Í yfirlýsingu frá lögmanni hans, Jón Steinari Gunnlaugssyni, segir að Stefán hafi náð fram dómskröfum sínum án þess að fella þyrfti dóm um þær.
Þegar Stefán opinberaði málsókn sína sagðist hann njóta stjórnarskrárvarins réttar til að gæta eigna sinna og reksturs og að fá að vera á heimili sínu í Grindavík. Búið væri að troða á þeim réttindum.
Sjá einnig: Stefnir íslenska ríkinu vegna takmarkana á aðgengi í Grindavík
Frá og með deginum í dag fá Grindvíkingar nánast óskertan aðgang að bænum. Hins vegar er talið að þar geti enn leynst hættur.
Þegar Lögreglustjórinn á Suðurnesjum gerði grein fyrir ákvörðun sinni um aukið aðgengi í gær tilgreindi hann nokkra fyrirvara vegna öryggismála. Innviðir voru sagðir í lamasessi og sprungur geti opnast án fyrirvara. Fólk færi inn bæinn á eigin ábyrgð en Grindavík væri, sem stæði, ekki staður fyrir börn.