Bubbi er nýjasti gestur hlaðvarpsins Stjörnuspeki undir stjórn Ásgeirs Kolbeinssonar, Heru Gísladóttur og Gunnlaugs Guðmundssonar stjörnuspekings. Í þættinum ræða þau um ástina, áföll í æsku og tilfinningalífið.

Pabbi var skrímsli
Í þættinum lýsir Bubbi pabba sínum sem skrímsli, og æðislegum manni.
„Fyrir mig, lítinn Bubba, að sjá hann drukkinn, sjá andlitsbreytingar, göngulagið og allt þetta. Svo var ég vitni að því að hann beitti mömmu miklu ofbeldi í eitt skipti þegar ég vaknaði við það,“ segir Bubbi sem var þá fimm eða sex ára gamall.
Hann rifjar upp aðstæðurnar og segist muna eftir lyktinni í kringum sig þar sem hann lá í rúminu, birtuna frá ljósastaurnum fyrir utan gluggann og snjónum.
„Það áfall fylgdi mér fram af ævinni. Þetta var rosalegt áfall að sjá hann berja mömmu,“ segir Bubbi.
Bubbi gaf út ljóðabókina, Öskraðu út í myrkrið, árið 2018 þar sem hann lýsir atburðarrásinni á myndrænan máta.
Viðtalið í heild sinni má nálgast hér að neðan.