Náttúruhamfaratrygging vill hlutdeild í tekjum af fasteignunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. febrúar 2024 11:09 Því er enn ósvarað hversu lengi ríkið ætlar að halda utan um fasteignirnar og hvað verður gert til að halda þeim við. Vísir/Arnar Náttúruhamfaratrygging Íslands gerir athugasemd við að á sama tíma og gert sé ráðfyrir að fjármálaráðherra sé heimilt að ráðstafa eignum NTÍ til að fjármagna kaup á heimilum Grindvíkinga, sé ekki gert ráð fyrir að stofnunin fái neitt í staðinn. Þannig sé ekki gert ráð fyrir að NTÍ fái eignarhlutdeild í fasteignunum, veðrétt né hlut í eignaumsýslufélaginu sem til stendur að stofna um kaupinn. Þetta kemur fram í umsögn NTÍ um frumvarp um kaup ríkisins á íbúðarhúsnæði í Grindavík en undir hana rita Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri NTÍ, og Sigurður Kári Kristjánsson stjórnarformaður. Benda þau á að um framlag NTÍ gæti numið á bilinu 10 til 15 milljörðum króna en eigið fé stofnunarinnar er 60 milljarðar króna. Gjaldþol stofnunarinnar muni dragast saman og nauðsynlegt að endurskoða fjármögnun hennar til framtíðar. Í umsögninni segir einnig að á sama tíma og gert sé ráð fyrir að fjármunum NTÍ verði varið í uppkaup án endurgjalds, sé jafnframt horft til þess að í ókominni framtíð verði fasteignunum mögulega ráðstafað aftur til fyrri eigenda eða þær fénýttar, til útleigu eða sölu. NTÍ telji rétt að ef til þessa komi sé rétt að endursöluverð fasteignanna eða leigutekjur af þim verði ráðstafað aftur til NTÍ, að minnsta kosti í hlutfalli við hlutdeild stofnunarinnar við fjármögnun aðgerðanna. Þá er einnig fjallað um tjónakostnað sem NTÍ kemur mögulega til með að greiða út vegna umræddra fasteigna: „NTÍ hefur lagt áherslu á mikilvægi þess í aðdraganda þessarar lagasetningar að í lagatextanum sé tekið fram að komi til þess að eignaumsýslufélagið geri bótakröfur á NTÍ vegna þeirra eigna sem keyptar verða af eigendum íbúðarhúsnæðis í Grindavík, verði litið svo á að þeir fjármunir sem teknir verða úr sjóðum NTÍ og lagðir til eignaumsýslufélagsins gangi upp í tjónakostnað NTÍ áður en til þess kemur að NTÍ greiði tjónabæturtil eignaumsýslufélagsins,“ segir í umsögninni. „Bótaskylt tjón sem kann að greinast á eignum eftir að eignarhald færist yfir til eignaumsýslufélagsins þurfi því að nema hærri fjárhæð en sú fjárhæð sem tekin verður úr sjóði NTÍ áður en til bótagreiðslu kæmi til handa eignaumsýslufélaginu frá NTÍ. Að öðrum kosti verður að líta svo á að sjóðir NTÍ verði bæði nýttir til uppkaupa á fasteignum í Grindavík og síðan til greiðslu bóta vegna sömu fasteigna.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Sjá meira
Þannig sé ekki gert ráð fyrir að NTÍ fái eignarhlutdeild í fasteignunum, veðrétt né hlut í eignaumsýslufélaginu sem til stendur að stofna um kaupinn. Þetta kemur fram í umsögn NTÍ um frumvarp um kaup ríkisins á íbúðarhúsnæði í Grindavík en undir hana rita Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri NTÍ, og Sigurður Kári Kristjánsson stjórnarformaður. Benda þau á að um framlag NTÍ gæti numið á bilinu 10 til 15 milljörðum króna en eigið fé stofnunarinnar er 60 milljarðar króna. Gjaldþol stofnunarinnar muni dragast saman og nauðsynlegt að endurskoða fjármögnun hennar til framtíðar. Í umsögninni segir einnig að á sama tíma og gert sé ráð fyrir að fjármunum NTÍ verði varið í uppkaup án endurgjalds, sé jafnframt horft til þess að í ókominni framtíð verði fasteignunum mögulega ráðstafað aftur til fyrri eigenda eða þær fénýttar, til útleigu eða sölu. NTÍ telji rétt að ef til þessa komi sé rétt að endursöluverð fasteignanna eða leigutekjur af þim verði ráðstafað aftur til NTÍ, að minnsta kosti í hlutfalli við hlutdeild stofnunarinnar við fjármögnun aðgerðanna. Þá er einnig fjallað um tjónakostnað sem NTÍ kemur mögulega til með að greiða út vegna umræddra fasteigna: „NTÍ hefur lagt áherslu á mikilvægi þess í aðdraganda þessarar lagasetningar að í lagatextanum sé tekið fram að komi til þess að eignaumsýslufélagið geri bótakröfur á NTÍ vegna þeirra eigna sem keyptar verða af eigendum íbúðarhúsnæðis í Grindavík, verði litið svo á að þeir fjármunir sem teknir verða úr sjóðum NTÍ og lagðir til eignaumsýslufélagsins gangi upp í tjónakostnað NTÍ áður en til þess kemur að NTÍ greiði tjónabæturtil eignaumsýslufélagsins,“ segir í umsögninni. „Bótaskylt tjón sem kann að greinast á eignum eftir að eignarhald færist yfir til eignaumsýslufélagsins þurfi því að nema hærri fjárhæð en sú fjárhæð sem tekin verður úr sjóði NTÍ áður en til bótagreiðslu kæmi til handa eignaumsýslufélaginu frá NTÍ. Að öðrum kosti verður að líta svo á að sjóðir NTÍ verði bæði nýttir til uppkaupa á fasteignum í Grindavík og síðan til greiðslu bóta vegna sömu fasteigna.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Sjá meira