Neitar Taylor Swift-hamstri og segir reikninginn hafa verið hakkaðan Magnús Jochum Pálsson skrifar 22. janúar 2024 22:12 Svo virðist sem einhver hafi hakkað sig inn á Twitter-aðgang Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar til að hæðast að prófessornum. Vísir/Vilhelm Hannes Hólmsteinn neitar því að hafa reynt að selja miða á tónleika Taylor Swift. Hins vegar hafi einhver óprúttinn aðili brotist inn á reikning hans á X (áður Twitter) sem skýri miðasöluna. DV greindu frá því að Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, hafi tvisvar sinnum auglýst Taylor Swift miða til sölu á samfélagsmiðlinum X á undanförnum dögum. Fyrst hafi hann þann 14. janúar síðastliðinn auglýst tvo miða til sölu á tónleika Taylor Swift í kanadísku stórborginni Vancouver sem fara fram í desember á næsta ári. Hann hafi síðan í nótt aftur auglýst tvo miða á Taylor Swift til sölu. Svo virðist hins vegar sem Hannes sé ekki þessi yfirlýsti Taylor Swift-aðdáandi sem hann virðist vera á X-inu. Hi, I m looking to sell 2 Taylor Swift tickets to Hard Rock Stadium, Miami FloridaI m selling the tickets close to the face value, you can send me a DM if interested— Hannes H. Gissurarson (@hannesgi) January 22, 2024 Kannaðist ekki við söngkonuna frægu Hannes brást við fréttaflutningi DV af tónleikamiðahamstrinu á Facebook í kvöld þar sem hann spurði hvernig í ósköpunum DV dytti í hug að hann væri að selja miða á tónleika Taylor Swift. „En það er hins vegar rétt, að einhver hefur brotist inn á Twitter-reikning minn (í desember síðastliðnum) og skipt um aðgangsorð, svo að ég kemst ekki inn á hann,“ segir hann í færslunni. Hann segist hafa margreynt að fá „Twitter eða X“ til að lagfæra það en það hafi ekki gengið og hann skilji ekki seinaganginn. „Ég vissi raunar ekki, hver Taylor Swift var, fyrr en ég sá þetta,“ skrifaði hann í lok færslunnar. Ef X-aðgangur Hannesar er skoðaður nánar má þar sjá stuðningsyfirlýsingar við Joe Biden, Bandaríkjaforseta, og deilingar á færslum sem gagnrýna eða gera lítið úr Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Þekkjandi hægrisinnaðar skoðanir Hannesar virðist eitthvað skakkt þar. Svo virðist sem einhver hafi hakkað sig inn á aðgang Hannesar til að hæðast að honum og láta sem hann hafi skoðanir sem séu í raun þveröfugar við það sem honum finnst. Auk þess að gagnrýna Trump og hylla Biden þá hefur aðgangurinn endurbirt margar færslur um sjálfstæði Skotlands og hvað Brexit voru mikil mistök. Netglæpir Netöryggi Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira
DV greindu frá því að Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, hafi tvisvar sinnum auglýst Taylor Swift miða til sölu á samfélagsmiðlinum X á undanförnum dögum. Fyrst hafi hann þann 14. janúar síðastliðinn auglýst tvo miða til sölu á tónleika Taylor Swift í kanadísku stórborginni Vancouver sem fara fram í desember á næsta ári. Hann hafi síðan í nótt aftur auglýst tvo miða á Taylor Swift til sölu. Svo virðist hins vegar sem Hannes sé ekki þessi yfirlýsti Taylor Swift-aðdáandi sem hann virðist vera á X-inu. Hi, I m looking to sell 2 Taylor Swift tickets to Hard Rock Stadium, Miami FloridaI m selling the tickets close to the face value, you can send me a DM if interested— Hannes H. Gissurarson (@hannesgi) January 22, 2024 Kannaðist ekki við söngkonuna frægu Hannes brást við fréttaflutningi DV af tónleikamiðahamstrinu á Facebook í kvöld þar sem hann spurði hvernig í ósköpunum DV dytti í hug að hann væri að selja miða á tónleika Taylor Swift. „En það er hins vegar rétt, að einhver hefur brotist inn á Twitter-reikning minn (í desember síðastliðnum) og skipt um aðgangsorð, svo að ég kemst ekki inn á hann,“ segir hann í færslunni. Hann segist hafa margreynt að fá „Twitter eða X“ til að lagfæra það en það hafi ekki gengið og hann skilji ekki seinaganginn. „Ég vissi raunar ekki, hver Taylor Swift var, fyrr en ég sá þetta,“ skrifaði hann í lok færslunnar. Ef X-aðgangur Hannesar er skoðaður nánar má þar sjá stuðningsyfirlýsingar við Joe Biden, Bandaríkjaforseta, og deilingar á færslum sem gagnrýna eða gera lítið úr Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Þekkjandi hægrisinnaðar skoðanir Hannesar virðist eitthvað skakkt þar. Svo virðist sem einhver hafi hakkað sig inn á aðgang Hannesar til að hæðast að honum og láta sem hann hafi skoðanir sem séu í raun þveröfugar við það sem honum finnst. Auk þess að gagnrýna Trump og hylla Biden þá hefur aðgangurinn endurbirt margar færslur um sjálfstæði Skotlands og hvað Brexit voru mikil mistök.
Netglæpir Netöryggi Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira