Íslenski boltinn

Guð­mundur Bald­vin aftur í Stjörnuna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðmundur Baldvin Nökkvason leikur með Stjörnunni í sumar.
Guðmundur Baldvin Nökkvason leikur með Stjörnunni í sumar. vísir/hulda margrét

Stjörnunni hefur borist mikill liðsstyrkur mánuði en keppni í Bestu deild karla hefst. Guðmundur Baldvin Nökkvason er kominn til liðsins á láni frá Mjällby í Svíþjóð.

Stjarnan seldi Guðmund til Mjällby í lok júlí fyrra. Hann lék sjö leiki með liðinu í sænsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.

Guðmundur er nú kominn aftur í Garðabæinn og mun spila með Stjörnunni í sumar.

Guðmundur er uppalinn hjá Stjörnunni. Hann hefur leikið 34 leiki fyrir Stjörnuna í efstu deild og skorað sex mörk.

Miðjumaðurinn lék með íslenska U-19 ára landsliðinu á EM síðasta sumar. Hann hefur leikið átta leiki fyrir U-19 ára landsliðið og skorað eitt mark og leikið einn leik fyrir U-21 árs landsliðið.

Stjarnan endaði í 3. sæti Bestu deildarinnar á síðasta tímabili. Auk Guðmundar hefur liðið fengið Örvar Eggertsson frá HK og Mathias Rosenørn frá Keflavík fyrir átökin í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×