Ingibjörg Sólrún kemur Kristrúnu til varnar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 17. febrúar 2024 22:32 Ingibjörg Sólrún segir jafnaðarmenn búa bæði yfir þeirri reynslu og þekkingu sem þarf til að móta heildstæða og mannúðlega stefnu í málefnum innflytjenda og hælisleitenda. vísir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, kemur Kristrúnu Frostadóttur, núverandi formanni, til varnar í pistli á Facebook. Kristrún hefur mátt sæta gagnrýni vegna ummæla hennar um málefni innflytjenda og hælisleitenda. Ingibjörg segir vangaveltur Kristrúnar almennar og að grunnstefið hafi verið sanngirni, mannúð og sjálfbærni. Töluverð umræða hefur skapast um málaflokkinn undanfarið, sér í lagi í kjölfar hlaðvarpsviðtals við Kristrúnu þar sem hún lýsti því, í stuttu máli, að núverandi hælisleitendakerfi væri ósanngjarnt og að Ísland þurfi að ganga í takt við aðrar Norðurlandaþjóðir hvað það varðar. Ummælin vöktu ýmiss konar viðbrögð. Pólitískir andstæðingar, líkt og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðherra buðu Kristrúnu „velkomna á vagninn“. Ummælin vöktu ekki jafn mikla lukku hjá öðru Samfylkingarfólki. Til að mynda skrifuðu samflokkskonur Kristrúnar, Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir varaþingmanns Samfylkingarinnar og Þorbjörg Þorvaldsdóttir formaður Samfylkingarinnar í Garðabæ, grein á Vísi þar sem þær segja allt tal um hámarksfjölda hælisleitenda ganga gegn jafnaðarstefnunni. Hefur þessari togstreitu verið lýst sem uppgjöri á milli „nýju og gömlu“ Samfylkingarinnar. Nú hefur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sem var formaður flokksins á árunum 2005-2009, komið Kristrúnu til varnar í Facebook-pistli. „Það var eins og við manninn mælt, hún var ekki fyrr búin að ljúka orðinu en einhverjir höfðu fundið það út að þarna hefði formaður Samfylkingarinnar mælt af munni fram alveg nýja og harðari stefnu í málefnum innflytjenda. Samt voru þetta bara almennar vangaveltur um ýmsar hliðar þessara mála þar sem grunnstefið var sanngirni, mannúð og sjálfbærni,“ segir Ingibjörg Sólrun og enn fremur: „Kristrún varpaði upp spurningunni: Hvað get ég raunsætt gert í málinu? Sem er auðvitað stóra spurningin sem stjórnmálin verða að spyrja og hafa djörfung og dug til að taka til umræðu. Það eru margar hliðar á þessu flókna máli og jafnaðarmenn búa bæði yfir þeirri reynslu og þekkingu sem þarf til að móta heildstæða og mannúðlega stefnu í málefnum innflytjenda og hælisleitenda. Látum ekki siga okkur hvert á annað,“ segir Ingibjörg Sólrún að lokum. Samfylkingin Hælisleitendur Innflytjendamál Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira
Töluverð umræða hefur skapast um málaflokkinn undanfarið, sér í lagi í kjölfar hlaðvarpsviðtals við Kristrúnu þar sem hún lýsti því, í stuttu máli, að núverandi hælisleitendakerfi væri ósanngjarnt og að Ísland þurfi að ganga í takt við aðrar Norðurlandaþjóðir hvað það varðar. Ummælin vöktu ýmiss konar viðbrögð. Pólitískir andstæðingar, líkt og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðherra buðu Kristrúnu „velkomna á vagninn“. Ummælin vöktu ekki jafn mikla lukku hjá öðru Samfylkingarfólki. Til að mynda skrifuðu samflokkskonur Kristrúnar, Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir varaþingmanns Samfylkingarinnar og Þorbjörg Þorvaldsdóttir formaður Samfylkingarinnar í Garðabæ, grein á Vísi þar sem þær segja allt tal um hámarksfjölda hælisleitenda ganga gegn jafnaðarstefnunni. Hefur þessari togstreitu verið lýst sem uppgjöri á milli „nýju og gömlu“ Samfylkingarinnar. Nú hefur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sem var formaður flokksins á árunum 2005-2009, komið Kristrúnu til varnar í Facebook-pistli. „Það var eins og við manninn mælt, hún var ekki fyrr búin að ljúka orðinu en einhverjir höfðu fundið það út að þarna hefði formaður Samfylkingarinnar mælt af munni fram alveg nýja og harðari stefnu í málefnum innflytjenda. Samt voru þetta bara almennar vangaveltur um ýmsar hliðar þessara mála þar sem grunnstefið var sanngirni, mannúð og sjálfbærni,“ segir Ingibjörg Sólrun og enn fremur: „Kristrún varpaði upp spurningunni: Hvað get ég raunsætt gert í málinu? Sem er auðvitað stóra spurningin sem stjórnmálin verða að spyrja og hafa djörfung og dug til að taka til umræðu. Það eru margar hliðar á þessu flókna máli og jafnaðarmenn búa bæði yfir þeirri reynslu og þekkingu sem þarf til að móta heildstæða og mannúðlega stefnu í málefnum innflytjenda og hælisleitenda. Látum ekki siga okkur hvert á annað,“ segir Ingibjörg Sólrún að lokum.
Samfylkingin Hælisleitendur Innflytjendamál Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira