Gullkynslóð Englendinga ekki mörg karöt þegar menn setjast í stjórastólinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2024 09:01 Wayne Rooney með Frank Lampard í leik með enska landsliðinu fyrir rúmum tíu árum. Getty/Steve Bardens Wayne Rooney er enn eitt dæmið um leikmann úr gullkynslóð Englendinga sem lendir í vandræðum í stjórastólnum. Rooney var í gær rekinn sem knattspyrnustjóri Birmingham en liðið hefur hreinlega hrunið niður töfluna síðan hann tók við. Rooney var ráðinn 11. október og náði aðeins að stýra b-deildarliðinu í fimmtán leikjum og í 83 daga. Hann tók við liðinu í sjötta sæti en skilur við það í því tuttugasta. Síðasti leikurinn var 3-0 tap á móti Leeds á mánudaginn sem var níunda tapið og sigurleikirnir urðu bara tveir. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Rooney hafði áður misst starfið hjá bæði Derby County og D.C. United í Bandaríkjunum. Hann segist nú ætla að taka sér hvíld frá fótboltanum en hver veit nema að þjálfaraferill þessa 38 ára gamla goðsagnar sé mögulega á enda. Tækifærunum hér eftir mun alla vega fækka verulega. Steven Gerrard og Frank Lampard hafa báðir þurft að taka pokann sinn í ensku úrvalsdeildinni á síðustu árum og þeir eru samt þeir sem hafa náð besta árangrinum úr þessari svokallaðri gullskynslóð. Árangur Gary Neville, Rooney, Paul Scholes og Sol Campbell er mun verri. Gullkynslóð Englendinga eru stjörnur enska landsliðsins í byrjun aldarinnar en þrátt fyrir að verða með marga af bestu leikmönnum sinnar kynslóðar þá náðu þeir aldrei alvöru árangri á stórmótum liðsins. Gerrard er nú að stýra liði Al-Ettifaq í Sádí Arabíu en árangurinn er ekki upp á marga fiska. Gerrard gerði reyndar góða hluti með Rangers í Skotlandi frá 2018 til 2021 en var rekinn innan við ári eftir að hann tók við knattspyrnustjórastöðinni hjá Aston Villa. 65% prósent árangur með Rangers en síðan bara 33 prósent árangur með lið Villa og Al-Ettifaq. Frank Lampard byrjaði vel með Chelsea en missti svo starfið í janúar 2021. Hann náði aðeins 27 prósent árangri með Everton liðið frá janúar 2022 til janúar 2023 og vann síðan aðeins einn af ellefu leikjum þegar hann tók tímabundið við Chelsea í lok síðasta tímabils. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir árangur mannanna úr gullkynslóðinni þegar þeir hafa fengið tækifæri í stjórastólnum. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Enski boltinn Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Sjá meira
Rooney var í gær rekinn sem knattspyrnustjóri Birmingham en liðið hefur hreinlega hrunið niður töfluna síðan hann tók við. Rooney var ráðinn 11. október og náði aðeins að stýra b-deildarliðinu í fimmtán leikjum og í 83 daga. Hann tók við liðinu í sjötta sæti en skilur við það í því tuttugasta. Síðasti leikurinn var 3-0 tap á móti Leeds á mánudaginn sem var níunda tapið og sigurleikirnir urðu bara tveir. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Rooney hafði áður misst starfið hjá bæði Derby County og D.C. United í Bandaríkjunum. Hann segist nú ætla að taka sér hvíld frá fótboltanum en hver veit nema að þjálfaraferill þessa 38 ára gamla goðsagnar sé mögulega á enda. Tækifærunum hér eftir mun alla vega fækka verulega. Steven Gerrard og Frank Lampard hafa báðir þurft að taka pokann sinn í ensku úrvalsdeildinni á síðustu árum og þeir eru samt þeir sem hafa náð besta árangrinum úr þessari svokallaðri gullskynslóð. Árangur Gary Neville, Rooney, Paul Scholes og Sol Campbell er mun verri. Gullkynslóð Englendinga eru stjörnur enska landsliðsins í byrjun aldarinnar en þrátt fyrir að verða með marga af bestu leikmönnum sinnar kynslóðar þá náðu þeir aldrei alvöru árangri á stórmótum liðsins. Gerrard er nú að stýra liði Al-Ettifaq í Sádí Arabíu en árangurinn er ekki upp á marga fiska. Gerrard gerði reyndar góða hluti með Rangers í Skotlandi frá 2018 til 2021 en var rekinn innan við ári eftir að hann tók við knattspyrnustjórastöðinni hjá Aston Villa. 65% prósent árangur með Rangers en síðan bara 33 prósent árangur með lið Villa og Al-Ettifaq. Frank Lampard byrjaði vel með Chelsea en missti svo starfið í janúar 2021. Hann náði aðeins 27 prósent árangri með Everton liðið frá janúar 2022 til janúar 2023 og vann síðan aðeins einn af ellefu leikjum þegar hann tók tímabundið við Chelsea í lok síðasta tímabils. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir árangur mannanna úr gullkynslóðinni þegar þeir hafa fengið tækifæri í stjórastólnum. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
Enski boltinn Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Sjá meira