Við sýnum frá fundinum í kvöldfréttum okkar klukkan hálf sjö í kvöld. Þar ræðum við einnig við Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmann Pírata, um bráðabirgðaúrskurð Alþjóðadómstólsins.
Háskólamálaráðherra segir ótækt að innflytjendum með mikla menntun sé haldið í láglaunastörfum vegna þess að stjórnsýslan er of þung í vöfum. Við kynnum okkur fyrsta skrefið í átt að einfaldara leyfisveitingakerfi, sem ráðherra hefur kynnt.
Þá fjöllum við um miður góða færð sem var víða um land í dag, og kynnum okkur aðgerðir til að bjarga stofni sjaldgæfra nashyrninga frá útrýmingu.
Líkt og fyrri daginn er Magnús Hlynur á ferð og flugi um landið, en að þessu sinni kynnti hann sér gríðarlega hraða uppbyggingu á Laugarvatni.
Þetta og fleira til í kvöldfréttum Stöðvar 2 í beinni útsendingu klukkan hálf sjö á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar, og hér á Vísi.