„Alltaf jafn ónotalegt að sjá þetta“ Lovísa Arnardóttir skrifar 8. febrúar 2024 08:19 Páll Valur Björnsson, íbúi í Grindavík, segir Grindvíkinga vænta þess að verða borgaðir út. Vísir/Einar „Þetta er alltaf jafn ónotalegt að sjá þetta. Þetta virðist vera komið til að vera. Er núna einu sinni í mánuði,“ segir Páll Valur Björnsson íbúi í Grindavík um eldgosið sem hófst í morgun á Sundknúksgígaröðinni. Sprungan virðist ná frá Sundhnúk í suðri til austurenda Stóra-Skógarfells og hraun rennur til vesturs. „Ég sé bara bjarmann út um gluggann,“ segir Páll Valur sem býr núna í Þingholtunum í Reykjavík en þangað er hann búinn að flytja alla sína búslóð. „Við erum þannig búin að slíta naflastrenginn. Það er ekki búandi við þetta þarna suður frá. Því miður er það þannig.“ Hann segir marga á þeim vagni að það sé ekki hægt að búa við þessar aðstæður en að einnig sé kjarni af fólki sem enn ætli sér heim. „En mér sýnist þetta vera nákvæmlega eins og jarðvísindamenn hafa verið að segja. Að þetta muni standa í einhver ár. Þetta allavega lítur ekki vel út.“ Hann segir það ekki beint hafa verið óvænt að heyra um gosið í morgun. Atburðarásin virðist sú sama og í síðustu gosum. Það sé kvikusöfnun sem endi svo með eldgosi. Óvissan felist svo alltaf í því hvar það komi upp. Það verði svo áhugavert að þessu gosi loknu að sjá hvort að kvikusöfnunin hefst á ný. „En þetta er búið að vera gríðarlegt álag andlega. Maður verður að halda áfram, en þetta er búið að vera gríðarlega erfitt,“ segir Páll Valur. Bíða eftir niðurstöðu ríkisstjórnarinnar Hann starfar í Fisktækniskólanum í Grindavík sem hefur nú aðsetur í Sjávarklasanum á Granda í Reykjavík. Hann segir nemendur núna í verknámi en að hann fylgist vel með þeim. „Skólinn verður væntanlega starfræktur annara staðar. En konan mín er atvinnulaus. Hún var leikskólastjóri í leikskóla sem var flautaður af. Við erum bara að bíða eftir niðurstöðu ríkisstjórnarinnar og svo munum við hefja nýtt líf hér. Ég reikna fastlega með því,“ segir Páll Valur. Hann segir börnin í Reykjavík en þessi atburðarás hafi riðlað öllum þeirra plönum. Þau hjón hafi verið búin að plana að stækka húsið og flytja dóttur sína heim. Það hafi því öll framtíðarplön breyst. „Þetta er ofboðslegt högg en maður er svona að átta sig á því að þetta er raunveruleikinn. Nú er bara næsti kafli að hefjast hjá manni í lífinu.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Gera megi ráð fyrir að gosið hegði sér svipað og síðustu „Þetta leit út mjög svipað og eldgosið sem hófst 18. desember. Sprungan er ögn styttri en þá, hún er um þrír kílómetrar og hraunflæðið er mjög svipað og 18. desember. Aðdragandinn að þessu gosi var mjög skammur og það rennur til austurs og vesturs frá gossprungunni. Sennilega mun það renna norður með Stóra-Skógafelli,“ segir Björn Oddsson jarðeðlisfræðingur hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra í samtali við fréttastofu. 8. febrúar 2024 08:05 Sjáðu þegar sprungan opnaðist Gos hófst norðan Sýlingarfells á Reykjanesskaga klukkan 6:02 í morgun. Í vefmyndavél á vegum Vísis sést þegar sprungan opnaðist. 8. febrúar 2024 08:02 Staðsetning gossins ekki jafn ógnvekjandi og síðast Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs í Grindavík, frétti af eldgosinu í morgun frá syni sínum sem vinnur á Keflavíkurflugvelli. 8. febrúar 2024 07:51 Mest lesið Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
