Mikil uppbygging framundan í Fjarðabyggð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. febrúar 2024 14:01 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands heimsótti meðal annars Fjarðabyggð 2023 og fékk að kynnast öllu því helsta, sem er að gerast í sveitarfélaginu. Aðsend Bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð undirbúa sig nú undir mikla fjölgun íbúa í sveitarfélaginu en samkvæmt spá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar er gert ráð fyrir að íbúunum fjölgi um tæp 10 prósent næstu fimm árin, eða um 520 íbúa. Í dag eru íbúarnir um 5.400 talsins. Í nýrri spá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar kemur fram að mikil íbúafjölgun verði í Fjarðabyggð á næstu árin og er staðan þannig í dag að þær íbúðir, sem eru í byggingu í sveitarfélaginu ná ekki að mæta mikilli fólksfjölgun næstu árin. Það þarf því að spýta í lófana og byggja og byggja fleiri íbúðir en Fjarðabyggð ætlar einmitt að skapa skilyrði svo mögulegt verði að byggja um 300 nýjar íbúðir á næstu fimm árum til að mæta spá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Jóna Árný Þórðardóttir er bæjarstjóri í Fjarðabyggð. „Það hefur verið mikil þróun hjá okkur og uppbygging ýmiskonar í ýmsum atvinnugreinum og allt kallar þetta á fólk og þá þarf húsnæðisuppbyggingin að fylgja með,” segir bæjarstjórinn. Jóna Árný segir að töluverð uppbygging hafi verið í sveitarfélaginu síðustu þrjú ár og það séu greinilega mjög spennandi tímar framundan hvað varðar frekari uppbyggingu en nú þegar sé verið að byggja nýjar íbúðir hér og þar í sveitarfélaginu. „En það þarf meira og við erum bara að nýta allar leiðir til þess að hvetja umhverfið áfram til þess að stuðla að frekari uppbyggingu íbúahúsæðis í Fjarðabyggð og þar held ég að sé bara góður grunnur til að gera það núna,”segir Jóna Árný. Sveitarfélagið á töluvert af lóðum og því sé ekkert að vanbúnaði til að byrja að byggja á þeim eins og á Reyðarfirði og Fáskrúðsfirði og þá sé töluvert um nýbyggingar á Norðfirði. Jóna Árný Þórðardóttir er bæjarstjóri í Fjarðabyggð.Aðsend Og það hlýtur að vera gaman að vinna í þessu umhverfi þegar allt er að gerast og mikil spenna framundan? „Já, það er mjög gaman, það er alltaf gaman þegar það er verið að byggja upp og líka bara gaman að sjá væntingar og áhuga íbúa á frekari uppbyggingu,” segir bæjarstjórinn. Íbúar Fjarðabyggðar eru mjög ánægðir með sveitarfélagið og þá miklu uppbyggingu, sem er þar framundan.Aðsend Og lokaorð bæjarstjórans, Jónu Árnýjar Þórðardóttir eru þessi. „Já, bara, verið velkomin austur, hér er gott samfélag og góðir staðir til að búa á.” Byggðakjarnarnir í sveitarfélaginu.Aðsend Heimasíða Fjarðabyggðar Fjarðabyggð Byggingariðnaður Húsnæðismál Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira
Í nýrri spá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar kemur fram að mikil íbúafjölgun verði í Fjarðabyggð á næstu árin og er staðan þannig í dag að þær íbúðir, sem eru í byggingu í sveitarfélaginu ná ekki að mæta mikilli fólksfjölgun næstu árin. Það þarf því að spýta í lófana og byggja og byggja fleiri íbúðir en Fjarðabyggð ætlar einmitt að skapa skilyrði svo mögulegt verði að byggja um 300 nýjar íbúðir á næstu fimm árum til að mæta spá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Jóna Árný Þórðardóttir er bæjarstjóri í Fjarðabyggð. „Það hefur verið mikil þróun hjá okkur og uppbygging ýmiskonar í ýmsum atvinnugreinum og allt kallar þetta á fólk og þá þarf húsnæðisuppbyggingin að fylgja með,” segir bæjarstjórinn. Jóna Árný segir að töluverð uppbygging hafi verið í sveitarfélaginu síðustu þrjú ár og það séu greinilega mjög spennandi tímar framundan hvað varðar frekari uppbyggingu en nú þegar sé verið að byggja nýjar íbúðir hér og þar í sveitarfélaginu. „En það þarf meira og við erum bara að nýta allar leiðir til þess að hvetja umhverfið áfram til þess að stuðla að frekari uppbyggingu íbúahúsæðis í Fjarðabyggð og þar held ég að sé bara góður grunnur til að gera það núna,”segir Jóna Árný. Sveitarfélagið á töluvert af lóðum og því sé ekkert að vanbúnaði til að byrja að byggja á þeim eins og á Reyðarfirði og Fáskrúðsfirði og þá sé töluvert um nýbyggingar á Norðfirði. Jóna Árný Þórðardóttir er bæjarstjóri í Fjarðabyggð.Aðsend Og það hlýtur að vera gaman að vinna í þessu umhverfi þegar allt er að gerast og mikil spenna framundan? „Já, það er mjög gaman, það er alltaf gaman þegar það er verið að byggja upp og líka bara gaman að sjá væntingar og áhuga íbúa á frekari uppbyggingu,” segir bæjarstjórinn. Íbúar Fjarðabyggðar eru mjög ánægðir með sveitarfélagið og þá miklu uppbyggingu, sem er þar framundan.Aðsend Og lokaorð bæjarstjórans, Jónu Árnýjar Þórðardóttir eru þessi. „Já, bara, verið velkomin austur, hér er gott samfélag og góðir staðir til að búa á.” Byggðakjarnarnir í sveitarfélaginu.Aðsend Heimasíða Fjarðabyggðar
Fjarðabyggð Byggingariðnaður Húsnæðismál Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira