Allar líkur á að gosið sé í andarslitrunum Hólmfríður Gísladóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 9. febrúar 2024 12:00 Gosið er líklegast að klárast, að sögn náttúruvársérfræðings. Vísir/Arnar „Það virðist vera sem svo að þetta sé nú eiginlega bara dottið niður. Við höfum ekki séð neina kvikustrókavirkni síðan á milli 8 og 9 í morgun,“ segir Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvásérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Sigríður segir ekki þar með sagt að gosinu sé lokið; það geti vel verið að enn „gutli“ ofan í gígunum. En til þess að sjá það þyrfti að fljúga yfir. „En óróinn hefur líka alveg dottið niður og jarðskjálftavirknin er lítil sem engin. Þannig að það eru allar líkur á að þetta sé að fara að lognast útaf á næstunni,“ segir hún. En hvað með hraunrennslið? „Hrauntungan við hitavatnslögnina... ég held að hún hafi alveg verið stopp en það getur vel verið að það sé ennþá að byggjast upp hraun í hraunánni frá gígunum og það getur alveg tekið einhvern tíma að komast út í jaðrana og þá getur hraunið stækkað. Augljóslega er framleiðslan orðin miklu minni heldur en hún var í gær, þannig það mun ekki stækka eitthvað mikið myndi ég halda,“ svarar Sigríður. Verið sé að taka saman tölur og gögn en það er útlit fyrir að þetta gos sé engu að síður eitthvað stærra en gosið sem varð í janúar. Veðurstofa Íslands Meðal kvikuflæðið fyrstu sjö tímana 600 rúmmetrar á sekúndu Á vefsíðu Veðurstofunnar hefur nú verið birt ný færsla um stöðu mála, þar sem meðal annars er sagt frá því að gosóróinn hafi strax farið að minnka um hádegisbil í gær. Gosið hafði þá staðið yfir í um sex klukkustundir. „Tímabundnar hækkanir sáust á gosóróa í gærkvöldi en samhliða því jókst virkni í gígunum. Í nótt dró enn frekar úr virkni gossins en milli kl. 7 og 8 í morgun voru tvo gosop virk. Undanfarnar klukkustundir hefur ekki sést kvikustrókavirkni á vefmyndavélum en ekki er útilokað að enn sé virkni í gígunum. Samkvæmt bylgjuvíxlmynd hafi land í Svartsengi, norðvestan við Þorbjörn, sigið mest um tíu sentímetra þegar kvika hljóp þaðan í Sundhnúksgígaroðina. Samkvæmt líkönum samsvari þetta því að um 10 milljón rúmmetrar hafi streymt frá kvikusöfnunarsvæðinu undir Svartsengi þegar kvika hljóð þaðan og það gaus. „Undanfarin sólarhring hefur verið minniháttar skjálftavirkni á gossvæðinu. Um 40 skjálftar hafa mælst þar, allir um eða undir 1,0 að stærð. Mat á rúmmáli hraunsins sem rann frá því gos hófst, klukkan 6:02 þangað til 13:00 í gær (8. febrúar) er um 15 milljón rúmmetrar sem þýðir að meðal kvikuflæði fyrstu sjö klukkutímana í gosinu var um 600 rúmmetrar á sekúndu.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Sigríður segir ekki þar með sagt að gosinu sé lokið; það geti vel verið að enn „gutli“ ofan í gígunum. En til þess að sjá það þyrfti að fljúga yfir. „En óróinn hefur líka alveg dottið niður og jarðskjálftavirknin er lítil sem engin. Þannig að það eru allar líkur á að þetta sé að fara að lognast útaf á næstunni,“ segir hún. En hvað með hraunrennslið? „Hrauntungan við hitavatnslögnina... ég held að hún hafi alveg verið stopp en það getur vel verið að það sé ennþá að byggjast upp hraun í hraunánni frá gígunum og það getur alveg tekið einhvern tíma að komast út í jaðrana og þá getur hraunið stækkað. Augljóslega er framleiðslan orðin miklu minni heldur en hún var í gær, þannig það mun ekki stækka eitthvað mikið myndi ég halda,“ svarar Sigríður. Verið sé að taka saman tölur og gögn en það er útlit fyrir að þetta gos sé engu að síður eitthvað stærra en gosið sem varð í janúar. Veðurstofa Íslands Meðal kvikuflæðið fyrstu sjö tímana 600 rúmmetrar á sekúndu Á vefsíðu Veðurstofunnar hefur nú verið birt ný færsla um stöðu mála, þar sem meðal annars er sagt frá því að gosóróinn hafi strax farið að minnka um hádegisbil í gær. Gosið hafði þá staðið yfir í um sex klukkustundir. „Tímabundnar hækkanir sáust á gosóróa í gærkvöldi en samhliða því jókst virkni í gígunum. Í nótt dró enn frekar úr virkni gossins en milli kl. 7 og 8 í morgun voru tvo gosop virk. Undanfarnar klukkustundir hefur ekki sést kvikustrókavirkni á vefmyndavélum en ekki er útilokað að enn sé virkni í gígunum. Samkvæmt bylgjuvíxlmynd hafi land í Svartsengi, norðvestan við Þorbjörn, sigið mest um tíu sentímetra þegar kvika hljóp þaðan í Sundhnúksgígaroðina. Samkvæmt líkönum samsvari þetta því að um 10 milljón rúmmetrar hafi streymt frá kvikusöfnunarsvæðinu undir Svartsengi þegar kvika hljóð þaðan og það gaus. „Undanfarin sólarhring hefur verið minniháttar skjálftavirkni á gossvæðinu. Um 40 skjálftar hafa mælst þar, allir um eða undir 1,0 að stærð. Mat á rúmmáli hraunsins sem rann frá því gos hófst, klukkan 6:02 þangað til 13:00 í gær (8. febrúar) er um 15 milljón rúmmetrar sem þýðir að meðal kvikuflæði fyrstu sjö klukkutímana í gosinu var um 600 rúmmetrar á sekúndu.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði