„Alveg sama hvað öðru fólki finnst um það“ Valur Páll Eiríksson skrifar 28. janúar 2024 08:01 Knattspyrnukonan Ólöf Sigríður Kristinsdóttir. Vísir/Hulda Margrét Ólöf Sigríður Kristinsdóttir samdi nýverið við Breiðablik og spilar með liðinu í Bestu deild kvenna næsta sumar. Hún nýtur lífsins í Harvard-háskóla og spilar þar með skólaliði fram á vor. Ólöf hefur farið mikinn með liði Þróttar undanfarin ár og fest sér sæti í landsliðshópi Íslands með framgöngu sinni. Samningur hennar rann út eftir síðustu leiktíð og hún elti fyrrum þjálfara sinn hjá Þrótti, Nik Chamberlain, til Breiðabliks. „Ég náttúrulega þekki Nik. Hann fór frá Þrótti yfir í Breiðablik. Svo þekki ég líka margar í liðinu, enda þrjár Blikastelpur hérna úti með mér í skóla. Það kemur pressa úr öllum áttum,“ segir Ólöf og hlær. „Mér fannst þetta bara vera rétta skrefið fyrir mig.“ Blikastelpurnar þrjár sem Ólöf nefnir eru þær Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, Hildur Þóra Hákonardóttir og Írena Héðinsdóttir Gonzalez. Þær hafi hvatt Ólöfu til að vera liðsfélagar sinn á Íslandi samhliða skólaliðinu vestanhafs. „Nik heyrði aðeins í þeim og hvatti þær til að pota í mig. En samt er þetta alltaf mín eigin ákvörðun. Mér er eiginlega alveg sama hvað öðru fólki finnst um það. Ef það er rétt ákvörðun fyrir mig þá tek ég hana.“ Valdi Blika fram yfir uppeldisfélagið Ólöf er uppalin hjá Val sem vildu fá hana á Hlíðarenda og hún fundaði með félaginu í vetur. Hún valdi Breiðablik hins vegar fram yfir uppeldisfélagið. „Mest bara af því að ég þekki Nik aðeins betur en þjálfarateymið hjá Val, þó ég þekki þau alveg eitthvað, þá veit ég meira hverju ég á að búast við. Það er erfið staða að koma inn í mitt tímabil og fara svo líka á því miðju. Mér fannst það betra að vita hverju maður ætti að búast við.“ Lærir oft meira af samnemendum en kennurum Ólöf kemur nefnilega seint til leiks í sumar og fer snemma aftur út í Harvard-háskóla hvar hún er á fótboltastyrk. Hún kveðst njóta sín vel í skólanum og það breikki sjóndeildarhringinn að fara í nám erlendis. „Þetta er svo rosalega fjölbreytt. Það er fólk úr öllum áttum með allskonar bakgrunn. Þannig ég held að skólinn sjálfur sé svipaður mörgum öðrum skólum en fólkið hérna er mjög áhugavert og það er mjög skemmtilegt að fá tækifæri að kynnast því.“ „Ég myndi segja að fullt af fólki hérna kenni manni alveg meira en kennararnir.“ Bætingin undir henni sjálfri komin Fótboltinn sé þá öðruvísi vestanhafs. Ólöf segir lærdómsríkt að vinna með aðrar áherslur. „Hann er öðruvísi heldur en heima. Mér finnst ákefðin vera mikil og mikið lagt upp úr því að vera í góðu formi. Það er aðeins minna lagt upp úr taktík og svoleiðis sem er skemmtileg tilbreyting. Þegar maður kemur heim til Nik er taktík númer 1, 2 og 3.“ „Ég get klárlega bætt mig hérna. Það er alveg 100 prósent. Ég held það sé líka undir manni sjálfum komið hvað maður vilji gera með það sem er í boði hérna.“ Viðtalið við Ólöfu má sjá í spilaranum að ofan. Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Fleiri fréttir Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Sjá meira
Ólöf hefur farið mikinn með liði Þróttar undanfarin ár og fest sér sæti í landsliðshópi Íslands með framgöngu sinni. Samningur hennar rann út eftir síðustu leiktíð og hún elti fyrrum þjálfara sinn hjá Þrótti, Nik Chamberlain, til Breiðabliks. „Ég náttúrulega þekki Nik. Hann fór frá Þrótti yfir í Breiðablik. Svo þekki ég líka margar í liðinu, enda þrjár Blikastelpur hérna úti með mér í skóla. Það kemur pressa úr öllum áttum,“ segir Ólöf og hlær. „Mér fannst þetta bara vera rétta skrefið fyrir mig.“ Blikastelpurnar þrjár sem Ólöf nefnir eru þær Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, Hildur Þóra Hákonardóttir og Írena Héðinsdóttir Gonzalez. Þær hafi hvatt Ólöfu til að vera liðsfélagar sinn á Íslandi samhliða skólaliðinu vestanhafs. „Nik heyrði aðeins í þeim og hvatti þær til að pota í mig. En samt er þetta alltaf mín eigin ákvörðun. Mér er eiginlega alveg sama hvað öðru fólki finnst um það. Ef það er rétt ákvörðun fyrir mig þá tek ég hana.“ Valdi Blika fram yfir uppeldisfélagið Ólöf er uppalin hjá Val sem vildu fá hana á Hlíðarenda og hún fundaði með félaginu í vetur. Hún valdi Breiðablik hins vegar fram yfir uppeldisfélagið. „Mest bara af því að ég þekki Nik aðeins betur en þjálfarateymið hjá Val, þó ég þekki þau alveg eitthvað, þá veit ég meira hverju ég á að búast við. Það er erfið staða að koma inn í mitt tímabil og fara svo líka á því miðju. Mér fannst það betra að vita hverju maður ætti að búast við.“ Lærir oft meira af samnemendum en kennurum Ólöf kemur nefnilega seint til leiks í sumar og fer snemma aftur út í Harvard-háskóla hvar hún er á fótboltastyrk. Hún kveðst njóta sín vel í skólanum og það breikki sjóndeildarhringinn að fara í nám erlendis. „Þetta er svo rosalega fjölbreytt. Það er fólk úr öllum áttum með allskonar bakgrunn. Þannig ég held að skólinn sjálfur sé svipaður mörgum öðrum skólum en fólkið hérna er mjög áhugavert og það er mjög skemmtilegt að fá tækifæri að kynnast því.“ „Ég myndi segja að fullt af fólki hérna kenni manni alveg meira en kennararnir.“ Bætingin undir henni sjálfri komin Fótboltinn sé þá öðruvísi vestanhafs. Ólöf segir lærdómsríkt að vinna með aðrar áherslur. „Hann er öðruvísi heldur en heima. Mér finnst ákefðin vera mikil og mikið lagt upp úr því að vera í góðu formi. Það er aðeins minna lagt upp úr taktík og svoleiðis sem er skemmtileg tilbreyting. Þegar maður kemur heim til Nik er taktík númer 1, 2 og 3.“ „Ég get klárlega bætt mig hérna. Það er alveg 100 prósent. Ég held það sé líka undir manni sjálfum komið hvað maður vilji gera með það sem er í boði hérna.“ Viðtalið við Ólöfu má sjá í spilaranum að ofan.
Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Fleiri fréttir Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Sjá meira