Bændur bora í nefið eftir lokun Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. mars 2024 20:31 Systkinin Sigurjón Ragnarsson og Björg Ragnarsdóttir, sem hafa rekið verslunina Borg á Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi síðustu fjögur ár. Magnús Hlynur Hreiðarsson Skellt var í lás klukkan 18:00 í dag í versluninni Borg á Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi fyrir fullt og allt. Sumarbústaðaeigendur á svæðinu segjast vera mjög leiðir að hafa enga verslun lengur og hvað þá heimamenn í Grímsnes- og Grafningshreppi. Tvær fjölskyldur úr Þorlákshöfn hafa rekið verslunin á Borg síðustu fjögur ár er nú er komið að leiðarlokum því versluninni var lokað fyrir fullt og allt klukkan sex nú síðdegis. En var það erfið ákvörðun að taka að loka versluninni? „Já, já, sérstaklega í ljósi þess að við erum búin að leggja í ómælda vinnu í þetta síðan í haust að reyna að fara í samningaviðræður við alla byrgja um nauðasamninga og svona, þannig að þetta er búið að vera mjög erfitt,” segir Sigurjón Ragnarsson, núna fyrrverandi verslunarmaður á Borg. Hvernig myndir þú lýsa þessari verslun eins og hún var? „Þetta var bara svona gamli kaupmaðurinn á horninu, allt til og ef það var ekki til þá eins og ég segi, þá þurftir þú ekki á því að halda,” bætir Sigurjón viðl. „Það er svolítill söknuður í þessu því það er mikið af góðu fólki, sem maður á eftir að sakna mikið. Þetta var erfið ákvörðun, þetta gerðist svolítið hratt, það var kannski ágætt,” segir Björg Ragnarsdóttir, núna fyrrverandi verslunarmaður á Borg. Á efri hæð verslunarinnar er gisting fyrir ferðamenn og ekki er ólíklegt að neðri hæðinni verði líka breytt í gistingu nú þegar verslunin er hætt störfum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þúsundir sumarbústaða eru í Grímsnes og Grafningshreppi og þar í kring og því mikill söknuður hjá sumarbústaðaeigendum og ekki síður heimamönnum á Borg að nú sé búið að loka versluninni. „Jú, ég er mjög leið yfir þessu,” segir Hjördís Davíðsdóttir sumarbústaðaeigandi. „Það á eftir að sannast það að engin veit hvað átt hefur fyrr en mist hefur. Þau hafa þjónustað okkur mjög vel og ef eitthvað er ekki til þá er því reddað, þannig á þetta að vera, við sjáum mikið eftir þeim,” segir Sveinn Guðmundur Guðmundsson, sumarbústaðaeigandi. En hvað gera bændur núna þegar það er búið að loka? „Þeir bora í nefið á sér, það er ekkert annað að gera. Þetta verður bara mjög slæmt, menn eiga eftir að finna fyrir þessu,” segir Sveinn Guðmundur. Sveinn Guðmundur Guðmundsson, sumarbústaðaeigandi er mjög ósáttur við lokun verslunarinnar. Það er þó vert að taka það fram að það er verslun á Sólheimum og í Þrastalundi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og að lokum þetta frá verslunareigendunum. „Takk fyrir okkur.” Grímsnes- og Grafningshreppur Verslun Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira
Tvær fjölskyldur úr Þorlákshöfn hafa rekið verslunin á Borg síðustu fjögur ár er nú er komið að leiðarlokum því versluninni var lokað fyrir fullt og allt klukkan sex nú síðdegis. En var það erfið ákvörðun að taka að loka versluninni? „Já, já, sérstaklega í ljósi þess að við erum búin að leggja í ómælda vinnu í þetta síðan í haust að reyna að fara í samningaviðræður við alla byrgja um nauðasamninga og svona, þannig að þetta er búið að vera mjög erfitt,” segir Sigurjón Ragnarsson, núna fyrrverandi verslunarmaður á Borg. Hvernig myndir þú lýsa þessari verslun eins og hún var? „Þetta var bara svona gamli kaupmaðurinn á horninu, allt til og ef það var ekki til þá eins og ég segi, þá þurftir þú ekki á því að halda,” bætir Sigurjón viðl. „Það er svolítill söknuður í þessu því það er mikið af góðu fólki, sem maður á eftir að sakna mikið. Þetta var erfið ákvörðun, þetta gerðist svolítið hratt, það var kannski ágætt,” segir Björg Ragnarsdóttir, núna fyrrverandi verslunarmaður á Borg. Á efri hæð verslunarinnar er gisting fyrir ferðamenn og ekki er ólíklegt að neðri hæðinni verði líka breytt í gistingu nú þegar verslunin er hætt störfum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þúsundir sumarbústaða eru í Grímsnes og Grafningshreppi og þar í kring og því mikill söknuður hjá sumarbústaðaeigendum og ekki síður heimamönnum á Borg að nú sé búið að loka versluninni. „Jú, ég er mjög leið yfir þessu,” segir Hjördís Davíðsdóttir sumarbústaðaeigandi. „Það á eftir að sannast það að engin veit hvað átt hefur fyrr en mist hefur. Þau hafa þjónustað okkur mjög vel og ef eitthvað er ekki til þá er því reddað, þannig á þetta að vera, við sjáum mikið eftir þeim,” segir Sveinn Guðmundur Guðmundsson, sumarbústaðaeigandi. En hvað gera bændur núna þegar það er búið að loka? „Þeir bora í nefið á sér, það er ekkert annað að gera. Þetta verður bara mjög slæmt, menn eiga eftir að finna fyrir þessu,” segir Sveinn Guðmundur. Sveinn Guðmundur Guðmundsson, sumarbústaðaeigandi er mjög ósáttur við lokun verslunarinnar. Það er þó vert að taka það fram að það er verslun á Sólheimum og í Þrastalundi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og að lokum þetta frá verslunareigendunum. „Takk fyrir okkur.”
Grímsnes- og Grafningshreppur Verslun Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira