FH-ingar óska eftir hjálp við að velja besta lið sögunnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. janúar 2024 16:00 Atli Guðnason er einn af bestu sonum FH og líklegur til að vera kosinn í liðið. Vísir/Daníel FH-ingar minnast þess í ár að þá verða tuttugu ár liðin frá fyrsta Íslandsmeistaratitli FH í meistaraflokki karla í fótbolta. FH varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn sumarið 2004 og vann síðan sjö Íslandsmeistaratitla til viðbótar frá 2005 til 2016. Þegar titilinn vannst fyrir tuttugu árum þá var FH búið að spila í efstu deild, með smá hléum, í næstum því þrjá áratugi. Sumarið 2004 þá tókst FH-ingum að ná í þann stóra og hefja um leið ótrúlega sigurgöngu sína. Meðal annars ætlar FH að halda upp á tímamótin með því að gefa aðdáendum kost á að velja sitt uppáhalds byrjunarlið úr sögu FH-liðsins. Ætlunin er að heiðra þá leikmenn sem hafa staðið vaktina frá stofnun félagsins. Aðdáendur FH, fjölmiðlar og knattspyrnuáhugafólk allt er hvatt til að taka þátt í kosningu um besta byrjunarlið félagsins. Kosinn er einn leikmaður í hverja stöðu og á kosningarsíðunni má sjá hvaða leikmenn eru tilnefndir. Nokkrir af leikmönnunum eru þó tilnefndir í fleiri en eina leikstöðu enda hafa margir fjölhæfir leikmenn spilað fyrir félagið. „Viltu stilla upp þínu uppáhalds liði frá árum áður? Eða viltu sjá Daða Lárusson senda langan bolta á Vidda Halldórs sem flikkar honum áfram á Atla Guðna? Valið er þitt!,“ segir í kynningu á kosningunni á heimasíðu FH-inga. Opnað hefur verið fyrir kosningu og fer hún fram á heimasíðu FH. Kosning stendur yfir til 1. mars og verður besta byrjunarliðið þá tilkynnt við hátíðlega athöfn. Öll sem taka þátt í að velja besta byrjunarliðið fara í pott og eiga möguleika á að vinna sér inn áritaða treyju af leikmönnum Meistaraflokks Karla. View this post on Instagram A post shared by Fimleikafélag Hafnarfjarðar (@fhingar) Besta deild karla FH Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Handbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira
FH varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn sumarið 2004 og vann síðan sjö Íslandsmeistaratitla til viðbótar frá 2005 til 2016. Þegar titilinn vannst fyrir tuttugu árum þá var FH búið að spila í efstu deild, með smá hléum, í næstum því þrjá áratugi. Sumarið 2004 þá tókst FH-ingum að ná í þann stóra og hefja um leið ótrúlega sigurgöngu sína. Meðal annars ætlar FH að halda upp á tímamótin með því að gefa aðdáendum kost á að velja sitt uppáhalds byrjunarlið úr sögu FH-liðsins. Ætlunin er að heiðra þá leikmenn sem hafa staðið vaktina frá stofnun félagsins. Aðdáendur FH, fjölmiðlar og knattspyrnuáhugafólk allt er hvatt til að taka þátt í kosningu um besta byrjunarlið félagsins. Kosinn er einn leikmaður í hverja stöðu og á kosningarsíðunni má sjá hvaða leikmenn eru tilnefndir. Nokkrir af leikmönnunum eru þó tilnefndir í fleiri en eina leikstöðu enda hafa margir fjölhæfir leikmenn spilað fyrir félagið. „Viltu stilla upp þínu uppáhalds liði frá árum áður? Eða viltu sjá Daða Lárusson senda langan bolta á Vidda Halldórs sem flikkar honum áfram á Atla Guðna? Valið er þitt!,“ segir í kynningu á kosningunni á heimasíðu FH-inga. Opnað hefur verið fyrir kosningu og fer hún fram á heimasíðu FH. Kosning stendur yfir til 1. mars og verður besta byrjunarliðið þá tilkynnt við hátíðlega athöfn. Öll sem taka þátt í að velja besta byrjunarliðið fara í pott og eiga möguleika á að vinna sér inn áritaða treyju af leikmönnum Meistaraflokks Karla. View this post on Instagram A post shared by Fimleikafélag Hafnarfjarðar (@fhingar)
Besta deild karla FH Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Handbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira