Ívar Ingimars hættir í stjórn KSÍ og gagnrýnir ÍTF: Vill klippa á naflastrenginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2024 07:31 Ívar Ingimarsson í leik með Reading á móti Chelsea á Stamford Bridge í ensku úrvalsdeildinni. Getty/Mike Egerton Ívar Ingimarsson, stjórnarmaður KSÍ og fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur ákveðið að bjóða sig ekki áfram til stjórnunarstarfa fyrir Knattspyrnusamband Íslands. Fram undan er ársþing KSÍ og Ívar hefur verið í stjórn sambandsins undanfarin tvö ár. Ívar fer yfir ákvörðun sína og skoðanir á rekstri og framtíð sambandsins í pistli sem birtist á Vísi í morgun. Hann er meðal annars gagnrýninn á aðkomu Íslensks toppfótbolta, ÍTF, að stjórn sambandsins. Ívar bendir á það að allir nema einn komist í stjórn KSÍ með lýðræðislegri kosningu á ársþingi á hverju ári. Frá 2019 hefur fulltrúi ÍTF, Íslensks toppfótbolta, liða í tveimur efstu deildum karla og kvenna, fengið sjálfkrafa sæti í stjórn KSÍ. Allir nema einn lýðræðislega kosnir Ívari finnst það prinsipp mál að allir í stjórn KSÍ séu lýðræðislega kosnir á ársþingi KSÍ. Hann segir að hagsmunir og áherslur KSÍ og ÍTF skarist þar sem KSÍ er hagsmunasamtök allra en ÍTF er það ekki og í eðli sínu er fulltrúi ÍTF að vinna fyrir hagsmuni ÍTF innan stjórnar KSÍ. Það er að heyra að mikið hafi gengið á í þessum samskiptum í stjórnartíð Ívars. „Í fullkomnum heimi þar sem traust og góð samskipti eru höfð að leiðarljósi getur þetta gengið upp en þegar svo er ekki getur það gert starf stjórnar KSÍ mjög erfitt. Mín skoðun er því sú að það eigi að klippa á naflastreng KSÍ við ÍTF miðað við núverandi uppsetningu og að ÍTF eigi að standa á eigin fótum án þess að eiga sjálfvirkt sæti í stjórn KSÍ,“ skrifar Ívar en hann bendir á það að fulltrúa á vegum ÍTF sé sjálfsagt að bjóða sig fram til stjórnarkjörs og gott samstarf á ávallt að ríkja á milli ÍTF og KSÍ sem byggist á kurteisi og virðingu. Mikil vonbrigði að hlusta á aðila innan ÍTF „Það hafa verið mér mikil vonbrigði að hlusta á aðila innan ÍTF, skammast ítrekað út í KSÍ og flest sem þar fer fram. Uppbyggileg gagnrýni er af hinu góða, en ómálefnaleg gagnrýni, sem stenst ekki skoðun, er það ekki,“ skrifar Ívar. Ívar skrifar líka um komandi formannskjör sambandsins og bendir á það að þetta sé mikilvægt starf sem má líta á sem sameiningartákn fótboltans á Íslandi. „Þetta er aðili sem þarf að hafa góðan tíma til að vera í samskiptum við og heimsækja fótboltahreyfinguna út um allt land. Það er í mörg horn að líta og sá/sú sem sinnir starfinu hefur mikið um það að segja hvernig umhverfið í kringum fótboltann hér á landi er,“ skrifar Ívar. Hann kallar líka eftir faglegri umræðu í kosningabaráttunni. Kallar eftir góðri umræðu í formannsslagnum „Því er mikilvægt þegar skipt er um formann að það fari fram góð umræða um hvað viðkomandi formannsefni vilji leggja áherslu á í stóru málunum og hvernig hann/hún sér fyrir sér að ná þeim fram þannig að þegar formaður og ný stjórn hefja störf er ekkert sem kemur félögunum sérstaklega á óvart,“ skrifar Ívar. Það má lesa allan pistil Ívars hér fyrir neðan. KSÍ Tengdar fréttir Okkar KSÍ Ég var kosinn í stjórn KSÍ fyrir tveimur árum og er mjög þakklátur fyrir að fá það tækifæri og traust. Ég hef þó ákveðið að bjóða mig ekki fram á komandi þingi. 29. janúar 2024 07:00 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira
Ívar fer yfir ákvörðun sína og skoðanir á rekstri og framtíð sambandsins í pistli sem birtist á Vísi í morgun. Hann er meðal annars gagnrýninn á aðkomu Íslensks toppfótbolta, ÍTF, að stjórn sambandsins. Ívar bendir á það að allir nema einn komist í stjórn KSÍ með lýðræðislegri kosningu á ársþingi á hverju ári. Frá 2019 hefur fulltrúi ÍTF, Íslensks toppfótbolta, liða í tveimur efstu deildum karla og kvenna, fengið sjálfkrafa sæti í stjórn KSÍ. Allir nema einn lýðræðislega kosnir Ívari finnst það prinsipp mál að allir í stjórn KSÍ séu lýðræðislega kosnir á ársþingi KSÍ. Hann segir að hagsmunir og áherslur KSÍ og ÍTF skarist þar sem KSÍ er hagsmunasamtök allra en ÍTF er það ekki og í eðli sínu er fulltrúi ÍTF að vinna fyrir hagsmuni ÍTF innan stjórnar KSÍ. Það er að heyra að mikið hafi gengið á í þessum samskiptum í stjórnartíð Ívars. „Í fullkomnum heimi þar sem traust og góð samskipti eru höfð að leiðarljósi getur þetta gengið upp en þegar svo er ekki getur það gert starf stjórnar KSÍ mjög erfitt. Mín skoðun er því sú að það eigi að klippa á naflastreng KSÍ við ÍTF miðað við núverandi uppsetningu og að ÍTF eigi að standa á eigin fótum án þess að eiga sjálfvirkt sæti í stjórn KSÍ,“ skrifar Ívar en hann bendir á það að fulltrúa á vegum ÍTF sé sjálfsagt að bjóða sig fram til stjórnarkjörs og gott samstarf á ávallt að ríkja á milli ÍTF og KSÍ sem byggist á kurteisi og virðingu. Mikil vonbrigði að hlusta á aðila innan ÍTF „Það hafa verið mér mikil vonbrigði að hlusta á aðila innan ÍTF, skammast ítrekað út í KSÍ og flest sem þar fer fram. Uppbyggileg gagnrýni er af hinu góða, en ómálefnaleg gagnrýni, sem stenst ekki skoðun, er það ekki,“ skrifar Ívar. Ívar skrifar líka um komandi formannskjör sambandsins og bendir á það að þetta sé mikilvægt starf sem má líta á sem sameiningartákn fótboltans á Íslandi. „Þetta er aðili sem þarf að hafa góðan tíma til að vera í samskiptum við og heimsækja fótboltahreyfinguna út um allt land. Það er í mörg horn að líta og sá/sú sem sinnir starfinu hefur mikið um það að segja hvernig umhverfið í kringum fótboltann hér á landi er,“ skrifar Ívar. Hann kallar líka eftir faglegri umræðu í kosningabaráttunni. Kallar eftir góðri umræðu í formannsslagnum „Því er mikilvægt þegar skipt er um formann að það fari fram góð umræða um hvað viðkomandi formannsefni vilji leggja áherslu á í stóru málunum og hvernig hann/hún sér fyrir sér að ná þeim fram þannig að þegar formaður og ný stjórn hefja störf er ekkert sem kemur félögunum sérstaklega á óvart,“ skrifar Ívar. Það má lesa allan pistil Ívars hér fyrir neðan.
KSÍ Tengdar fréttir Okkar KSÍ Ég var kosinn í stjórn KSÍ fyrir tveimur árum og er mjög þakklátur fyrir að fá það tækifæri og traust. Ég hef þó ákveðið að bjóða mig ekki fram á komandi þingi. 29. janúar 2024 07:00 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira
Okkar KSÍ Ég var kosinn í stjórn KSÍ fyrir tveimur árum og er mjög þakklátur fyrir að fá það tækifæri og traust. Ég hef þó ákveðið að bjóða mig ekki fram á komandi þingi. 29. janúar 2024 07:00