Hræddur að fara of nærri Norður-Kóreu Valur Páll Eiríksson skrifar 5. mars 2024 10:00 Benjamin Stokke hafnaði tilboðum víða að, þar á meðal frá Kína. Vísir/Einar Norðmaðurinn Benjamin Stokke hafnaði tilboðum víða að á kostnað Breiðabliks sem hann mun leika með í Bestu deild karla í sumar. Fyrrum leikmaður Blika gerði mikið til að sannfæra Norðmanninn um að koma til Íslands. Stokke raðaði inn mörkum fyrir Haugesund er liðið komst upp í efstu deild Noregs á síðustu leiktíð. Hann komst hins vegar ekki að samkomulagi um nýjan samning við liðið að leiktíðinni lokinni og hafnaði tilboðum víða að. „Það komu tilboð frá Noregi, Litháen, Möltu, Færeyjum og líka frá Kína en það var við landamærin að Norður-Kóreu svo það var ekki öruggasti staðurinn,“ „Þetta var besta lausnin fyrir mig og fjölskylduna,“ segir Stokke. Sterkt að fá svo góðan leikmann Þjálfarinn Halldór Árnason er ánægður að klófesta framherjann en Blikar voru í leit að slíkum eftir brottför Færeyingsins Klæmint Olsen. Halldór Árnason, þjálfari Blika, er sáttur með að fá Stokke inn.Vísir/Einar „Við erum gríðarlega sáttir að hafa landað þessum leikmanni. Benjamin er frábær framherji sem er mjög leikreyndur. Hann á flottan feril að baki og er að koma út úr kannski einum af hans bestu tímabilum, sem er frábært,“ „Það er mikil ánægja að hafa náð að semja við hann og mikilvægt að fá leikmann af þessu kaliberi inn í hópinn,“ segir Halldór. Brynjólfur mælti með félaginu og gerir nú kröfur Brynjólfur Andersen Willumsson, fyrrum leikmaður Breiðabliks, var samherji Stokke í framlínu Kristiansund. Sá norski gat því leitað ráða hjá félaga sínum. Brynjólfur Andersen Willumsson fór frá Breiðabliki til Kristiansund árið 2020. Liðsfélagi hans Stokke fer nú öfuga leið.Vísir/Hulda Margrét „Hann er góður strákur. Ég talaði mikið við hann um þetta félag og hann hefur verið mjög hjálpsamur. Við spiluðum saman í sókninni hjá Kristiansund og við náðum vel saman. Við höfum þá eiginleika að bæta hvor annan upp.“ „Hann er frábær leikmaður og framtíðin er björt hjá honum. Það var gott að hafa heimamann frá Íslandi sem þekkir félagið jafn vel og hann gerir.“ Brynjólfur sagði í samtali við Fótbolti.net á dögunum að hann vildi ekki setja of mikla pressu á Stokke en lágmarkið væri hins vegar að hann skoraði 15 mörk. Hvað segir Norðmaðurinn um það? „Ég hef tekið eftir því að það eru færri leikir í íslensku deildinni en ég vona að ég geti hjálpað liðinu að skora mörk. Ég er dæmigerður sóknarmaður sem vill vera inni í teignum og ef sendingarnar koma er ég viss um að ég muni skora nokkur mörk.“ Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Breiðablik hefur leik í Bestu deild karla er FH heimsækir Kópavogsvöll þann 8. apríl. Deildin hefst laugardaginn 6. apríl með leik Víkings og Stjörnunnar. Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Fleiri fréttir Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Sjá meira
Stokke raðaði inn mörkum fyrir Haugesund er liðið komst upp í efstu deild Noregs á síðustu leiktíð. Hann komst hins vegar ekki að samkomulagi um nýjan samning við liðið að leiktíðinni lokinni og hafnaði tilboðum víða að. „Það komu tilboð frá Noregi, Litháen, Möltu, Færeyjum og líka frá Kína en það var við landamærin að Norður-Kóreu svo það var ekki öruggasti staðurinn,“ „Þetta var besta lausnin fyrir mig og fjölskylduna,“ segir Stokke. Sterkt að fá svo góðan leikmann Þjálfarinn Halldór Árnason er ánægður að klófesta framherjann en Blikar voru í leit að slíkum eftir brottför Færeyingsins Klæmint Olsen. Halldór Árnason, þjálfari Blika, er sáttur með að fá Stokke inn.Vísir/Einar „Við erum gríðarlega sáttir að hafa landað þessum leikmanni. Benjamin er frábær framherji sem er mjög leikreyndur. Hann á flottan feril að baki og er að koma út úr kannski einum af hans bestu tímabilum, sem er frábært,“ „Það er mikil ánægja að hafa náð að semja við hann og mikilvægt að fá leikmann af þessu kaliberi inn í hópinn,“ segir Halldór. Brynjólfur mælti með félaginu og gerir nú kröfur Brynjólfur Andersen Willumsson, fyrrum leikmaður Breiðabliks, var samherji Stokke í framlínu Kristiansund. Sá norski gat því leitað ráða hjá félaga sínum. Brynjólfur Andersen Willumsson fór frá Breiðabliki til Kristiansund árið 2020. Liðsfélagi hans Stokke fer nú öfuga leið.Vísir/Hulda Margrét „Hann er góður strákur. Ég talaði mikið við hann um þetta félag og hann hefur verið mjög hjálpsamur. Við spiluðum saman í sókninni hjá Kristiansund og við náðum vel saman. Við höfum þá eiginleika að bæta hvor annan upp.“ „Hann er frábær leikmaður og framtíðin er björt hjá honum. Það var gott að hafa heimamann frá Íslandi sem þekkir félagið jafn vel og hann gerir.“ Brynjólfur sagði í samtali við Fótbolti.net á dögunum að hann vildi ekki setja of mikla pressu á Stokke en lágmarkið væri hins vegar að hann skoraði 15 mörk. Hvað segir Norðmaðurinn um það? „Ég hef tekið eftir því að það eru færri leikir í íslensku deildinni en ég vona að ég geti hjálpað liðinu að skora mörk. Ég er dæmigerður sóknarmaður sem vill vera inni í teignum og ef sendingarnar koma er ég viss um að ég muni skora nokkur mörk.“ Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Breiðablik hefur leik í Bestu deild karla er FH heimsækir Kópavogsvöll þann 8. apríl. Deildin hefst laugardaginn 6. apríl með leik Víkings og Stjörnunnar.
Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Fleiri fréttir Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Sjá meira