Hélt hann væri að missa skipið Boði Logason skrifar 3. mars 2024 07:01 Eldur kviknaði um borð í Goðafossi 30. október 2010. Sara Rut „Ég sá í bakglugganum að það birti upp. Svo tek ég eftir því að það stendur eldstrókur upp úr skorsteininum. Stuttu seinna var eins og stæði eldsprengja út um loftristarnar. Mér brá mjög. Fyrsta hugsunin var; gátu nú endalokin ekki verið betri en þetta,“ segir Nikulás Halldórsson, fyrrum skipstjóri á Goðafossi, í nýjasta, og jafnframt síðasta, Útkallsþættinum. Þar segir Nikulás frá því þegar hann taldi að hann væri að missa þetta stærsta flutningaskip Íslendinga í miklum eldsvoða sem varð um borð í skipinu í október 2010. Skipið var þá statt í fárviðri í Atlantshafinu mitt á milli Íslands og Færeyja. Klippa: Útkall - Eldur í Goðafossi „Já, varstu kominn þangað,“ spyr Óttar Sveinsson Nikulás um að hann teldi að hann væri að missa skipið. „Já, við fyrstu sýn.“ Eftir þetta barðist áhöfnin við eldinn við verstu aðstæður meðal annars með brunaslöngur úti á þilfari þar sem vart var stætt. Ölduhæðin var 12 metrar. Þá munaði litlu að þrjá skipverja tæki fyrir borð eftir að skipið hafði misst ferð og fékk brotsjó inn á afturþilfarið. Svo mikill reykur var í vélarrúminu að aðalvélin missti afl. „Ef þeir hefðu farið í sjóinn hefðum við ekkert getað gert til að bjarga þeim,“ segir Nikulás. Þrettán skipverjar voru í áhöfn og einn farþegi, móðir annars stýrimanns, Einars Arnar Jónssonar, sem var í afleysingu og starfandi slökkviliðsmaður í Reykjavík. Hann tók stjórnina við slökkvistörf sem stóðu yfir heila nótt. Um síðir tókst áhöfninni með miklu snarræði og þrautsegju að bjarga eigin lífi og skipsins. Allir í áhöfninni fengu áfall og urðu sumir þeirra ófærir um að halda áfram sjómennsku. Alla þætti Útkalls má nálgast á sjónvarpssíðu Vísis hér fyrir neðan: Útkall Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fárveik í París Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira
Þar segir Nikulás frá því þegar hann taldi að hann væri að missa þetta stærsta flutningaskip Íslendinga í miklum eldsvoða sem varð um borð í skipinu í október 2010. Skipið var þá statt í fárviðri í Atlantshafinu mitt á milli Íslands og Færeyja. Klippa: Útkall - Eldur í Goðafossi „Já, varstu kominn þangað,“ spyr Óttar Sveinsson Nikulás um að hann teldi að hann væri að missa skipið. „Já, við fyrstu sýn.“ Eftir þetta barðist áhöfnin við eldinn við verstu aðstæður meðal annars með brunaslöngur úti á þilfari þar sem vart var stætt. Ölduhæðin var 12 metrar. Þá munaði litlu að þrjá skipverja tæki fyrir borð eftir að skipið hafði misst ferð og fékk brotsjó inn á afturþilfarið. Svo mikill reykur var í vélarrúminu að aðalvélin missti afl. „Ef þeir hefðu farið í sjóinn hefðum við ekkert getað gert til að bjarga þeim,“ segir Nikulás. Þrettán skipverjar voru í áhöfn og einn farþegi, móðir annars stýrimanns, Einars Arnar Jónssonar, sem var í afleysingu og starfandi slökkviliðsmaður í Reykjavík. Hann tók stjórnina við slökkvistörf sem stóðu yfir heila nótt. Um síðir tókst áhöfninni með miklu snarræði og þrautsegju að bjarga eigin lífi og skipsins. Allir í áhöfninni fengu áfall og urðu sumir þeirra ófærir um að halda áfram sjómennsku. Alla þætti Útkalls má nálgast á sjónvarpssíðu Vísis hér fyrir neðan:
Útkall Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fárveik í París Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira