Höfundur sigurlagsins fylgir laginu ekki út í lokakeppnina Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 8. mars 2024 18:36 Ásdís María Viðarsdóttir einn höfunda lagsins segir samvisku sína ekki leyfa sér það. Sunna Ben Ásdís María Viðarsdóttir, einn höfunda sigurlags Söngvakeppninnar Scared of Heights segir að samviska sín leyfi henni ekki að fylgja laginu út í lokakeppnina. Hún hefur ákveðið að slíta á tengsl sín við lagið og fer ekki til Svíþjóðar á lokakeppnina verði ákveðið að senda það þangað út. RÚV greinir frá því að niðurstaða keppninnar hafi setið í henni frá því að úrslitin komu í ljós síðustu helgi. „Ég hef verið mjög skýr í minni afstöðu að það leiki vafi á úrslitunum. Það hafa komið fram réttmætar athugasemdir um framkvæmd atkvæðagreiðslunnar og mér finnst RÚV ekki hafa gefið skýr svör,“ hefur RÚV eftir henni. Vildi að Bashar færi út í staðinn Ásdís hafi viljað að lagið Wild West í flutningi Palestínumannsins Bashars Murad sem laut í lægra haldi í lokaeinvíginu fengi að fara út í lokakeppnina í stað lagsins hennar Scared of Heights í flutningi Heru Bjarkar. Hún hafi lagt til að niðurstaða fyrri umferðarinnar, þar sem Bashar hlaut langflest atkvæða, yrði látin standa og að í staðinn fengi Hera kannski að fara á næsta ári en þeirri hugmynd hafnaði Ríkisútvarpið. Ásdís segir jafnframt þá sem komu að Söngvakeppninni hafa fullvissað sig um að hún yrði ekki sett í þá stöðu sem hún finnur sig í núna. „Ég upplifi mig í ömurlegri stöðu, en samt er ég stolt af Heru og hennar óaðfinnanlegu frammistöðu. Það er fullt af fólki sem lagði allt sitt í að gera atriðið eins gott og raunin var. Ég geri þetta í fullum kærleik og virðingu við Heru og öll hin,“ hefur RÚV eftir henni. Fá að taka þátt með breyttum texta Þátttaka Ísraels í Eurovision þykir mörgum skjóta skökku við vegna látlausra átaka á Gasasvæðinu þar sem meira en þrjátíu þúsund Palestínubúar hafa látið lífið. Ísraelar fengu að taka þátt með því skilyrði að texta lagsins sem Ísraelar munu senda í lokakeppnina October Rain í flutningi Eden Golan yrði breytt. Lagið virtist mörgum fjalla um árás Hamas á Ísrael þann sjöunda október síðastliðinn. Stjórnendum Eurovision er heimilt að útiloka keppendur ef þeir þykja hafa brotið gegn reglum keppninnar gegn pólitískum áróðri. Eurovision Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Jóhanna Guðrún vill útrýma einvíginu Jóhanna Guðrún Jónsdóttir söngkona sem hafnaði í öðru sæti í Eurovision árið 2009 vill að einvígið svonefnda í Söngvakeppni RÚV heyri sögunni til. Einvígið brengli niðurstöðuna og fjölmörg dæmi séu um það. 8. mars 2024 11:40 Enn algjör óvissa um hvort Hera stígi á svið í Malmö Ríkisútvarpið hefur það enn til skoðunar hvort Ísland taki þátt í Eurovision söngvakeppninni í ár. Frestur til þess að skila inn gögnum og þar með skráningu í keppnina rennur út eftir fjóra daga, þann 11. mars. 7. mars 2024 09:56 Mest lesið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
Hún hefur ákveðið að slíta á tengsl sín við lagið og fer ekki til Svíþjóðar á lokakeppnina verði ákveðið að senda það þangað út. RÚV greinir frá því að niðurstaða keppninnar hafi setið í henni frá því að úrslitin komu í ljós síðustu helgi. „Ég hef verið mjög skýr í minni afstöðu að það leiki vafi á úrslitunum. Það hafa komið fram réttmætar athugasemdir um framkvæmd atkvæðagreiðslunnar og mér finnst RÚV ekki hafa gefið skýr svör,“ hefur RÚV eftir henni. Vildi að Bashar færi út í staðinn Ásdís hafi viljað að lagið Wild West í flutningi Palestínumannsins Bashars Murad sem laut í lægra haldi í lokaeinvíginu fengi að fara út í lokakeppnina í stað lagsins hennar Scared of Heights í flutningi Heru Bjarkar. Hún hafi lagt til að niðurstaða fyrri umferðarinnar, þar sem Bashar hlaut langflest atkvæða, yrði látin standa og að í staðinn fengi Hera kannski að fara á næsta ári en þeirri hugmynd hafnaði Ríkisútvarpið. Ásdís segir jafnframt þá sem komu að Söngvakeppninni hafa fullvissað sig um að hún yrði ekki sett í þá stöðu sem hún finnur sig í núna. „Ég upplifi mig í ömurlegri stöðu, en samt er ég stolt af Heru og hennar óaðfinnanlegu frammistöðu. Það er fullt af fólki sem lagði allt sitt í að gera atriðið eins gott og raunin var. Ég geri þetta í fullum kærleik og virðingu við Heru og öll hin,“ hefur RÚV eftir henni. Fá að taka þátt með breyttum texta Þátttaka Ísraels í Eurovision þykir mörgum skjóta skökku við vegna látlausra átaka á Gasasvæðinu þar sem meira en þrjátíu þúsund Palestínubúar hafa látið lífið. Ísraelar fengu að taka þátt með því skilyrði að texta lagsins sem Ísraelar munu senda í lokakeppnina October Rain í flutningi Eden Golan yrði breytt. Lagið virtist mörgum fjalla um árás Hamas á Ísrael þann sjöunda október síðastliðinn. Stjórnendum Eurovision er heimilt að útiloka keppendur ef þeir þykja hafa brotið gegn reglum keppninnar gegn pólitískum áróðri.
Eurovision Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Jóhanna Guðrún vill útrýma einvíginu Jóhanna Guðrún Jónsdóttir söngkona sem hafnaði í öðru sæti í Eurovision árið 2009 vill að einvígið svonefnda í Söngvakeppni RÚV heyri sögunni til. Einvígið brengli niðurstöðuna og fjölmörg dæmi séu um það. 8. mars 2024 11:40 Enn algjör óvissa um hvort Hera stígi á svið í Malmö Ríkisútvarpið hefur það enn til skoðunar hvort Ísland taki þátt í Eurovision söngvakeppninni í ár. Frestur til þess að skila inn gögnum og þar með skráningu í keppnina rennur út eftir fjóra daga, þann 11. mars. 7. mars 2024 09:56 Mest lesið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
Jóhanna Guðrún vill útrýma einvíginu Jóhanna Guðrún Jónsdóttir söngkona sem hafnaði í öðru sæti í Eurovision árið 2009 vill að einvígið svonefnda í Söngvakeppni RÚV heyri sögunni til. Einvígið brengli niðurstöðuna og fjölmörg dæmi séu um það. 8. mars 2024 11:40
Enn algjör óvissa um hvort Hera stígi á svið í Malmö Ríkisútvarpið hefur það enn til skoðunar hvort Ísland taki þátt í Eurovision söngvakeppninni í ár. Frestur til þess að skila inn gögnum og þar með skráningu í keppnina rennur út eftir fjóra daga, þann 11. mars. 7. mars 2024 09:56