„Þetta er gert í sátt við Sorpu“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 2. janúar 2024 11:45 Rauði krossinn rekur 19 verslanir um land allt sem eru ein mikilvægasta fjáröflun samtakanna. Rauði krossinn Fataverslanir Rauða krossins verða reknar áfram með sama sniði, þrátt fyrir að Sorpa taki senn við móttöku textíls á grenndarstöðvum sínum. Fataverslanirnar eru ein mikilvægasta fjáröflun samtakanna en flokkunarstjóri segir Rauða krossinn munu fara í eigin söfnun sem verður aðskilin frá grenndar- og endurvinnslustöðvum. Hingað til hefur Rauði krossinn safnað textíl á um 30 af 90 grenndarstöðvum Sorpu. Líkt og Vísir greindi frá í morgun kveða ný lög á um að safna eigi textíl á öllum stöðvum og Sorpa muni því taka við söfnuninni. Guðbjörg Rut Pálmadóttir, flokkunarstjóri í Fataverkefni Rauða krossins, segir breytingarnar koma ágætlega við sig. „Já það gerir það, því vissulega höfum við verið að sinna grenndarstöðvum en nú er orðin kvöð að hafa fatasöfnunargáma á öllum grenndarstöðum. Það er bara of mikið fyrir okkur. Við erum náttúrulega mannúðarsamtök í fjáröflun og hitt er orðið meira þjónusta fyrir sveitarfélögin.” Hún segir nauðsynlega þróun vera að eiga sér stað og að fyrirsagnir morgunsins kunni að hafa verið svolítið villandi. „Þetta skellur ekki á strax, heldur gerast þessar breytingar hægt og rólega yfir árið. Svo við erum enn þá að safna á fullu og erum bara að undirbúa þessar breytingar. Það hefur ekkert verið kynnt í sjálfu sér opinberlega. Þetta er gert í sátt við Sorpu og við erum spennt fyrir þessum breytingum.“ Fataverslanir áfram reknar með sama hætti Rauði krossinn rekur 19 verslanir um land allt og er stærsta fatakeðja á Íslandi. Fataverslanirnar eru ein mikilvægasta fjáröflun samtakanna en Guðbjörg segir að verslanirnar verði reknar áfram með sama hætti. „Þetta verður þannig að við förum út í okkar eigin söfnum sem verða aðskilin frá grenndarstöðvum og endurvinnslustöðvum. Það er það sem við ætlum að nota þennan tíma í núna, að endurskipuleggja. En við verðum í samstarfi við Sorpu, allavega til að byrja með.“ Rauði krossinn eigi mjög marga gáma sem verði nýttir áfram, og nú þurfi að staðsetja þá á góðum stöðum. Þá verði áfram hægt að koma með fatnað í Skútuvog þar sem flokkunarstöðin er. Eina breytingin verður að nú hætti Rauði krossinn að taka á móti ónýtum textíl. Rauði krossinn mun því halda áfram að taka á móti framlögum enn sem komið er, en þegar kemur að yfirfærslunni verður það vel kynnt. „Við höldum ótrauð áfram og erum spennt fyrir því að endurskipuleggja söfnunina okkar. Við hlökkum til að sjá þessi mál fara í góðan farveg,“ segir Guðbjörg Rut Pálmadóttir, flokkunarstjóri í Fataverkefni Rauða krossins, Sorpa Félagasamtök Umhverfismál Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Sjá meira
Hingað til hefur Rauði krossinn safnað textíl á um 30 af 90 grenndarstöðvum Sorpu. Líkt og Vísir greindi frá í morgun kveða ný lög á um að safna eigi textíl á öllum stöðvum og Sorpa muni því taka við söfnuninni. Guðbjörg Rut Pálmadóttir, flokkunarstjóri í Fataverkefni Rauða krossins, segir breytingarnar koma ágætlega við sig. „Já það gerir það, því vissulega höfum við verið að sinna grenndarstöðvum en nú er orðin kvöð að hafa fatasöfnunargáma á öllum grenndarstöðum. Það er bara of mikið fyrir okkur. Við erum náttúrulega mannúðarsamtök í fjáröflun og hitt er orðið meira þjónusta fyrir sveitarfélögin.” Hún segir nauðsynlega þróun vera að eiga sér stað og að fyrirsagnir morgunsins kunni að hafa verið svolítið villandi. „Þetta skellur ekki á strax, heldur gerast þessar breytingar hægt og rólega yfir árið. Svo við erum enn þá að safna á fullu og erum bara að undirbúa þessar breytingar. Það hefur ekkert verið kynnt í sjálfu sér opinberlega. Þetta er gert í sátt við Sorpu og við erum spennt fyrir þessum breytingum.“ Fataverslanir áfram reknar með sama hætti Rauði krossinn rekur 19 verslanir um land allt og er stærsta fatakeðja á Íslandi. Fataverslanirnar eru ein mikilvægasta fjáröflun samtakanna en Guðbjörg segir að verslanirnar verði reknar áfram með sama hætti. „Þetta verður þannig að við förum út í okkar eigin söfnum sem verða aðskilin frá grenndarstöðvum og endurvinnslustöðvum. Það er það sem við ætlum að nota þennan tíma í núna, að endurskipuleggja. En við verðum í samstarfi við Sorpu, allavega til að byrja með.“ Rauði krossinn eigi mjög marga gáma sem verði nýttir áfram, og nú þurfi að staðsetja þá á góðum stöðum. Þá verði áfram hægt að koma með fatnað í Skútuvog þar sem flokkunarstöðin er. Eina breytingin verður að nú hætti Rauði krossinn að taka á móti ónýtum textíl. Rauði krossinn mun því halda áfram að taka á móti framlögum enn sem komið er, en þegar kemur að yfirfærslunni verður það vel kynnt. „Við höldum ótrauð áfram og erum spennt fyrir því að endurskipuleggja söfnunina okkar. Við hlökkum til að sjá þessi mál fara í góðan farveg,“ segir Guðbjörg Rut Pálmadóttir, flokkunarstjóri í Fataverkefni Rauða krossins,
Sorpa Félagasamtök Umhverfismál Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Sjá meira