Fjallað verður ítarlega um málið í kvöldfréttatíma Stöðvar 2 sem verður í opinni dagskrá á Stöð 2 og í beinu streymi á Vísi og Bylgjunni kl. 18:30.
Í fréttatímanum segir Kristín Ólafsdóttir fréttamaður okkar frá stöðunni við Grindavík en hún hefur verið rétt fyrir utan bæinn í allan dag. Rætt verður við viðbragðsaðila og íbúa bæjarins, meðal annars eiganda hússins sem var fyrst hrauninu að bráð. Segir hann óraunverulegt að fylgjast með húsinu sínu alelda í beinni útsendingu. Einnig verður rætt við Grindvíking sem gisti í bænum síðustu nótt og þurfti að flýja bæinn í rýmingu.
Bjarki Sigurðsson verður í beinni útsendingu frá Almannavörnum þar sem rætt verður við lykilaðila um stöðuna og næstu skref. Upplýsingafundur Almannavarna verður svo í beinni útsendingu strax á eftir íþróttafréttum, þar sem handboltinn verður að sjálfsögðu fyrirferðarmestur.
Fréttir á Stöð 2, kl. 18:30 í beinni og opinni dagskrá.