Býst við eldgosi á næstu dögum og það gæti orðið með sírennsli Kristján Már Unnarsson skrifar 11. mars 2024 21:21 Magnús Tumi Guðmundsson er prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Bjarni Einarsson Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðiprófessor telur líklegt að eldgos brjótist upp á næstu dögum og langlíklegasta staðsetning verði á miðri Sundhnúkssprungunni. Hann telur þá sviðsmynd mögulega að næsta gos detti í sírennsli hraunkviku. „Það er líklegt að það sé stutt í gos. Ég yrði nú hissa ef það væri ekki komið gos eftir viku. Ef ekkert gerist, þá yrði ég nú svolítið hissa,“ segir Magnús Tumi í fréttum Stöðvar 2. „Þannig að mér þykir líklegt að það komi gos á næstu dögum en það er ekki hægt að slá neinu föstu. Vegna þess að þetta heldur áfram að þenjast út. Og það virðist vera að safnast bara svipað af kviku á degi hverjum eins og búið að vera núna í nokkra mánuði. Þannig að við erum ekkert að sjá neinn endi á þessum atburðum,“ segir prófessorinn. Síðast gaus á Sundhnúkssprungunni þann 8. febrúar. Þá kom eldgosið upp á miðri sprungunni.Vísir/Björn Steinbekk Um staðsetningu næsta eldgoss telur hann líklegast að það gjósi aftur á miðri Sundhnúkssprungunni. „Það er sú sprunga. Það er svona spurning hvort það er mið sprungan eða hvort það leitar aðeins meira til norðurs, hugsanlega kannski eitthvað meira til suðurs. Ég held að við verðum að telja það langlíklegast því að það er auðveldasta leiðin fyrir kvikuna; upp Sundhnúkasprunguna. Ef að það tæki upp á því að fara einhverja aðra leið þá þarf að brjóta upp skorpuna. Og það færi ekkert framhjá okkur. Þá myndum við sjá mikla skjálftavirkni og aflögun og mikil læti þegar ef það færi að gerast einhverstaðar annarsstaðar. Auðvelda leiðin er þarna. Hún er langlíklegust,“ segir Magnús Tumi. Horft í átt að Svartsengi og Eldvörpum í síðasta eldgosi. Þarna er hraunið nýbyrjað að renna yfir Grindavíkurveg.Vísir/Björn Steinbekk Um það hvort dráttur á eldgosi með aukinni þenslu gæti þýtt öflugra gos eða öðruvísi hegðun svarar jarðeðlisfræðingurinn: „Við eigum von á svipuðum atburði. Hann gæti orðið eitthvað pínulítið stærri. Við vitum það ekki. Það eru allskonar sviðsmyndir mögulegar. Ein er sú að það skrúfist fyrir og verði rólegt í einhvern tíma. Önnur er sú að í staðinn fyrir að gosið hætti þá detti það í sírennsli. Fáum eitthvað svipað eins og í Fagradalsfjalli. Það er ekkert útilokað að það fari þessar leiðir. En tíminn bara leiðir það í ljós.“ Frá Reykjanesi. Eldey í fjarska.Skjáskot/Stöð 2 En hvaða líkur telur hann á því að eldgos brjótist upp á nýjum stað, eins og við Svartsengi eða í Eldvörpum? Og hvað um hugsanlegt gos í sjó út af Reykjanesi? Svörin má sjá í frétt Stöðvar 2: Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Vísindi Almannavarnir Tengdar fréttir Ekki víst hvers vegna kom ekki til eldgoss Óvíst er hvers vegna kvika braut sér ekki leið til yfirborðs þann 2. mars síðastliðinn þegar kvikuhlaup átti sér stað á Sundhnúksgígaröðinni. Veðurstofan segir ástæðu vera til þess að rannsaka atburðarásina frekar til að varpa betur ljósi á eðli kvikuhlaupa á svæðinu og til að átta sig á hvert framhaldið verður. 8. mars 2024 17:16 Um tíu milljón rúmmetrar af kviku undir Svartsengi Talið er að um tíu milljón rúmmetrar af kviku hafi nú safnast saman í kvikuhólfinu undir Svartsengi. Miklar líkur eru á kvikuhlaupi sem getur leitt til eldgoss þegar kvikan er orðin átta til þrettán milljón rúmmetrar. 7. mars 2024 10:48 Rennsli af kviku svipað og í Elliðaánum Kvika streymir inn undir Svartsengi á svipuðum krafti og Elliðaárnar. Prófessor í jarðeðlisfræði segir hugsanlegt að atburðurinn í þessari lotu á Reykjanesskaga sé hálfnaður. Mikilvægt sé að að skipuleggja umhverfi þannig að þol gegn náttúruvá sé sem mest, meðal annars með því að byggja ekki á svæðum sem útsett eru fyrir hraunrennsli. 5. mars 2024 09:01 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
„Það er líklegt að það sé stutt í gos. Ég yrði nú hissa ef það væri ekki komið gos eftir viku. Ef ekkert gerist, þá yrði ég nú svolítið hissa,“ segir Magnús Tumi í fréttum Stöðvar 2. „Þannig að mér þykir líklegt að það komi gos á næstu dögum en það er ekki hægt að slá neinu föstu. Vegna þess að þetta heldur áfram að þenjast út. Og það virðist vera að safnast bara svipað af kviku á degi hverjum eins og búið að vera núna í nokkra mánuði. Þannig að við erum ekkert að sjá neinn endi á þessum atburðum,“ segir prófessorinn. Síðast gaus á Sundhnúkssprungunni þann 8. febrúar. Þá kom eldgosið upp á miðri sprungunni.Vísir/Björn Steinbekk Um staðsetningu næsta eldgoss telur hann líklegast að það gjósi aftur á miðri Sundhnúkssprungunni. „Það er sú sprunga. Það er svona spurning hvort það er mið sprungan eða hvort það leitar aðeins meira til norðurs, hugsanlega kannski eitthvað meira til suðurs. Ég held að við verðum að telja það langlíklegast því að það er auðveldasta leiðin fyrir kvikuna; upp Sundhnúkasprunguna. Ef að það tæki upp á því að fara einhverja aðra leið þá þarf að brjóta upp skorpuna. Og það færi ekkert framhjá okkur. Þá myndum við sjá mikla skjálftavirkni og aflögun og mikil læti þegar ef það færi að gerast einhverstaðar annarsstaðar. Auðvelda leiðin er þarna. Hún er langlíklegust,“ segir Magnús Tumi. Horft í átt að Svartsengi og Eldvörpum í síðasta eldgosi. Þarna er hraunið nýbyrjað að renna yfir Grindavíkurveg.Vísir/Björn Steinbekk Um það hvort dráttur á eldgosi með aukinni þenslu gæti þýtt öflugra gos eða öðruvísi hegðun svarar jarðeðlisfræðingurinn: „Við eigum von á svipuðum atburði. Hann gæti orðið eitthvað pínulítið stærri. Við vitum það ekki. Það eru allskonar sviðsmyndir mögulegar. Ein er sú að það skrúfist fyrir og verði rólegt í einhvern tíma. Önnur er sú að í staðinn fyrir að gosið hætti þá detti það í sírennsli. Fáum eitthvað svipað eins og í Fagradalsfjalli. Það er ekkert útilokað að það fari þessar leiðir. En tíminn bara leiðir það í ljós.“ Frá Reykjanesi. Eldey í fjarska.Skjáskot/Stöð 2 En hvaða líkur telur hann á því að eldgos brjótist upp á nýjum stað, eins og við Svartsengi eða í Eldvörpum? Og hvað um hugsanlegt gos í sjó út af Reykjanesi? Svörin má sjá í frétt Stöðvar 2:
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Vísindi Almannavarnir Tengdar fréttir Ekki víst hvers vegna kom ekki til eldgoss Óvíst er hvers vegna kvika braut sér ekki leið til yfirborðs þann 2. mars síðastliðinn þegar kvikuhlaup átti sér stað á Sundhnúksgígaröðinni. Veðurstofan segir ástæðu vera til þess að rannsaka atburðarásina frekar til að varpa betur ljósi á eðli kvikuhlaupa á svæðinu og til að átta sig á hvert framhaldið verður. 8. mars 2024 17:16 Um tíu milljón rúmmetrar af kviku undir Svartsengi Talið er að um tíu milljón rúmmetrar af kviku hafi nú safnast saman í kvikuhólfinu undir Svartsengi. Miklar líkur eru á kvikuhlaupi sem getur leitt til eldgoss þegar kvikan er orðin átta til þrettán milljón rúmmetrar. 7. mars 2024 10:48 Rennsli af kviku svipað og í Elliðaánum Kvika streymir inn undir Svartsengi á svipuðum krafti og Elliðaárnar. Prófessor í jarðeðlisfræði segir hugsanlegt að atburðurinn í þessari lotu á Reykjanesskaga sé hálfnaður. Mikilvægt sé að að skipuleggja umhverfi þannig að þol gegn náttúruvá sé sem mest, meðal annars með því að byggja ekki á svæðum sem útsett eru fyrir hraunrennsli. 5. mars 2024 09:01 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Ekki víst hvers vegna kom ekki til eldgoss Óvíst er hvers vegna kvika braut sér ekki leið til yfirborðs þann 2. mars síðastliðinn þegar kvikuhlaup átti sér stað á Sundhnúksgígaröðinni. Veðurstofan segir ástæðu vera til þess að rannsaka atburðarásina frekar til að varpa betur ljósi á eðli kvikuhlaupa á svæðinu og til að átta sig á hvert framhaldið verður. 8. mars 2024 17:16
Um tíu milljón rúmmetrar af kviku undir Svartsengi Talið er að um tíu milljón rúmmetrar af kviku hafi nú safnast saman í kvikuhólfinu undir Svartsengi. Miklar líkur eru á kvikuhlaupi sem getur leitt til eldgoss þegar kvikan er orðin átta til þrettán milljón rúmmetrar. 7. mars 2024 10:48
Rennsli af kviku svipað og í Elliðaánum Kvika streymir inn undir Svartsengi á svipuðum krafti og Elliðaárnar. Prófessor í jarðeðlisfræði segir hugsanlegt að atburðurinn í þessari lotu á Reykjanesskaga sé hálfnaður. Mikilvægt sé að að skipuleggja umhverfi þannig að þol gegn náttúruvá sé sem mest, meðal annars með því að byggja ekki á svæðum sem útsett eru fyrir hraunrennsli. 5. mars 2024 09:01