Huga að útigangskindum í Borgarfirði - ein vafin í gaddavír Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. desember 2023 13:03 Steinunn segist ekki vera viss um af hvaða bæ kindurnar séu þó hún hafi grun um það. Aðsend Hópur fólks lagði af stað í hádeginu í Þverárhlíð í Borgarfirði til að kynna sér ástand tuttugu kinda, sem eru þar á útigangi og engin virðist hugsa um. Kindurnar eru mjög styggar og ein þeirra öll vafinn í gaddavír. Fólkið fór með hey á staðinn. Boðað var til viðburðarins í gær á Facebook, sem heitir einfaldlega „Björgum kindum í Þverárhlíð í Borgarfirði“ en hópurinn lagði af stað í leiðangurinn klukkan 12:30 frá N1 í Borgarnesi. Steinunn Árnadóttir organgist í Borgarnesi er ein af skipuleggjendum ferðarinnar og þekkir vel til kindanna enda margoft búin að benda á ástand þeirra á samfélagsmiðlum og víðar. „Það er orðið mikið fannfergi þarna og við köllum þetta að það sé jarðbann, þær hafa ekkert fóður og ekkert til að næra sig á og þar eru náttúrulega öll lög um velferð dýra brotin. Þetta eru kindur, sem eiga að vera á húsi, þær eiga að hafa fóður og þær eiga að hafa skjól og það er ekki í boði fyrir þær þó maður sé búin að biðja um það,“ segir Steinunn. Hópurinn ætlar með hey til kindanna og kanna ástand þeirra en þær eru um tuttugu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Steinunn segist ekki vita nákvæmlega hvaðan kindurnar séu en hefur þú grun um af hvaða bæ þær eru, sem er undir eftirliti hjá Matvælastofnun. Hún segir að Borgarbyggð eigi að koma kindunum á hús. „Já, sveitarfélagið á að sjá um að útigangsfé sé smalað en það hefur ekki gert það þó maður hafi beðið um það. Matvælastofnun á að fylgja því eftir að það sé gert. Ég hafði samband við héraðsdýralækni núna í fyrradag og í gær og í gær staðfesti hún það eftir sveitarstjórnaraðila að það væri búið að bregðast við. Það væri búið að smala þessum kindum og koma þeim í skjól og gefa þeim. Ég fór og athugaði hvort það væri rétt og það var ekki rétt og það er mjög slæmt þegar sveitarstjórnaraðilar ljúga til um svona hluti,“ segir Steinunn og bætti við að ein kindin sé öll vafin í gaddavír og að hún sé búin að láta vita af því í mánuð án nokkurra viðbragða. Steinunn Árnadóttir í Borgarnesi með hestinn Sörla en hún er ein af þeim, sem er í forsvari fyrir ferðina í dag til að athuga með kindurnar og líðan þeirra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Viðburðurinn eins og hann var auglýstur Borgarbyggð Landbúnaður Dýr Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Boðað var til viðburðarins í gær á Facebook, sem heitir einfaldlega „Björgum kindum í Þverárhlíð í Borgarfirði“ en hópurinn lagði af stað í leiðangurinn klukkan 12:30 frá N1 í Borgarnesi. Steinunn Árnadóttir organgist í Borgarnesi er ein af skipuleggjendum ferðarinnar og þekkir vel til kindanna enda margoft búin að benda á ástand þeirra á samfélagsmiðlum og víðar. „Það er orðið mikið fannfergi þarna og við köllum þetta að það sé jarðbann, þær hafa ekkert fóður og ekkert til að næra sig á og þar eru náttúrulega öll lög um velferð dýra brotin. Þetta eru kindur, sem eiga að vera á húsi, þær eiga að hafa fóður og þær eiga að hafa skjól og það er ekki í boði fyrir þær þó maður sé búin að biðja um það,“ segir Steinunn. Hópurinn ætlar með hey til kindanna og kanna ástand þeirra en þær eru um tuttugu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Steinunn segist ekki vita nákvæmlega hvaðan kindurnar séu en hefur þú grun um af hvaða bæ þær eru, sem er undir eftirliti hjá Matvælastofnun. Hún segir að Borgarbyggð eigi að koma kindunum á hús. „Já, sveitarfélagið á að sjá um að útigangsfé sé smalað en það hefur ekki gert það þó maður hafi beðið um það. Matvælastofnun á að fylgja því eftir að það sé gert. Ég hafði samband við héraðsdýralækni núna í fyrradag og í gær og í gær staðfesti hún það eftir sveitarstjórnaraðila að það væri búið að bregðast við. Það væri búið að smala þessum kindum og koma þeim í skjól og gefa þeim. Ég fór og athugaði hvort það væri rétt og það var ekki rétt og það er mjög slæmt þegar sveitarstjórnaraðilar ljúga til um svona hluti,“ segir Steinunn og bætti við að ein kindin sé öll vafin í gaddavír og að hún sé búin að láta vita af því í mánuð án nokkurra viðbragða. Steinunn Árnadóttir í Borgarnesi með hestinn Sörla en hún er ein af þeim, sem er í forsvari fyrir ferðina í dag til að athuga með kindurnar og líðan þeirra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Viðburðurinn eins og hann var auglýstur
Borgarbyggð Landbúnaður Dýr Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira