„Ég er í hálfgerðu sjokki og átti ekki von á þessu“ Magnús Jochum Pálsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 5. janúar 2024 20:28 Snorri sem hefur kennt ungbarnasund í Skálatúni í rúm 30 ár var enn í hálfgerðu sjokki þegar fréttamaður ræddi við hann. Stöð 2 Ákveðið hefur verið að loka sundlauginni í Skálatúni til frambúðar vegna ástands hennar. Hið vinsæla ungbarnasund Snorra er því í lausu lofti og segir Snorri ákvörðunina hafa komið sér í opna skjöldu. Hann tími samt ekki að hætta alveg strax. Sundlauginni var lokað í morgun en í henni hafa rúmlega átta þúsund börn lært ungbarnasund hjá Snorra Magnússyni, ungbarnasundkennara. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var rætt við Snorra sem var í miklu uppnámi yfir ákvörðuninni. Hvers vegna var lauginni lokað? „Stóridómur féll. Það komu matsmenn hérna út af eignaskiptum á umhverfinu hérna og skoðuðu eignir. Sundlaugin fékk þann stranga dóm að hún væri ónýt,“ sagði Snorri. Það er alltaf biðlisti hjá þér, 35 prósent foreldra vilja fara með börnin sín í ungbarnasund. Hvað ætlarðu að gera í framhaldinu? „Ég ætla aðeins að leyfa rykinu að setjast. Ég er búinn að mæta hérna sex daga í viku í 33 ár. Hef verið með sautján hópa gangandi, börnin hafa mætt tvisvar í viku, í hverjum hóp eru tólf-þréttán börn. Ég bara veit það ekki. Ég er í hálfgerðu sjokki og átti ekki von á þessu,“ sagði Snorri. Tímir ekki að hætta alveg strax Snorri segist þegar hafa fengið tvö skemmtileg tilboð og hann tími sjálfur ekki að hætta alveg strax. Það er væntanlega afar hollt að vera með börn í ungbarnasundi? „Bæði hollt og skemmtilegt, tilgangur og markmið er fyrst og fremst að hafa skemmtilegt, tengslamyndun milli barns og foreldra, vinna með styrk og samhæfingu, vinna með söng og hljóðfall og hafa gaman,“ sagði Snorri og beygði af þegar hann sagði „Ég átti von á fólki í morgun og ég átti von á fólki á morgun. Það verður bara ekki.“ Ertu búin að fá einhver tilboð frá öðrum sundlaugum? „Ég fékk skemmtilega símhringingu í dag sem ég ætla að skoða, svo fékk ég ein skilaboð sem ég ætla líka að skoða. Ég tími ekki alveg strax að hætta. Það hefur svo margt skemmtilegt og gefandi orðið til hérna og mig langar að athuga hvort hægt sé að færa yfir á aðrar laugar,“ sagði Snorri. „Þetta er reyndar besta laug í heimi, hún er bara svoleiðis,“ sagði hann að lokum. Börn og uppeldi Mosfellsbær Sundlaugar Tengdar fréttir Burðarvirki sundlaugarinnar ótraust: „Afar þungbær ákvörðun“ Framkvæmdastjóri Skálatúns, sjálfseignarstofnunar í þágu barna, ungmenna og fjölskyldna, sem tók við eignarhaldi fasteigna í landi Skálatúns í Mosfellsbæ, segir ákvörðun um að loka sundlaug svæðisins hafa verið afar þungbæra. 5. janúar 2024 17:16 Sundlauginni lokað og ungbarnasund Snorra í lausu lofti Ákveðið hefur verið að loka sundlauginni í Skálatúni í Mosfellsbæ til frambúðar vegna ástands hennar. Það þýðir að hið vinsæla ungbarnasund Snorra Magnússonar er í lausu lofti. 5. janúar 2024 15:10 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Sjá meira
