. Sjón er sögu ríkari. „Elín Hirst prumpaði einu sinni í lyftu og kenndi litlu barni um það“ Uppistandararnir Dóri DNA og Saga Garðarsdóttir héldu uppistand í Kryddsíldinni 2015 fyrir framan ráðamenn þjóðarinnar. Þar ræddu þau meðal annars um það hver væri fyndasti þingmaðurinn. Sigmundur Davíð og Katrín hlógu á meðan Inga Sæland hélt eldræðu Augnablikið þar sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins pískra sín á milli á meðan Inga Sæland fór mikinn um útlendingamál vöktu mikla athygli í Kryddsíldinni í fyrra. Gerði upp árið 2013 með lagi Saga Garðarsdóttir grínisti gerði upp árið 2013 með áhugaverðu lagi. Þar söng hún meðal annars um PISA-könnunina, að danska skyldi verða valfrjáls og biðlaði til ráðamanna um að verða betra fólk. Logi fékk staupið hennar Ingu Sæland Í miðjum umræðum árið 2018 gaf Inga Sæland, formaður Fólks fólksins, Loga Einarssyni, formanni Samfylkingarinnar, staupið sitt. „Þetta var í sjónvarpinu,“ hvíslaði Logi að Ingu. Þingmenn tóku „hú-ið“ Það þarf ekki að segja neitt um þessa klippu frá árinu 2016. Algengt að persónuupplýsingar leki úr ráðuneytum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi formaður Framsóknarflokksins, fór yfir Lekamálið árið 2014. Þar sagði hann að það væri mjög algengt að persónuupplýsingar um einstaklinga leki út úr ráðuneytum. Bakvið tjöldin í Kryddsíld Og svona fer þetta allt saman fram. Skemmtilegt myndband sem sýnir vinnuna á bakvið tjöldin. Þetta skemmtilega myndband er frá undirbúningi Kryddsíldarinnar í fyrra. Enn fleiri klippur má sjá á sjónvarpssíðu Kryddsíldarinnar hér á Vísi. Kryddsíld Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Umsjónarmenn þáttarins eru ritstjóri og fréttastjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, þau Erla Björg Gunnarsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason. Telma Tómasson er gestgjafi þáttarins. „Við erum mjög spennt að bjóða landsmönnum upp á líflegar umræður á gamlársdag eins og síðustu 32 ár. Við ræðum skandala og sigra í pólitíkinni, skoðum nýja könnun sem Maskína gerði fyrir fréttastofu og fáum viðbrögð stjórnmálaleiðtoganna við henni. Það getur auðvitað allt gerst í beinni útsendingu og það gerir Kryddsíldina svona vel kryddaða,“ segir Erla Björg. „Sú breyting verður á dagskránni í ár að hægt verður að kaupa aðgang að Kryddsíldinni, því geta þeir sem eru ekki áskrifendur Stöðvar 2 verið með okkur fyrir 1.490 krónur. Hægt verður að kaupa aðgang á heimasíðu Stöðvar 2 eða í myndlyklinum,“ segir Kristín Kristinsdóttir, framleiðslustjóri fréttastofunnar. Hægt er að kaupa aðgang að Kryddsíldinni hér. Kryddsíldin verður á dagskrá á milli klukkan 14 og 16 á morgun, gamlársdag. Vísir tók saman nokkur eftirminnileg augnablik úr Kryddsíldum síðustu þriggja áratuga. „Össur, þú ert bara dóni. Þú ert sjálfur dóni, Davíð“ Árið 2002 sauð upp úr á milli Össurar Skarphéðinssonar, sem þá var formaður Samfylkingarinnar, og Davíðs Oddssonar, þáverandi forsætisráðherra. „Þú ert bara dóni,“ eru eflaust ein þekktustu ummælin sem fallið hafa í Kryddsíldinni. Í klippunni hér að neðan má sjá brot af því besta þegar Kryddsíldin hélt upp á 25 ára afmæli árið 2015. Mörg ansi skemmtileg augnablik. Þar á meðal orðaskak Davíðs og Össurar og einnig augnablikið þegar útsendingu var hætt á þættinum vegna mótmæla árið 2008. Inga Sæland treysti sér ekki Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, tilkynnti á gamlársdag árið 2021 að hún yrði ekki með í Kryddsíldinni í ljósi mikillar útbreiðslu Covid-19 í samfélaginu. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, hafði þá nýlokið við einangrun vegna smits. „Það getur hver sem er keypt banka“ Árið 2009 var eflaust eitt það eftirminnilegasta á þessari öld. Árið byrjaði með mótmælum á Austurvelli og ráðamenn þjóðarinnar voru áberandi í umræðunni. Hér má sjá Gullkorn ársins 2009 sem voru sýnd í Kryddsíldinni það árið. „Ég hef aldrei talað við Bjarna, ég þekki hann ekki neitt“ Í Kryddsíldinni í fyrra voru leiðtogarnir fengnir til að hrósa hver öðrum. Björn Leví Gunnarsson hjá Pírötum sagðist aldrei hafa talað við Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hrósaði Birni Leví fyrir að þora að vera á sokkunum á Alþingi. Bergur Ebbi gerði upp árið 2014 Grínistinn Bergur Ebbi Benediktsson gerði upp árið 2014. Sýn hans á pólitíkina var ansi kómísk. Sjón er sögu ríkari. „Elín Hirst prumpaði einu sinni í lyftu og kenndi litlu barni um það“ Uppistandararnir Dóri DNA og Saga Garðarsdóttir héldu uppistand í Kryddsíldinni 2015 fyrir framan ráðamenn þjóðarinnar. Þar ræddu þau meðal annars um það hver væri fyndasti þingmaðurinn. Sigmundur Davíð og Katrín hlógu á meðan Inga Sæland hélt eldræðu Augnablikið þar sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins pískra sín á milli á meðan Inga Sæland fór mikinn um útlendingamál vöktu mikla athygli í Kryddsíldinni í fyrra. Gerði upp árið 2013 með lagi Saga Garðarsdóttir grínisti gerði upp árið 2013 með áhugaverðu lagi. Þar söng hún meðal annars um PISA-könnunina, að danska skyldi verða valfrjáls og biðlaði til ráðamanna um að verða betra fólk. Logi fékk staupið hennar Ingu Sæland Í miðjum umræðum árið 2018 gaf Inga Sæland, formaður Fólks fólksins, Loga Einarssyni, formanni Samfylkingarinnar, staupið sitt. „Þetta var í sjónvarpinu,“ hvíslaði Logi að Ingu. Þingmenn tóku „hú-ið“ Það þarf ekki að segja neitt um þessa klippu frá árinu 2016. Algengt að persónuupplýsingar leki úr ráðuneytum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi formaður Framsóknarflokksins, fór yfir Lekamálið árið 2014. Þar sagði hann að það væri mjög algengt að persónuupplýsingar um einstaklinga leki út úr ráðuneytum. Bakvið tjöldin í Kryddsíld Og svona fer þetta allt saman fram. Skemmtilegt myndband sem sýnir vinnuna á bakvið tjöldin. Þetta skemmtilega myndband er frá undirbúningi Kryddsíldarinnar í fyrra. Enn fleiri klippur má sjá á sjónvarpssíðu Kryddsíldarinnar hér á Vísi.
Kryddsíld Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent