Forystukindin Mæja og mandarínurnar hennar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. janúar 2024 20:04 Vinkonurnar, Ólöf Helga Haraldsdóttir á Eyrarbakka og Erna Gísladóttir fjárbændur á Eyrarbakka, ásamt kindinni Mæju. Magnús Hlynur Hreiðarsson Forystukindin Mæja á Eyrarbakka er engin venjuleg kind því það sem henni þykir best að borða eru mandarínur, helst með berkinum og svo er hún líka hrifin af allskonar grænmeti. Vinkonurnar Ólöf Helga og Erna eru saman með um 30 kindur á Eyrarbakka þar sem þær vinna verkin saman og hafa góðan félagsskap af hvor annarri og kindunum. Fallegar ljósmyndir eru uppi á veggjum í fjárhúsinu og meira að segja aðventuljós í einum glugganum. Ein kind vekur sérstaka athygli í húsinu en það er hún Mæja forystukind, sem elskar fátt meira en mandarínur. „Hún er orðin mandarínukerling, alveg elskar mandarínur. Þetta var í kringum fengitímann núna, þá var ég að maula á mandarínu og hún vildi endilega fá og hefur ekki stoppað síðan,” segir Ólöf Helga, eigandi Mæju. „Já, þetta er spés, ég hélt að ekkert dýr vildi borða mandarínu eða súra ávexti yfir höfuð, þannig að þetta er skemmtilegt,” segir Ólöf Helga hlægjandi. En hvernig karakter er Mæja? „Hún er mjög skrýtin kind, það er bara þannig. En mjög skemmtileg og hún er alveg með skemmtilegri kindum, sem ég hef átt um ævina og hef ég átt þær margar, hún er alveg í uppáhaldi,” segir Ólöf Helga. Mæja er sólgin í mandarínur og allskonar grænmeti.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hefur Erna séð kindur borða mandarínur? „Nei, þetta er fyrsta kindin, sem ég veit til þess að geri það.” Og þér finnst gaman af kindum og að stússast í þessu? „Já, mikið gaman, mjög mikið,” segir Erna. Og kindurnar hjá vinkonunum eru líka vitlausar í grænmeti með heyinu, sem þær fá en þar er blómkál og brokkolí í mestu uppáhaldi. Mæju finnst ekkert að því þó börkurinn sé á mandarínunum þegar hún borðar þær.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Landbúnaður Dýr Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira
Vinkonurnar Ólöf Helga og Erna eru saman með um 30 kindur á Eyrarbakka þar sem þær vinna verkin saman og hafa góðan félagsskap af hvor annarri og kindunum. Fallegar ljósmyndir eru uppi á veggjum í fjárhúsinu og meira að segja aðventuljós í einum glugganum. Ein kind vekur sérstaka athygli í húsinu en það er hún Mæja forystukind, sem elskar fátt meira en mandarínur. „Hún er orðin mandarínukerling, alveg elskar mandarínur. Þetta var í kringum fengitímann núna, þá var ég að maula á mandarínu og hún vildi endilega fá og hefur ekki stoppað síðan,” segir Ólöf Helga, eigandi Mæju. „Já, þetta er spés, ég hélt að ekkert dýr vildi borða mandarínu eða súra ávexti yfir höfuð, þannig að þetta er skemmtilegt,” segir Ólöf Helga hlægjandi. En hvernig karakter er Mæja? „Hún er mjög skrýtin kind, það er bara þannig. En mjög skemmtileg og hún er alveg með skemmtilegri kindum, sem ég hef átt um ævina og hef ég átt þær margar, hún er alveg í uppáhaldi,” segir Ólöf Helga. Mæja er sólgin í mandarínur og allskonar grænmeti.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hefur Erna séð kindur borða mandarínur? „Nei, þetta er fyrsta kindin, sem ég veit til þess að geri það.” Og þér finnst gaman af kindum og að stússast í þessu? „Já, mikið gaman, mjög mikið,” segir Erna. Og kindurnar hjá vinkonunum eru líka vitlausar í grænmeti með heyinu, sem þær fá en þar er blómkál og brokkolí í mestu uppáhaldi. Mæju finnst ekkert að því þó börkurinn sé á mandarínunum þegar hún borðar þær.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Landbúnaður Dýr Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira