Ekki skynsamlegt að gista í Grindavík Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. febrúar 2024 20:00 Kristín Jónsdóttir hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofunni varar fólk við því að dvelja í Grindavík. Lítill sem enginn fyrirvari verði á næsta eldgosi. Vísir/Einar Auknar líkur eru taldar á gosi á Reykjanesi og kvikumagnið undir Svarstengi mun líklega á morgun ná neðri mörkum þess sem hefur safnast saman í kvikuhólfinu fyrir síðustu eldgos. Skjálftavirkni hefur aukist síðustu daga rétt austan við Sílingarfell, þar sem kvikusöfnunarsvæðið undir Svartsengi mætir kvikuganginum. „Þetta er til marks um það að þarna er kvikuþrýstingur að aukast. Við vitum það út frá líkönunum að við erum að færast nær og nær næsta kvikuhlaupi og líklega verður eldgos í kjölfarið eins og við höfum séð í síðustu skipti,“ segir Kristín Jónsdóttir hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands. Líklegast sé að upptök eldgoss verði fyrir miðjum kvikuganginum án mikils fyrirvara. „Á þessu svæði sunnan við Stóra-Skógsfell og að Hagafelli. Við getum auðvitað ekki fullyrt neitt um það, það eru einhverjar endanlegar líkur á því að kvikan hlaupi lengra til suðurs eða norðurs eftir kvikuganginum,“ segir Kristín. „Það dregur úr skjálftavirkninni við hvern atburð. Það er hreinlega allt orðið það sprungið þarna. Það þarf ekki það mikla spennu til að koma kvikunni áfram. Við búumst við því að það verði styttri fyrirvarar og ekki jafn mikil, áköf skjálftavirkni í aðdraganda næsta eldgoss.“ Vísindamenn hafa lýst yfir áhyggjum af því að fólk dvelji í Grindavík yfir nótt vegna þess skamma fyrirvara sem talinn verður fyrir næsta eldgos. „Ég myndi segja að það sé ekki skynsamlegt að gista í Grindavík núna, sérstaklega þegar við færumst nær eldgosi. Við vitum að fyrirvararnir geta verið skammir. Það er ekki skynsamlegt og þarna eru töluverðar hættur á ferð,“ segir Kristín. „Ein sviðsmyndin er auðvitað sú að kvika leiti suður fyrir Hagafell og í átt að Grindavík. Ef hún gerir það aukast líkur á að það verði eldgos í eða við Grindavík. Ef við fáum kvikuinnskot svona sunnarlega þá má gera ráð fyrir að það verði gliðnun á þessu svæði og töluverðar sprunguhreyfingar í Grindavík.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Almannavarnir Tengdar fréttir Kvikumagn nærri átta milljón rúmmetrum og líkur á gosi að aukast Veðurstofan hefur uppfært hættumat sitt fyrir umbrotssvæðin við Svartsengi og Grindavík. Kvikumagn nálgast nú sömu mörk og í aðdraganda síðustu gosa. Jarðskjálftavirkni jókst um helgina. 26. febrúar 2024 16:35 Reiknar enn með að gjósi í vikunni með litlum fyrirvara Jarðeðlisfræðingur segir enn allt benda til þess að eldgos hefjist í þessari viku með litlum fyrirvara. Þeir sem dvelji í Grindavík verði að vera viðbúnir að yfirgefa bæinn í snatri. 26. febrúar 2024 12:01 Prófa viðvörunarlúðra í Grindavík Almannavarnir ætla að prófa viðvörunarlúðra í Grindavík og við Bláa lónið í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu. 26. febrúar 2024 10:04 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún segir Evrópusambandið glæpamenn Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Sjá meira
Skjálftavirkni hefur aukist síðustu daga rétt austan við Sílingarfell, þar sem kvikusöfnunarsvæðið undir Svartsengi mætir kvikuganginum. „Þetta er til marks um það að þarna er kvikuþrýstingur að aukast. Við vitum það út frá líkönunum að við erum að færast nær og nær næsta kvikuhlaupi og líklega verður eldgos í kjölfarið eins og við höfum séð í síðustu skipti,“ segir Kristín Jónsdóttir hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands. Líklegast sé að upptök eldgoss verði fyrir miðjum kvikuganginum án mikils fyrirvara. „Á þessu svæði sunnan við Stóra-Skógsfell og að Hagafelli. Við getum auðvitað ekki fullyrt neitt um það, það eru einhverjar endanlegar líkur á því að kvikan hlaupi lengra til suðurs eða norðurs eftir kvikuganginum,“ segir Kristín. „Það dregur úr skjálftavirkninni við hvern atburð. Það er hreinlega allt orðið það sprungið þarna. Það þarf ekki það mikla spennu til að koma kvikunni áfram. Við búumst við því að það verði styttri fyrirvarar og ekki jafn mikil, áköf skjálftavirkni í aðdraganda næsta eldgoss.“ Vísindamenn hafa lýst yfir áhyggjum af því að fólk dvelji í Grindavík yfir nótt vegna þess skamma fyrirvara sem talinn verður fyrir næsta eldgos. „Ég myndi segja að það sé ekki skynsamlegt að gista í Grindavík núna, sérstaklega þegar við færumst nær eldgosi. Við vitum að fyrirvararnir geta verið skammir. Það er ekki skynsamlegt og þarna eru töluverðar hættur á ferð,“ segir Kristín. „Ein sviðsmyndin er auðvitað sú að kvika leiti suður fyrir Hagafell og í átt að Grindavík. Ef hún gerir það aukast líkur á að það verði eldgos í eða við Grindavík. Ef við fáum kvikuinnskot svona sunnarlega þá má gera ráð fyrir að það verði gliðnun á þessu svæði og töluverðar sprunguhreyfingar í Grindavík.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Almannavarnir Tengdar fréttir Kvikumagn nærri átta milljón rúmmetrum og líkur á gosi að aukast Veðurstofan hefur uppfært hættumat sitt fyrir umbrotssvæðin við Svartsengi og Grindavík. Kvikumagn nálgast nú sömu mörk og í aðdraganda síðustu gosa. Jarðskjálftavirkni jókst um helgina. 26. febrúar 2024 16:35 Reiknar enn með að gjósi í vikunni með litlum fyrirvara Jarðeðlisfræðingur segir enn allt benda til þess að eldgos hefjist í þessari viku með litlum fyrirvara. Þeir sem dvelji í Grindavík verði að vera viðbúnir að yfirgefa bæinn í snatri. 26. febrúar 2024 12:01 Prófa viðvörunarlúðra í Grindavík Almannavarnir ætla að prófa viðvörunarlúðra í Grindavík og við Bláa lónið í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu. 26. febrúar 2024 10:04 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún segir Evrópusambandið glæpamenn Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Sjá meira
Kvikumagn nærri átta milljón rúmmetrum og líkur á gosi að aukast Veðurstofan hefur uppfært hættumat sitt fyrir umbrotssvæðin við Svartsengi og Grindavík. Kvikumagn nálgast nú sömu mörk og í aðdraganda síðustu gosa. Jarðskjálftavirkni jókst um helgina. 26. febrúar 2024 16:35
Reiknar enn með að gjósi í vikunni með litlum fyrirvara Jarðeðlisfræðingur segir enn allt benda til þess að eldgos hefjist í þessari viku með litlum fyrirvara. Þeir sem dvelji í Grindavík verði að vera viðbúnir að yfirgefa bæinn í snatri. 26. febrúar 2024 12:01
Prófa viðvörunarlúðra í Grindavík Almannavarnir ætla að prófa viðvörunarlúðra í Grindavík og við Bláa lónið í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu. 26. febrúar 2024 10:04
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent