Á allt öðrum stað en hin liðin Valur Páll Eiríksson skrifar 6. mars 2024 10:01 Halldór Árnason, þjálfari Blika, segir liðið á fínum stað, þó öðrum en venjulega er á þessum tímapunkti. Vísir/Einar Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, segist nokkuð ánægður með stöðuna á leikmannahópi liðsins nú þegar mánuður er í fyrsta leik í Bestu deild karla. Blikar hafa þá þurft að aðlagast heldur óvenjulegu undirbúningstímabili. Breiðablik tilkynnti kaup á norska framherjanum Benjamin Stokke um helgina en Halldór segir ólíklegt að það bætist mikið meira við hópinn. Danski miðvörðurinn Daniel Obbekjær er þá líklega á leið til Blika en hann hefur æft með félaginu að undanförnu. „Hópurinn er held ég að verða endanlegur. Mögulega einn leikmaður til viðbótar, við sjáum til með það. Annars er hópurinn að verða fullmótaður. Við höfum fengið góðar styrkingar og svo er Patrik að koma mjög sterkur til baka eftir meiðsli. Hann missti af nánast öllu síðasta tímabili. Hópurinn lítur bara nokkuð vel út,“ segir Halldór. Styttu lengsta undirbúningstímabilið Breiðablik átti sögulegt tímabil í fyrra þar sem það var fyrsta íslenska félagið til að taka þátt í riðlakeppni í Evrópu. Liðið lauk keppni í Sambandsdeildinni um miðjan desember en ekkert félag hefur spilað eins langa leiktíð og Blikar gerðu í fyrra. Þetta setur hefðbundið undirbúningstímabil úr skorðum en Blikar tóku vegna þessa frí seinna en önnur lið og hófu undirbúninginn síðar, eðli málsins samkvæmt. Halldór segir liðið takast vel á við þessa áskorun og allt sé á réttri leið fyrir komandi leiktíð. „Mér finnst við standa mjög vel. Við erum á þeim stað sem við erum vanir að vera á í byrjun janúar varðandi æfingaálag, við erum að æfa mjög þungt og mjög mikið. En menn þurfa að vera þreyttir til að undirbúa sig og komast í betra form,“ segir Halldór sem segir liðið á allt öðrum stað á þessum tímapunkti en venjulega er. Klippa: Á allt öðrum stað en hin liðin „Við þurfum að átta okkur á því þegar við berum okkur saman við önnur lið að venjulega á þessum tímapunkti erum við búnir að æfa í tvo og hálfan mánuð, búnir að fara í æfingaferð, taka þátt í nokkrum mótum og spila tíu til tólf æfingaleiki en við vorum bara að leika okkar fjórða leik,“ „Við þurfum að átta okkur á því að við erum aðeins á öðrum stað. Það er mánuður í mót og nægur tími. Mér líður vel með þetta og þetta lítur virkilega vel út.“ Ummælin má sjá í spilaranum að ofan. Besta deild karla fer af stað eftir sléttan mánuð er Víkingur og Stjarnan eigast við þann 6. apríl. Fyrsti leikur Breiðabliks er við FH í Kópavogi þann 8. apríl. Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Fleiri fréttir „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Sjá meira
Breiðablik tilkynnti kaup á norska framherjanum Benjamin Stokke um helgina en Halldór segir ólíklegt að það bætist mikið meira við hópinn. Danski miðvörðurinn Daniel Obbekjær er þá líklega á leið til Blika en hann hefur æft með félaginu að undanförnu. „Hópurinn er held ég að verða endanlegur. Mögulega einn leikmaður til viðbótar, við sjáum til með það. Annars er hópurinn að verða fullmótaður. Við höfum fengið góðar styrkingar og svo er Patrik að koma mjög sterkur til baka eftir meiðsli. Hann missti af nánast öllu síðasta tímabili. Hópurinn lítur bara nokkuð vel út,“ segir Halldór. Styttu lengsta undirbúningstímabilið Breiðablik átti sögulegt tímabil í fyrra þar sem það var fyrsta íslenska félagið til að taka þátt í riðlakeppni í Evrópu. Liðið lauk keppni í Sambandsdeildinni um miðjan desember en ekkert félag hefur spilað eins langa leiktíð og Blikar gerðu í fyrra. Þetta setur hefðbundið undirbúningstímabil úr skorðum en Blikar tóku vegna þessa frí seinna en önnur lið og hófu undirbúninginn síðar, eðli málsins samkvæmt. Halldór segir liðið takast vel á við þessa áskorun og allt sé á réttri leið fyrir komandi leiktíð. „Mér finnst við standa mjög vel. Við erum á þeim stað sem við erum vanir að vera á í byrjun janúar varðandi æfingaálag, við erum að æfa mjög þungt og mjög mikið. En menn þurfa að vera þreyttir til að undirbúa sig og komast í betra form,“ segir Halldór sem segir liðið á allt öðrum stað á þessum tímapunkti en venjulega er. Klippa: Á allt öðrum stað en hin liðin „Við þurfum að átta okkur á því þegar við berum okkur saman við önnur lið að venjulega á þessum tímapunkti erum við búnir að æfa í tvo og hálfan mánuð, búnir að fara í æfingaferð, taka þátt í nokkrum mótum og spila tíu til tólf æfingaleiki en við vorum bara að leika okkar fjórða leik,“ „Við þurfum að átta okkur á því að við erum aðeins á öðrum stað. Það er mánuður í mót og nægur tími. Mér líður vel með þetta og þetta lítur virkilega vel út.“ Ummælin má sjá í spilaranum að ofan. Besta deild karla fer af stað eftir sléttan mánuð er Víkingur og Stjarnan eigast við þann 6. apríl. Fyrsti leikur Breiðabliks er við FH í Kópavogi þann 8. apríl.
Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Fleiri fréttir „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Sjá meira