Ekki öruggt að senda fólk inn í bæinn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. janúar 2024 06:37 Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri almannavarna segir aðstæður í Grindavík ekki nógu öruggar til að senda þangað fólk. Vísir/Vilhelm Samskiptastjóri almannavarna segir ekki öruggt að senda fólk inn í Grindavík til að reyna að kæla hraunið sem þangað rennur. Hraunflæði úr syðri sprungunni, sem er nær bænum, virðist hafa minnkað talsvert í nótt. „Við vitum að við vitum ekki neitt. Þrátt fyrir að hægt hafi á sprungunni núna vitum við að það gæti verið tímabundið. En í myrkrinu virðist það vera þannig,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna. Innt eftir því hvort enn sé talinn möguleiki á að fleiri gossprungur opnist inni í bænum segir Hjördís möguleikann enn vera til staðar. „Mögulega er betra fyrir vísindafólkið okkar að svara því en það er þannig að bærinn er enn talinn of hættulegur til að vera í og við getum ekki svarað þessu fyrr en birtir og við erum komin með betri yfirsýn yfir aðstæður,“ segir hún. Hún segir vinnu við varnargarðana hafa haldið áfram í nótt með þeim tækjum sem bjargað var í gær og sú vinna muni halda áfram. Þá verður flogið yfir gosstöðvarnar eftir birtingu til að taka stöðuna. „Vinnan heldur áfram og tilgangurinn og markmiðið er að hraun renni ekki niður til Grindavíkur. Svo þurfum við bara að bíða þar til birtir og við heyrum í þeim sem eru að vinna þarna til að vita hvernig gengur,“ segir Hjördís. Umræða kviknaði á samfélagsmiðlum í gær um hvort ekki væri hægt að reyna að bjarga byggðinni með því að kæla hraunið. Slík aðferð var notuð í Heimaeyjargosinu árið 1973 þegar miklu magni af sjó var dælt úr höfninni og sprautað á hraunjaðarinn. „Að sjálfsögðu allt sem kemur til umræðu og allt sem við höfum verið að skoða síðustu ár en bærinn þykir ekki öruggur og því getum við ekki sett fólk inn í bæinn til að stoppa hraunrennsli eins og mögulega væri hægt að gera með því að kæla hraun. Bærinn sjálfur er ótryggur og því er það eitthvað sem þarf að skoða þegar dagurinn hefst. Að senda fólk inn í bæinn núna er ekki eitthvað sem við munum gera þar til við vitum að það er öruggt.“ Hjördís segir þetta sama gilda um björgun gæludýra og búfénaðar, sem situr fastur innan bæjarmarkanna. Ekki teljist öruggt að senda fólk inn í bæinn til að koma skepnunum til bjargar. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Almannavarnir Tengdar fréttir Vaktin: Syðri sprungan að gefa upp öndina Eldgos hófst norðan Grindavíkur, suðsuðaustan Hagafells, rétt fyrir klukkan átta í gærmorgun, sunnudag. Gosið kom úr sprungu sem var utan við varnargarða sem gerðir höfðu verið til að verja Grindavíkurbæ. 15. janúar 2024 04:17 Eldgosið tekið fyrir í heimspressunni Margir stærstu fjölmiðla heims hafa fjallað um eldgosið sem hófst norðan Grindavíkur í gærmorgun. 15. janúar 2024 02:30 Spurning hvort hraunið nemi staðar eða haldi hægt áfram Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að töluvert hafi dregið úr virkni syðri gossprungunnar, þeirrar sem er við bæjarmörk Grindavíkur. 15. janúar 2024 01:09 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Sjá meira
„Við vitum að við vitum ekki neitt. Þrátt fyrir að hægt hafi á sprungunni núna vitum við að það gæti verið tímabundið. En í myrkrinu virðist það vera þannig,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna. Innt eftir því hvort enn sé talinn möguleiki á að fleiri gossprungur opnist inni í bænum segir Hjördís möguleikann enn vera til staðar. „Mögulega er betra fyrir vísindafólkið okkar að svara því en það er þannig að bærinn er enn talinn of hættulegur til að vera í og við getum ekki svarað þessu fyrr en birtir og við erum komin með betri yfirsýn yfir aðstæður,“ segir hún. Hún segir vinnu við varnargarðana hafa haldið áfram í nótt með þeim tækjum sem bjargað var í gær og sú vinna muni halda áfram. Þá verður flogið yfir gosstöðvarnar eftir birtingu til að taka stöðuna. „Vinnan heldur áfram og tilgangurinn og markmiðið er að hraun renni ekki niður til Grindavíkur. Svo þurfum við bara að bíða þar til birtir og við heyrum í þeim sem eru að vinna þarna til að vita hvernig gengur,“ segir Hjördís. Umræða kviknaði á samfélagsmiðlum í gær um hvort ekki væri hægt að reyna að bjarga byggðinni með því að kæla hraunið. Slík aðferð var notuð í Heimaeyjargosinu árið 1973 þegar miklu magni af sjó var dælt úr höfninni og sprautað á hraunjaðarinn. „Að sjálfsögðu allt sem kemur til umræðu og allt sem við höfum verið að skoða síðustu ár en bærinn þykir ekki öruggur og því getum við ekki sett fólk inn í bæinn til að stoppa hraunrennsli eins og mögulega væri hægt að gera með því að kæla hraun. Bærinn sjálfur er ótryggur og því er það eitthvað sem þarf að skoða þegar dagurinn hefst. Að senda fólk inn í bæinn núna er ekki eitthvað sem við munum gera þar til við vitum að það er öruggt.“ Hjördís segir þetta sama gilda um björgun gæludýra og búfénaðar, sem situr fastur innan bæjarmarkanna. Ekki teljist öruggt að senda fólk inn í bæinn til að koma skepnunum til bjargar.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Almannavarnir Tengdar fréttir Vaktin: Syðri sprungan að gefa upp öndina Eldgos hófst norðan Grindavíkur, suðsuðaustan Hagafells, rétt fyrir klukkan átta í gærmorgun, sunnudag. Gosið kom úr sprungu sem var utan við varnargarða sem gerðir höfðu verið til að verja Grindavíkurbæ. 15. janúar 2024 04:17 Eldgosið tekið fyrir í heimspressunni Margir stærstu fjölmiðla heims hafa fjallað um eldgosið sem hófst norðan Grindavíkur í gærmorgun. 15. janúar 2024 02:30 Spurning hvort hraunið nemi staðar eða haldi hægt áfram Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að töluvert hafi dregið úr virkni syðri gossprungunnar, þeirrar sem er við bæjarmörk Grindavíkur. 15. janúar 2024 01:09 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Sjá meira
Vaktin: Syðri sprungan að gefa upp öndina Eldgos hófst norðan Grindavíkur, suðsuðaustan Hagafells, rétt fyrir klukkan átta í gærmorgun, sunnudag. Gosið kom úr sprungu sem var utan við varnargarða sem gerðir höfðu verið til að verja Grindavíkurbæ. 15. janúar 2024 04:17
Eldgosið tekið fyrir í heimspressunni Margir stærstu fjölmiðla heims hafa fjallað um eldgosið sem hófst norðan Grindavíkur í gærmorgun. 15. janúar 2024 02:30
Spurning hvort hraunið nemi staðar eða haldi hægt áfram Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að töluvert hafi dregið úr virkni syðri gossprungunnar, þeirrar sem er við bæjarmörk Grindavíkur. 15. janúar 2024 01:09
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent