Verbúðarstemning hjá Pálma Gunnarssyni Jónas Sen skrifar 22. janúar 2024 09:50 Tónleikar í Bæjarbíói föstudaginn 19. janúar Jónas Sen Tónlist er eins og tímavél. Ótrúlegt er hve lag sem maður hlustaði á á ákveðnu skeiði, og heyrir svo aftur að einhverjum tíma liðnum, getur kallað fram sterkar tilfinningar sem tengjast þessu tímabili. Það er eins og ormagöng opnist og sogi mann aftur í tímann. Einhvern veginn svona var tilfinningin á tónleikum Pálma Gunnarssonar í Bæjarbíói á föstudagskvöldið. Lögin á dagskránni voru flest gamlir hittarar á borð við Þitt fyrsta bros, Ég er á leiðinni og Þorparinn. Stemningin var svipuð og í hinni frábæru sjónvarpsþáttaröð, Verbúðinni á RÚV. Hún náði svo vel að fanga andrúmsloftið í þjóðfélaginu á árum áður. Tónleikarnir gerðu það líka. Sum laganna þar eru orðin órjúfanlegur hluti af þjóðarsálinni, ódauðlegar perlur. Villandi texti En áður en ég fjalla um tónleikana sjálfa, verð ég að minnast aðeins á kynningartextann um tónleikana. Hann mátti lesa á heimasíðu Bæjarbíós, og líka á Tix.is, og var vægast sagt villandi. Þar stóð m.a.: „Pálmi gerir ekki mikið af því að koma fram einn en stígur nú á stokk og fer yfir glæsilega ferilinn sinn. Óhætt er að segja hér sé um einstakt tækifæri [að ræða] að heyra Pálma flytja öll sín bestu lög í mikilli nánd.“ Við þetta er ýmislegt að athuga. Ætla mætti að öll lögin á tónleikunum hafi verið eftir Pálma („öll sín lög...“) en svo var aldeilis ekki, þó hann hafi vissulega gert mörg laganna fræg. Aðeins tvö þeirra voru eftir hann sjálfan. Lögin þrjú sem sérstaklega voru tilgreind hér að ofan, voru t.d. ýmist eftir Magnús Eiríksson eða Gunnar Þórðarson. Pálmi kom ekki fram einn Svo stóð líka að Pálmi geri „ekki mikið af því að koma einn fram en stígur nú á stokk...“ Ha? Pálmi hefur vissulega mikinn sviðssjarma, og það er heillandi hljómur í röddinni hans sem allir ættu að kannast við. Hann getur hins vegar ekki flutt heila dagskrá án meðleiks. Hann er bara ekki þannig söngvari. Hljóðfæraleikararnir á tónleikunum voru ekki nefndir í umræddum texta; samt voru þeir bara fjórir. Auðvitað var átt við að Pálmi væri eini söngvarinn á tónleikunum. Engu að síður var þetta synd, því hljóðfæraleikurinn var frábær. Hann var í höndunum á Helga Reyni Jónssyni, Pétri Valgarði Péturssyni, Magnúsi Erni Magnússyni og Þóri Úlfarssyni. Spileríið var afskaplega fagmannlegt, og mörg sólóin, sérstaklega hjá Pétri og Þóri, voru listileg, bæði lipur og grípandi. Spilamennskan var því miklu meira en bara einhver undirleikur. Gleðibankinn magnaður Mikið stuð var á tónleikunum. Þar var m.a. eitt frumflutt lag, sem að vísu hefur hljómað á netinu í einhverja mánuði núna. Það heitir Ég skal breyta heiminum, eftir Sigurð Helga Pálmason við texta eftir Braga Valdimar Skúlason. Þetta er frekar venjulegt lag, ekki mjög rismikið og kemst seint í sama flokk og ódauðlegu perlurnar fyrrgreindu. Eftir því sem á leið urðu fagnaðarlæti áheyrenda sífellt meiri, enda var tónlistin lífleg og flutningurinn líka. Sum lögin voru vissulega misgóð, en það er bara eins og gengur. Í Gleðibankanum, undir lok dagskrárinnar, stóð fólkið upp og byrjaði að dansa eins og enginn væri morgundagurinn. Gleðibankinn, sem er eftir Magnús Eiríksson, er frábært lag og það hefði átt skilið að komast lengra en bara í sextánda sætið í Evróvisjón árið 1986. Pálmi var einmitt einn af flytjendunum þá og þó að röddin sé orðin aðeins eldri, og hann þurfi stundum að berjast við að komast upp á háu tónana, hefur hún enn sama sjarmann og í denn. Hann söng a.m.k. ávallt frá hjartanu þarna um kvöldið. Í það heila voru þetta stórskemmtilegir tónleikar og öllum flytjendum til mikils sóma. Niðurstaða: Tónleikarnir voru vandaðir og nostalgían allsráðandi. Gagnrýni Jónasar Sen Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Einhvern veginn svona var tilfinningin á tónleikum Pálma Gunnarssonar í Bæjarbíói á föstudagskvöldið. Lögin á dagskránni voru flest gamlir hittarar á borð við Þitt fyrsta bros, Ég er á leiðinni og Þorparinn. Stemningin var svipuð og í hinni frábæru sjónvarpsþáttaröð, Verbúðinni á RÚV. Hún náði svo vel að fanga andrúmsloftið í þjóðfélaginu á árum áður. Tónleikarnir gerðu það líka. Sum laganna þar eru orðin órjúfanlegur hluti af þjóðarsálinni, ódauðlegar perlur. Villandi texti En áður en ég fjalla um tónleikana sjálfa, verð ég að minnast aðeins á kynningartextann um tónleikana. Hann mátti lesa á heimasíðu Bæjarbíós, og líka á Tix.is, og var vægast sagt villandi. Þar stóð m.a.: „Pálmi gerir ekki mikið af því að koma fram einn en stígur nú á stokk og fer yfir glæsilega ferilinn sinn. Óhætt er að segja hér sé um einstakt tækifæri [að ræða] að heyra Pálma flytja öll sín bestu lög í mikilli nánd.“ Við þetta er ýmislegt að athuga. Ætla mætti að öll lögin á tónleikunum hafi verið eftir Pálma („öll sín lög...“) en svo var aldeilis ekki, þó hann hafi vissulega gert mörg laganna fræg. Aðeins tvö þeirra voru eftir hann sjálfan. Lögin þrjú sem sérstaklega voru tilgreind hér að ofan, voru t.d. ýmist eftir Magnús Eiríksson eða Gunnar Þórðarson. Pálmi kom ekki fram einn Svo stóð líka að Pálmi geri „ekki mikið af því að koma einn fram en stígur nú á stokk...“ Ha? Pálmi hefur vissulega mikinn sviðssjarma, og það er heillandi hljómur í röddinni hans sem allir ættu að kannast við. Hann getur hins vegar ekki flutt heila dagskrá án meðleiks. Hann er bara ekki þannig söngvari. Hljóðfæraleikararnir á tónleikunum voru ekki nefndir í umræddum texta; samt voru þeir bara fjórir. Auðvitað var átt við að Pálmi væri eini söngvarinn á tónleikunum. Engu að síður var þetta synd, því hljóðfæraleikurinn var frábær. Hann var í höndunum á Helga Reyni Jónssyni, Pétri Valgarði Péturssyni, Magnúsi Erni Magnússyni og Þóri Úlfarssyni. Spileríið var afskaplega fagmannlegt, og mörg sólóin, sérstaklega hjá Pétri og Þóri, voru listileg, bæði lipur og grípandi. Spilamennskan var því miklu meira en bara einhver undirleikur. Gleðibankinn magnaður Mikið stuð var á tónleikunum. Þar var m.a. eitt frumflutt lag, sem að vísu hefur hljómað á netinu í einhverja mánuði núna. Það heitir Ég skal breyta heiminum, eftir Sigurð Helga Pálmason við texta eftir Braga Valdimar Skúlason. Þetta er frekar venjulegt lag, ekki mjög rismikið og kemst seint í sama flokk og ódauðlegu perlurnar fyrrgreindu. Eftir því sem á leið urðu fagnaðarlæti áheyrenda sífellt meiri, enda var tónlistin lífleg og flutningurinn líka. Sum lögin voru vissulega misgóð, en það er bara eins og gengur. Í Gleðibankanum, undir lok dagskrárinnar, stóð fólkið upp og byrjaði að dansa eins og enginn væri morgundagurinn. Gleðibankinn, sem er eftir Magnús Eiríksson, er frábært lag og það hefði átt skilið að komast lengra en bara í sextánda sætið í Evróvisjón árið 1986. Pálmi var einmitt einn af flytjendunum þá og þó að röddin sé orðin aðeins eldri, og hann þurfi stundum að berjast við að komast upp á háu tónana, hefur hún enn sama sjarmann og í denn. Hann söng a.m.k. ávallt frá hjartanu þarna um kvöldið. Í það heila voru þetta stórskemmtilegir tónleikar og öllum flytjendum til mikils sóma. Niðurstaða: Tónleikarnir voru vandaðir og nostalgían allsráðandi.
Gagnrýni Jónasar Sen Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira