Blikar tilkynntu í dag að Aron væri kominn heim í Breiðablik. Aron ætti að styrkja liðið mikið fram á völlinn enda eldfljótur og skapandi leikmaður.
Aron er 28 ára vængmaður sem hefur spilað undanfarin með sænska liðinu Sirius. Aron var með samning við sænska liðið til ársins 2025 en Breiðablik náði samkomulagi við Sirius.
Aron kom til Sirius árið 2021 og lék alls 60 leiki með liðinu í sænsku úrvalsdeildinni. Hann skoraði í þeim sex mörk og gaf fimm stoðsendingar.
Aron lék síðast hér heima með Valsmönnum sumarið 2020 og hjálpaði liðnu þá að verða Íslandsmeistari með sjö mörkum og sjö stoðsendingum.
Á árunum 2017 til 2019 lék hann með Blikum og var þá með 13 mörk og 15 stoðsendingar í 61 leik í efstu deild.
Aron Bjarnason í Breiðablik
— Breiðablik FC (@BreidablikFC) January 12, 2024
Velkominn heim pic.twitter.com/ruA2QefvxJ