Myndi gista í Grindavík, en ekki með börn Ólafur Björn Sverrisson skrifar 19. febrúar 2024 22:33 Magnús Tumi ræddi stöðuna í Grindavík í kvöldfréttum. vísir/vilhelm Magnús Tumi Guðmundsson jarðfræðingur segist myndu gista í Grindavík ef hann þyrfti þess, en ekki með börn. Hann segir fólk þurfa að vera viðbúið, ætli það sér að dvelja í bænum, að yfirgefa bæinn á hálftíma. Magnús Tumi var inntur eftir viðbrögðum við ákvörðun lögreglustjórans á Suðurnesjum um að opna fyrir aðgengi íbúa Grindavíkur að bænum í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það eru alls kyns varnaðarorð sem fylgja þessari opnun og bara Grindvíkingar sem mega fara inn. Fólk er ekki hvatt til að gista þarna og þetta er auðvitað enginn staður fyrir börn, það er alveg ljóst. Þú tjaldar ekki á sprungusvæði,“ segir Magnús Tumi. Öðru gegni um fyrirtæki sem kallað hafa eftir því að komast til vinnu í Grindavík. „Það er allt í lagi að vera þarna og vinna. Ég held að það sé bara gott, svona fyrir þjóðfélagið. Það er ákveðin áhætta en ég held að það sé ásættanleg áhætta, á meðan fólk tekur þessu alvarlega,“ segir Magnús Tumi en tekur fram að það sé ekki skynsamlegt að halda partí. Menn verði hins vegar að vera tilbúnir að yfirgefa svæðið um leið og móðir jörð geri sig líklega. „Við gætum fengið endurtekningu á atburðunum í janúar, þegar hraun fór í bæinn. Hvort það gerist vitum við auðvitað ekki. Miðað við síðasta gos, þar sem kvikan fór bara beint upp og það gliðnaði ekkert. Hvort að það sé komið til að vera, vitum við ekki. Við verðum að vera viðbúin því. Nauðsyn að vera alltaf tilbúinn Það sem við sjáum líka að ef kvikan fer upp austan Sýlingarfells eða Skógfells, til að fara lágrétt við Grindavík, er líklegt að það taki hana lengri tíma. Það breytir því hins vegar ekki, að fólk verður að vera tilbúið að yfirgefa staðinn á hálftíma.“ Myndir þú gista í bænum, sem Grindvíkingur? „Ef ég þyrfti þess, þá myndi ég nú alveg sofa þar. En ef ég væri með krakka, þá myndi ég aldrei gera það. Og fólk sem hefur ekki fulla hreyfigetu, ég held að þetta sé ekki staður fyrir það. En sá sem er tilbúinn að vera þarna, með allt pakkað og er alltaf tilbúinn, fyrir hann myndi ég telja þetta ásættanlega áhættu,“ segir Magnús Tumi að lokum. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Býst við að fáir muni gista í bænum Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir nýjar aðgengisreglur í bænum fyrst og fremst breyta miklu fyrir fyrirtækin. Hann býst ekki við að margir muni gista í bænum og brýnir fyrir íbúum að fara varlega. 19. febrúar 2024 14:56 Nýtt hættusvæði í uppfærðu hættumati Líkanareikningar benda til að kvika nái svipaðri stöðu og fyrir síðasta eldgos í lok febrúar eða byrjun mars. Þetta kemur fram í uppfærðu hættumati. 19. febrúar 2024 17:17 Grindvíkingar sem fá að skreppa heim þurfa að kynna sér leiðina vel Íbúar Grindavíkur sem Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur haft samband við fá að skreppa heim til sín eftir verðmætum í dag. Tvær leiðir eru aðgengilegar eftir því hvar í bænum fólkið býr. 15. nóvember 2023 09:00 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fleiri fréttir Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Sjá meira
