Ívar Ingimars hættir í stjórn KSÍ og gagnrýnir ÍTF: Vill klippa á naflastrenginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2024 07:31 Ívar Ingimarsson í leik með Reading á móti Chelsea á Stamford Bridge í ensku úrvalsdeildinni. Getty/Mike Egerton Ívar Ingimarsson, stjórnarmaður KSÍ og fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur ákveðið að bjóða sig ekki áfram til stjórnunarstarfa fyrir Knattspyrnusamband Íslands. Fram undan er ársþing KSÍ og Ívar hefur verið í stjórn sambandsins undanfarin tvö ár. Ívar fer yfir ákvörðun sína og skoðanir á rekstri og framtíð sambandsins í pistli sem birtist á Vísi í morgun. Hann er meðal annars gagnrýninn á aðkomu Íslensks toppfótbolta, ÍTF, að stjórn sambandsins. Ívar bendir á það að allir nema einn komist í stjórn KSÍ með lýðræðislegri kosningu á ársþingi á hverju ári. Frá 2019 hefur fulltrúi ÍTF, Íslensks toppfótbolta, liða í tveimur efstu deildum karla og kvenna, fengið sjálfkrafa sæti í stjórn KSÍ. Allir nema einn lýðræðislega kosnir Ívari finnst það prinsipp mál að allir í stjórn KSÍ séu lýðræðislega kosnir á ársþingi KSÍ. Hann segir að hagsmunir og áherslur KSÍ og ÍTF skarist þar sem KSÍ er hagsmunasamtök allra en ÍTF er það ekki og í eðli sínu er fulltrúi ÍTF að vinna fyrir hagsmuni ÍTF innan stjórnar KSÍ. Það er að heyra að mikið hafi gengið á í þessum samskiptum í stjórnartíð Ívars. „Í fullkomnum heimi þar sem traust og góð samskipti eru höfð að leiðarljósi getur þetta gengið upp en þegar svo er ekki getur það gert starf stjórnar KSÍ mjög erfitt. Mín skoðun er því sú að það eigi að klippa á naflastreng KSÍ við ÍTF miðað við núverandi uppsetningu og að ÍTF eigi að standa á eigin fótum án þess að eiga sjálfvirkt sæti í stjórn KSÍ,“ skrifar Ívar en hann bendir á það að fulltrúa á vegum ÍTF sé sjálfsagt að bjóða sig fram til stjórnarkjörs og gott samstarf á ávallt að ríkja á milli ÍTF og KSÍ sem byggist á kurteisi og virðingu. Mikil vonbrigði að hlusta á aðila innan ÍTF „Það hafa verið mér mikil vonbrigði að hlusta á aðila innan ÍTF, skammast ítrekað út í KSÍ og flest sem þar fer fram. Uppbyggileg gagnrýni er af hinu góða, en ómálefnaleg gagnrýni, sem stenst ekki skoðun, er það ekki,“ skrifar Ívar. Ívar skrifar líka um komandi formannskjör sambandsins og bendir á það að þetta sé mikilvægt starf sem má líta á sem sameiningartákn fótboltans á Íslandi. „Þetta er aðili sem þarf að hafa góðan tíma til að vera í samskiptum við og heimsækja fótboltahreyfinguna út um allt land. Það er í mörg horn að líta og sá/sú sem sinnir starfinu hefur mikið um það að segja hvernig umhverfið í kringum fótboltann hér á landi er,“ skrifar Ívar. Hann kallar líka eftir faglegri umræðu í kosningabaráttunni. Kallar eftir góðri umræðu í formannsslagnum „Því er mikilvægt þegar skipt er um formann að það fari fram góð umræða um hvað viðkomandi formannsefni vilji leggja áherslu á í stóru málunum og hvernig hann/hún sér fyrir sér að ná þeim fram þannig að þegar formaður og ný stjórn hefja störf er ekkert sem kemur félögunum sérstaklega á óvart,“ skrifar Ívar. Það má lesa allan pistil Ívars hér fyrir neðan. KSÍ Tengdar fréttir Okkar KSÍ Ég var kosinn í stjórn KSÍ fyrir tveimur árum og er mjög þakklátur fyrir að fá það tækifæri og traust. Ég hef þó ákveðið að bjóða mig ekki fram á komandi þingi. 29. janúar 2024 07:00 Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Fleiri fréttir Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Sjá meira
Ívar fer yfir ákvörðun sína og skoðanir á rekstri og framtíð sambandsins í pistli sem birtist á Vísi í morgun. Hann er meðal annars gagnrýninn á aðkomu Íslensks toppfótbolta, ÍTF, að stjórn sambandsins. Ívar bendir á það að allir nema einn komist í stjórn KSÍ með lýðræðislegri kosningu á ársþingi á hverju ári. Frá 2019 hefur fulltrúi ÍTF, Íslensks toppfótbolta, liða í tveimur efstu deildum karla og kvenna, fengið sjálfkrafa sæti í stjórn KSÍ. Allir nema einn lýðræðislega kosnir Ívari finnst það prinsipp mál að allir í stjórn KSÍ séu lýðræðislega kosnir á ársþingi KSÍ. Hann segir að hagsmunir og áherslur KSÍ og ÍTF skarist þar sem KSÍ er hagsmunasamtök allra en ÍTF er það ekki og í eðli sínu er fulltrúi ÍTF að vinna fyrir hagsmuni ÍTF innan stjórnar KSÍ. Það er að heyra að mikið hafi gengið á í þessum samskiptum í stjórnartíð Ívars. „Í fullkomnum heimi þar sem traust og góð samskipti eru höfð að leiðarljósi getur þetta gengið upp en þegar svo er ekki getur það gert starf stjórnar KSÍ mjög erfitt. Mín skoðun er því sú að það eigi að klippa á naflastreng KSÍ við ÍTF miðað við núverandi uppsetningu og að ÍTF eigi að standa á eigin fótum án þess að eiga sjálfvirkt sæti í stjórn KSÍ,“ skrifar Ívar en hann bendir á það að fulltrúa á vegum ÍTF sé sjálfsagt að bjóða sig fram til stjórnarkjörs og gott samstarf á ávallt að ríkja á milli ÍTF og KSÍ sem byggist á kurteisi og virðingu. Mikil vonbrigði að hlusta á aðila innan ÍTF „Það hafa verið mér mikil vonbrigði að hlusta á aðila innan ÍTF, skammast ítrekað út í KSÍ og flest sem þar fer fram. Uppbyggileg gagnrýni er af hinu góða, en ómálefnaleg gagnrýni, sem stenst ekki skoðun, er það ekki,“ skrifar Ívar. Ívar skrifar líka um komandi formannskjör sambandsins og bendir á það að þetta sé mikilvægt starf sem má líta á sem sameiningartákn fótboltans á Íslandi. „Þetta er aðili sem þarf að hafa góðan tíma til að vera í samskiptum við og heimsækja fótboltahreyfinguna út um allt land. Það er í mörg horn að líta og sá/sú sem sinnir starfinu hefur mikið um það að segja hvernig umhverfið í kringum fótboltann hér á landi er,“ skrifar Ívar. Hann kallar líka eftir faglegri umræðu í kosningabaráttunni. Kallar eftir góðri umræðu í formannsslagnum „Því er mikilvægt þegar skipt er um formann að það fari fram góð umræða um hvað viðkomandi formannsefni vilji leggja áherslu á í stóru málunum og hvernig hann/hún sér fyrir sér að ná þeim fram þannig að þegar formaður og ný stjórn hefja störf er ekkert sem kemur félögunum sérstaklega á óvart,“ skrifar Ívar. Það má lesa allan pistil Ívars hér fyrir neðan.
KSÍ Tengdar fréttir Okkar KSÍ Ég var kosinn í stjórn KSÍ fyrir tveimur árum og er mjög þakklátur fyrir að fá það tækifæri og traust. Ég hef þó ákveðið að bjóða mig ekki fram á komandi þingi. 29. janúar 2024 07:00 Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Fleiri fréttir Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Sjá meira
Okkar KSÍ Ég var kosinn í stjórn KSÍ fyrir tveimur árum og er mjög þakklátur fyrir að fá það tækifæri og traust. Ég hef þó ákveðið að bjóða mig ekki fram á komandi þingi. 29. janúar 2024 07:00