Hafdís og Ingvar fyrstu Íslandsmeistararnir í E-hjólreiðum Snorri Már Vagnsson skrifar 3. mars 2024 14:01 Skjáskot frá mótinu. Í Zwift geta leikmenn skreytt hjólin sín á alla vegu og má sjá glitta í skæra, bleika skreytingu sem gæti þótt sjaldséð á mótum í raunheimum. Laugardaginn 24. febrúar fór fram fyrsta Íslandsmeistaramótið í svokölluðum E-hjólreiðum. Tindur hjólreiðafélag stóð fyrir mótinu fyrir Hjólreiðasamband Íslands í samstarfi við Rafíþróttasamtök Íslands. Keppt var á Zwift, sem er forrit sem keppendur tengja hjól sín við og geta því hjólað og keppt við aðra í netheimum. Eftir að stilla þyngd og hæð reiknar Zwift hraða leikmannsins og getur viðkomandi þá keppt. Zwift lætur hjólreiðamanninn sömuleiðis hafa fyrir því þegar hann fer upp brekkur innan leiksins, en þá hægist á keppandanum. Getur því hver sem er hjólað heima hjá sér, líkt og hann væri í sumarfæri. Eftir æsispennandi Íslandsmeistaramót voru það þau Hafdís Sigurðardóttir (Hjólreiðafélag Akureyrar) og Ingvar Ómarsson (Breiðablik) sem stóðu uppi sem sigurvegarar kvenna- og karlaflokks. Tveir hringir voru hjólaðir á leiðinn „Richmond UCI Worlds,“ sem gera samtals 32,4 km. Í öðru sæti í kvennaflokki var Silja Jóhannesdóttir og Sóley Kjerúlf Svansdóttir í því þriðja. Í karlaflokki var Jón Geir Friðbjörnsson í öðru sæti og Óskar Ómarsson í því þriðja. Nánari upplýsingar um mótið má nálgast á vef Hjólreiðasambands Íslands Hjólreiðar Rafíþróttir Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti
Keppt var á Zwift, sem er forrit sem keppendur tengja hjól sín við og geta því hjólað og keppt við aðra í netheimum. Eftir að stilla þyngd og hæð reiknar Zwift hraða leikmannsins og getur viðkomandi þá keppt. Zwift lætur hjólreiðamanninn sömuleiðis hafa fyrir því þegar hann fer upp brekkur innan leiksins, en þá hægist á keppandanum. Getur því hver sem er hjólað heima hjá sér, líkt og hann væri í sumarfæri. Eftir æsispennandi Íslandsmeistaramót voru það þau Hafdís Sigurðardóttir (Hjólreiðafélag Akureyrar) og Ingvar Ómarsson (Breiðablik) sem stóðu uppi sem sigurvegarar kvenna- og karlaflokks. Tveir hringir voru hjólaðir á leiðinn „Richmond UCI Worlds,“ sem gera samtals 32,4 km. Í öðru sæti í kvennaflokki var Silja Jóhannesdóttir og Sóley Kjerúlf Svansdóttir í því þriðja. Í karlaflokki var Jón Geir Friðbjörnsson í öðru sæti og Óskar Ómarsson í því þriðja. Nánari upplýsingar um mótið má nálgast á vef Hjólreiðasambands Íslands
Hjólreiðar Rafíþróttir Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti