Vill þjálla nafn á hreppinn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. janúar 2024 13:40 Haraldur Þór Jónsson, sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps hefur samþykkt að kjósa um hvort breyta eigi nafni sveitarfélagsins, og hvert nýtt nafn ætti að vera. Sveitarstjóri telur að nýrra nafn verði að vera þjálla. Þetta kemur fram í fundargerð sveitarstjórnarinnar frá 10. janúar síðastliðnum. Þar kemur fram að Haraldur Þór Jónsson sveitarstjóri telji mikilvægt að breyta nafni sveitarfélagsins, og að nýtt nafn beri sterkari tengingu til staðsetningar sveitarfélagsins á Íslandi, sé þjálla í notkun og gegni mikilvægu hlutverki í því að skapa ímynd sveitarfélagsins til framtíðar. „Að því gefnu leggur sveitarstjóri til að kosið verði um hvort halda eigi núverandi nafni Skeiða- og Gnúpverjahreppur eða hvort breyta eigi nafni sveitarfélagsins. Kosið verði samhliða forsetakosningum 1. júní 2024,“ segir í fundargerðinni. Þar segir að sveitarstjórn telji mikilvægt að góð umfræða fari fram um mögulega nafnabreytingu, og forsendur hennar. Sveitarstjóra var því falið að boða til íbúafundar í mars, þar sem málið yrði kynnt og rætt. Samþykkt var með fjórum atkvæðum af fimm að kosið yrði um mögulega nafnabreytingu, og hvert nýtt nafn ætti þá að vera. Kosningar færu fram samhliða forsetakosningum 1. júní 2024. Gunnar Örn Marteinsson sveitarstjórnarfulltrúi sat hjá við afgreiðslu tillögunnar. „Ég sé ekki ástæðu til að breyta um nafn á sveitarfélaginu, verði farið í þá vegferð tel ég að óska eigi eftir hugmyndum að nafni og síðan verði valdar tvær eða þrjár hugmyndir og kosið um þær,“ segir í bókun sem Gunnar lagði fram við þetta tilefni. Skeiðahreppur og Gnúpverjahreppur sameinuðust undir nafninu Skeiða- og Gnúpverjahreppur vorið 2002. Kosið var um nýtt nafn á hreppinn árið 2016 og hlaut þá nafnið Skeiða- og Gnúpverjahreppur 53,11 prósent greiddra atkvæða. Þjórsárhreppur hlaut næstflest atkvæða, og Þjórsársveit þriðju flest. Skeiða- og Gnúpverjahreppur Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Þetta kemur fram í fundargerð sveitarstjórnarinnar frá 10. janúar síðastliðnum. Þar kemur fram að Haraldur Þór Jónsson sveitarstjóri telji mikilvægt að breyta nafni sveitarfélagsins, og að nýtt nafn beri sterkari tengingu til staðsetningar sveitarfélagsins á Íslandi, sé þjálla í notkun og gegni mikilvægu hlutverki í því að skapa ímynd sveitarfélagsins til framtíðar. „Að því gefnu leggur sveitarstjóri til að kosið verði um hvort halda eigi núverandi nafni Skeiða- og Gnúpverjahreppur eða hvort breyta eigi nafni sveitarfélagsins. Kosið verði samhliða forsetakosningum 1. júní 2024,“ segir í fundargerðinni. Þar segir að sveitarstjórn telji mikilvægt að góð umfræða fari fram um mögulega nafnabreytingu, og forsendur hennar. Sveitarstjóra var því falið að boða til íbúafundar í mars, þar sem málið yrði kynnt og rætt. Samþykkt var með fjórum atkvæðum af fimm að kosið yrði um mögulega nafnabreytingu, og hvert nýtt nafn ætti þá að vera. Kosningar færu fram samhliða forsetakosningum 1. júní 2024. Gunnar Örn Marteinsson sveitarstjórnarfulltrúi sat hjá við afgreiðslu tillögunnar. „Ég sé ekki ástæðu til að breyta um nafn á sveitarfélaginu, verði farið í þá vegferð tel ég að óska eigi eftir hugmyndum að nafni og síðan verði valdar tvær eða þrjár hugmyndir og kosið um þær,“ segir í bókun sem Gunnar lagði fram við þetta tilefni. Skeiðahreppur og Gnúpverjahreppur sameinuðust undir nafninu Skeiða- og Gnúpverjahreppur vorið 2002. Kosið var um nýtt nafn á hreppinn árið 2016 og hlaut þá nafnið Skeiða- og Gnúpverjahreppur 53,11 prósent greiddra atkvæða. Þjórsárhreppur hlaut næstflest atkvæða, og Þjórsársveit þriðju flest.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira