Björn var nýkominn úr þyrluflugi með Landhelgisgæslunni yfir gosstöðvunum þegar fréttastofa náði af honum tali. Hann segir sprunguna norðar en gossprunguna sem opnaðist rétt utan Grindavíkur í janúar. Inntur eftir því hvort þetta gos verði eins og hin fyrri, þar sem það byrjar stórt og fjarar svo út segir hann:
„Já, það má gera ráð fyrir að þetta hegði sér svipað en svo hefur náttúran sýnt að hún á ýmislegt í pokahorninu og hegðar sér ekki alltaf eins.“
Fjallað var um það áður en eldgosið hófst að 9 milljón rúmkílómetrar af kviku hafi safnast upp í kvikuinnskotinu. Björn segir hafa safnast svipað upp fyrir síðasta gos.
„En síðan kemur kvikan einhvers staðar neðan frá en það er aldrei að vita nema það komi annað hvort meira eða minna en í síðasta gosi og 18. desember,“ segir Björn.
Nú renni hraun aðallega til austurs frá Grindavík þannig að sennilega muni það ekki renna þangað. Verið sé að huga að Grindavíkurvegi og görðunum sem eru það og hvort þurfi að loka veginum ef hraun fer að renna vestur með Stóra-Skógfelli, yfir veginn og í átt að görðunum við Svartsengi.
Hvernig er krafturinn í eldgosinu?
„Mjög svipaður og 18. desember, stærri en 14. janúar og hugsanlega minni heldur en í desember.“