Sundlauginni var lokað í morgun en í henni hafa rúmlega átta þúsund börn lært ungbarnasund hjá Snorra Magnússyni, ungbarnasundkennara. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var rætt við Snorra sem var í miklu uppnámi yfir ákvörðuninni. Hvers vegna var lauginni lokað? „Stóridómur féll. Það komu matsmenn hérna út af eignaskiptum á umhverfinu hérna og skoðuðu eignir. Sundlaugin fékk þann stranga dóm að hún væri ónýt,“ sagði Snorri. Það er alltaf biðlisti hjá þér, 35 prósent foreldra vilja fara með börnin sín í ungbarnasund. Hvað ætlarðu að gera í framhaldinu? „Ég ætla aðeins að leyfa rykinu að setjast. Ég er búinn að mæta hérna sex daga í viku í 33 ár. Hef verið með sautján hópa gangandi, börnin hafa mætt tvisvar í viku, í hverjum hóp eru tólf-þréttán börn. Ég bara veit það ekki. Ég er í hálfgerðu sjokki og átti ekki von á þessu,“ sagði Snorri. Tímir ekki að hætta alveg strax Snorri segist þegar hafa fengið tvö skemmtileg tilboð og hann tími sjálfur ekki að hætta alveg strax. Það er væntanlega afar hollt að vera með börn í ungbarnasundi? „Bæði hollt og skemmtilegt, tilgangur og markmið er fyrst og fremst að hafa skemmtilegt, tengslamyndun milli barns og foreldra, vinna með styrk og samhæfingu, vinna með söng og hljóðfall og hafa gaman,“ sagði Snorri og beygði af þegar hann sagði „Ég átti von á fólki í morgun og ég átti von á fólki á morgun. Það verður bara ekki.“ Ertu búin að fá einhver tilboð frá öðrum sundlaugum? „Ég fékk skemmtilega símhringingu í dag sem ég ætla að skoða, svo fékk ég ein skilaboð sem ég ætla líka að skoða. Ég tími ekki alveg strax að hætta. Það hefur svo margt skemmtilegt og gefandi orðið til hérna og mig langar að athuga hvort hægt sé að færa yfir á aðrar laugar,“ sagði Snorri. „Þetta er reyndar besta laug í heimi, hún er bara svoleiðis,“ sagði hann að lokum.
Börn og uppeldi Mosfellsbær Sundlaugar Tengdar fréttir Burðarvirki sundlaugarinnar ótraust: „Afar þungbær ákvörðun“ Framkvæmdastjóri Skálatúns, sjálfseignarstofnunar í þágu barna, ungmenna og fjölskyldna, sem tók við eignarhaldi fasteigna í landi Skálatúns í Mosfellsbæ, segir ákvörðun um að loka sundlaug svæðisins hafa verið afar þungbæra. 5. janúar 2024 17:16 Sundlauginni lokað og ungbarnasund Snorra í lausu lofti Ákveðið hefur verið að loka sundlauginni í Skálatúni í Mosfellsbæ til frambúðar vegna ástands hennar. Það þýðir að hið vinsæla ungbarnasund Snorra Magnússonar er í lausu lofti. 5. janúar 2024 15:10 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Sjá meira
Burðarvirki sundlaugarinnar ótraust: „Afar þungbær ákvörðun“ Framkvæmdastjóri Skálatúns, sjálfseignarstofnunar í þágu barna, ungmenna og fjölskyldna, sem tók við eignarhaldi fasteigna í landi Skálatúns í Mosfellsbæ, segir ákvörðun um að loka sundlaug svæðisins hafa verið afar þungbæra. 5. janúar 2024 17:16
Sundlauginni lokað og ungbarnasund Snorra í lausu lofti Ákveðið hefur verið að loka sundlauginni í Skálatúni í Mosfellsbæ til frambúðar vegna ástands hennar. Það þýðir að hið vinsæla ungbarnasund Snorra Magnússonar er í lausu lofti. 5. janúar 2024 15:10