Magnús Tumi var inntur eftir viðbrögðum við ákvörðun lögreglustjórans á Suðurnesjum um að opna fyrir aðgengi íbúa Grindavíkur að bænum í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það eru alls kyns varnaðarorð sem fylgja þessari opnun og bara Grindvíkingar sem mega fara inn. Fólk er ekki hvatt til að gista þarna og þetta er auðvitað enginn staður fyrir börn, það er alveg ljóst. Þú tjaldar ekki á sprungusvæði,“ segir Magnús Tumi. Öðru gegni um fyrirtæki sem kallað hafa eftir því að komast til vinnu í Grindavík. „Það er allt í lagi að vera þarna og vinna. Ég held að það sé bara gott, svona fyrir þjóðfélagið. Það er ákveðin áhætta en ég held að það sé ásættanleg áhætta, á meðan fólk tekur þessu alvarlega,“ segir Magnús Tumi en tekur fram að það sé ekki skynsamlegt að halda partí. Menn verði hins vegar að vera tilbúnir að yfirgefa svæðið um leið og móðir jörð geri sig líklega. „Við gætum fengið endurtekningu á atburðunum í janúar, þegar hraun fór í bæinn. Hvort það gerist vitum við auðvitað ekki. Miðað við síðasta gos, þar sem kvikan fór bara beint upp og það gliðnaði ekkert. Hvort að það sé komið til að vera, vitum við ekki. Við verðum að vera viðbúin því. Nauðsyn að vera alltaf tilbúinn Það sem við sjáum líka að ef kvikan fer upp austan Sýlingarfells eða Skógfells, til að fara lágrétt við Grindavík, er líklegt að það taki hana lengri tíma. Það breytir því hins vegar ekki, að fólk verður að vera tilbúið að yfirgefa staðinn á hálftíma.“ Myndir þú gista í bænum, sem Grindvíkingur? „Ef ég þyrfti þess, þá myndi ég nú alveg sofa þar. En ef ég væri með krakka, þá myndi ég aldrei gera það. Og fólk sem hefur ekki fulla hreyfigetu, ég held að þetta sé ekki staður fyrir það. En sá sem er tilbúinn að vera þarna, með allt pakkað og er alltaf tilbúinn, fyrir hann myndi ég telja þetta ásættanlega áhættu,“ segir Magnús Tumi að lokum.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Býst við að fáir muni gista í bænum Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir nýjar aðgengisreglur í bænum fyrst og fremst breyta miklu fyrir fyrirtækin. Hann býst ekki við að margir muni gista í bænum og brýnir fyrir íbúum að fara varlega. 19. febrúar 2024 14:56 Nýtt hættusvæði í uppfærðu hættumati Líkanareikningar benda til að kvika nái svipaðri stöðu og fyrir síðasta eldgos í lok febrúar eða byrjun mars. Þetta kemur fram í uppfærðu hættumati. 19. febrúar 2024 17:17 Grindvíkingar sem fá að skreppa heim þurfa að kynna sér leiðina vel Íbúar Grindavíkur sem Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur haft samband við fá að skreppa heim til sín eftir verðmætum í dag. Tvær leiðir eru aðgengilegar eftir því hvar í bænum fólkið býr. 15. nóvember 2023 09:00 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fleiri fréttir Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Sjá meira
Býst við að fáir muni gista í bænum Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir nýjar aðgengisreglur í bænum fyrst og fremst breyta miklu fyrir fyrirtækin. Hann býst ekki við að margir muni gista í bænum og brýnir fyrir íbúum að fara varlega. 19. febrúar 2024 14:56
Nýtt hættusvæði í uppfærðu hættumati Líkanareikningar benda til að kvika nái svipaðri stöðu og fyrir síðasta eldgos í lok febrúar eða byrjun mars. Þetta kemur fram í uppfærðu hættumati. 19. febrúar 2024 17:17
Grindvíkingar sem fá að skreppa heim þurfa að kynna sér leiðina vel Íbúar Grindavíkur sem Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur haft samband við fá að skreppa heim til sín eftir verðmætum í dag. Tvær leiðir eru aðgengilegar eftir því hvar í bænum fólkið býr. 15. nóvember 2023 09:00