„Ég sé bara bjarmann út um gluggann,“ segir Páll Valur sem býr núna í Þingholtunum í Reykjavík en þangað er hann búinn að flytja alla sína búslóð. „Við erum þannig búin að slíta naflastrenginn. Það er ekki búandi við þetta þarna suður frá. Því miður er það þannig.“ Hann segir marga á þeim vagni að það sé ekki hægt að búa við þessar aðstæður en að einnig sé kjarni af fólki sem enn ætli sér heim. „En mér sýnist þetta vera nákvæmlega eins og jarðvísindamenn hafa verið að segja. Að þetta muni standa í einhver ár. Þetta allavega lítur ekki vel út.“ Hann segir það ekki beint hafa verið óvænt að heyra um gosið í morgun. Atburðarásin virðist sú sama og í síðustu gosum. Það sé kvikusöfnun sem endi svo með eldgosi. Óvissan felist svo alltaf í því hvar það komi upp. Það verði svo áhugavert að þessu gosi loknu að sjá hvort að kvikusöfnunin hefst á ný. „En þetta er búið að vera gríðarlegt álag andlega. Maður verður að halda áfram, en þetta er búið að vera gríðarlega erfitt,“ segir Páll Valur. Bíða eftir niðurstöðu ríkisstjórnarinnar Hann starfar í Fisktækniskólanum í Grindavík sem hefur nú aðsetur í Sjávarklasanum á Granda í Reykjavík. Hann segir nemendur núna í verknámi en að hann fylgist vel með þeim. „Skólinn verður væntanlega starfræktur annara staðar. En konan mín er atvinnulaus. Hún var leikskólastjóri í leikskóla sem var flautaður af. Við erum bara að bíða eftir niðurstöðu ríkisstjórnarinnar og svo munum við hefja nýtt líf hér. Ég reikna fastlega með því,“ segir Páll Valur. Hann segir börnin í Reykjavík en þessi atburðarás hafi riðlað öllum þeirra plönum. Þau hjón hafi verið búin að plana að stækka húsið og flytja dóttur sína heim. Það hafi því öll framtíðarplön breyst. „Þetta er ofboðslegt högg en maður er svona að átta sig á því að þetta er raunveruleikinn. Nú er bara næsti kafli að hefjast hjá manni í lífinu.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Gera megi ráð fyrir að gosið hegði sér svipað og síðustu „Þetta leit út mjög svipað og eldgosið sem hófst 18. desember. Sprungan er ögn styttri en þá, hún er um þrír kílómetrar og hraunflæðið er mjög svipað og 18. desember. Aðdragandinn að þessu gosi var mjög skammur og það rennur til austurs og vesturs frá gossprungunni. Sennilega mun það renna norður með Stóra-Skógafelli,“ segir Björn Oddsson jarðeðlisfræðingur hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra í samtali við fréttastofu. 8. febrúar 2024 08:05 Sjáðu þegar sprungan opnaðist Gos hófst norðan Sýlingarfells á Reykjanesskaga klukkan 6:02 í morgun. Í vefmyndavél á vegum Vísis sést þegar sprungan opnaðist. 8. febrúar 2024 08:02 Staðsetning gossins ekki jafn ógnvekjandi og síðast Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs í Grindavík, frétti af eldgosinu í morgun frá syni sínum sem vinnur á Keflavíkurflugvelli. 8. febrúar 2024 07:51 Mest lesið Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Gera megi ráð fyrir að gosið hegði sér svipað og síðustu „Þetta leit út mjög svipað og eldgosið sem hófst 18. desember. Sprungan er ögn styttri en þá, hún er um þrír kílómetrar og hraunflæðið er mjög svipað og 18. desember. Aðdragandinn að þessu gosi var mjög skammur og það rennur til austurs og vesturs frá gossprungunni. Sennilega mun það renna norður með Stóra-Skógafelli,“ segir Björn Oddsson jarðeðlisfræðingur hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra í samtali við fréttastofu. 8. febrúar 2024 08:05
Sjáðu þegar sprungan opnaðist Gos hófst norðan Sýlingarfells á Reykjanesskaga klukkan 6:02 í morgun. Í vefmyndavél á vegum Vísis sést þegar sprungan opnaðist. 8. febrúar 2024 08:02
Staðsetning gossins ekki jafn ógnvekjandi og síðast Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs í Grindavík, frétti af eldgosinu í morgun frá syni sínum sem vinnur á Keflavíkurflugvelli. 8. febrúar 2024 07:51