Umbi skammar Vinnumálastofnun Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. janúar 2024 23:00 Dráttur Vinnumálastofnunar á málunum var ekki í samræmi við málshraðareglu stjórnsýslulaga. Vísir/Vilhelm Umboðsmaður Alþingis hefur atyrt Vinnumálastofnun fyrir seinagang við afgreiðslu fjölda beiðna um endurútreikning hlutabóta. Þetta kemur fram á vef Umboðsmanns, þar sem álit hans í málinu er tíundað. Þar segir að í febrúar 2022 hafi úrskurðarnefnd velferðarmála úrskurðað að óheimilt væri að skerða atvinnuleysisbætur vegna orlofs, orlofsuppbótar eða desemberuppbótar í þeim mánuði sem greiðslan var innt af hendi. „Í maí 2022 upplýsti Vinnumálastofnun þau sem höfðu fengið greiddar hlutabætur á árunum 2020 og 2021 um að þessi niðurstaða kynni að hafa áhrif á útreikning þeirra og hægt væri að óska eftir endurútreikningi. Í sama mánuði tók Vinnumálastofnun hins vegar í notkun tölvukerfi sem reyndist ekki duga til að framkvæma endurútreikningana. Fyrir vikið voru beiðnir þar að lútandi ekki afgreiddar fyrr en um það bil ári síðar,“ segir í útdrætti Umboðsmanns. Umboðsmaður vildi fá að vita, meðal annars, hvort nýja töluvkerfið hefði verið prófað áður en það var tekið í gagnið, hvert umfang tafanna væri sem orðið hafa á afgreiðslu mála vegna innleiðingar kerfisins og hvort eitthvað hefði verið því til fyrirstöðu að nota aðrar leiðir til að endurreikna bæturnar. Þrátt fyrir að hafa ítrekað síðustu spurninguna segir að Umboðsmaður hafi ekki fengið svar og því hafi tæplega 300 beiðnir um endurútreikning setið á hakanum. „Að áliti umboðsmanns var sá dráttur sem varð á afgreiðslu Vinnumálastofnunar í þessum málum ekki í samræmi við málshraðareglu stjórnsýslulaga. Einnig væri aðfinnsluvert að stofnunin hefði ekki afgreitt þær beiðnir sem að hennar mati var augljóst að uppfylltu ekki skilyrði fyrir endurútreikningi eða voru tilhæfulausar. Þá hefði Vinnumálastofnun borið að upplýsa um fyrirsjáanlegar tafir á afgreiðslu málanna, af hverju þær stöfuðu og hvenær mætti vænta niðurstöðu, en því var ekki sinnt,“ segir í útrdrættinum. Umboðsmaður Alþingis Stjórnsýsla Félagsmál Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Umboðsmanns, þar sem álit hans í málinu er tíundað. Þar segir að í febrúar 2022 hafi úrskurðarnefnd velferðarmála úrskurðað að óheimilt væri að skerða atvinnuleysisbætur vegna orlofs, orlofsuppbótar eða desemberuppbótar í þeim mánuði sem greiðslan var innt af hendi. „Í maí 2022 upplýsti Vinnumálastofnun þau sem höfðu fengið greiddar hlutabætur á árunum 2020 og 2021 um að þessi niðurstaða kynni að hafa áhrif á útreikning þeirra og hægt væri að óska eftir endurútreikningi. Í sama mánuði tók Vinnumálastofnun hins vegar í notkun tölvukerfi sem reyndist ekki duga til að framkvæma endurútreikningana. Fyrir vikið voru beiðnir þar að lútandi ekki afgreiddar fyrr en um það bil ári síðar,“ segir í útdrætti Umboðsmanns. Umboðsmaður vildi fá að vita, meðal annars, hvort nýja töluvkerfið hefði verið prófað áður en það var tekið í gagnið, hvert umfang tafanna væri sem orðið hafa á afgreiðslu mála vegna innleiðingar kerfisins og hvort eitthvað hefði verið því til fyrirstöðu að nota aðrar leiðir til að endurreikna bæturnar. Þrátt fyrir að hafa ítrekað síðustu spurninguna segir að Umboðsmaður hafi ekki fengið svar og því hafi tæplega 300 beiðnir um endurútreikning setið á hakanum. „Að áliti umboðsmanns var sá dráttur sem varð á afgreiðslu Vinnumálastofnunar í þessum málum ekki í samræmi við málshraðareglu stjórnsýslulaga. Einnig væri aðfinnsluvert að stofnunin hefði ekki afgreitt þær beiðnir sem að hennar mati var augljóst að uppfylltu ekki skilyrði fyrir endurútreikningi eða voru tilhæfulausar. Þá hefði Vinnumálastofnun borið að upplýsa um fyrirsjáanlegar tafir á afgreiðslu málanna, af hverju þær stöfuðu og hvenær mætti vænta niðurstöðu, en því var ekki sinnt,“ segir í útrdrættinum.
Umboðsmaður Alþingis Stjórnsýsla Félagsmál Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira