Kvikumagn komið yfir þau mörk sem hleypt hafa af stað eldgosi Kristján Már Unnarsson skrifar 12. mars 2024 22:11 Eldgosin þrjú frá því í desember hafa öll brotist upp á Sundhnúksgígaröðinni. Vísir Veðurstofan varar við því að heildarmagn kviku undir Svartsengi sé núna komið yfir þau mörk, sem sett hafa af stað kvikuhlaup og eldgos í Sundhnúksgígaröðinni. Því séu auknar líkur á nýju kvikuhlaupi eða eldgosi á næstu dögum. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá á korti svæðið þar sem eldgosin þrjú hafa brotist upp frá því í desember. Veðurstofan segir mjög óvenjulegt hversu takföst virknin hefur verið hingað til. Gos í desember, gos í janúar og svo gos í febrúar, og miðað við þennan takt þá ætti fjórða gosið að vera að bresta á núna eða næstu daga. Hér má sjá hraunin frá eldgosunum þremur.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Kvikan er talin safnast fyrir í hólfi undir Svartsengi. Þegar ákveðnum þrýstingi hefur verið náð hefur hún hlaupið yfir í Sundhnúksgígaröðina og gosið þar. Uppfært hættumatskort Veðurstofunnar gerir ráð fyrir að líklegast sé að næsta eldgos komi upp á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells. Syðsti hlutinn er óþægilega nálægt Grindavík þannig að gera má ráð fyrir að flestir voni að gosið komi upp norðar og sem lengst frá innviðum. Hættumat Veðurstofunnar sýnir að mesta hættan á gosopnun án fyrirvara og hraunrennsli er á rauða svæðinu. Uppfært línurit, sem Veðurstofan birti einnig í dag, sýnir hvað eldstöðin hefur þurft langan tíma til að hlaða í næsta gos og hve mikið kvikumagn. Bláa, græna og gula stjarnan sýna hvenær gosin byrjuðu. Rauða línan, þessi neðsta, sýnir núverandi stöðu og að eldstöðin er komin fram yfir tímann. Línurnar tákna viðburðina í yfirstandandi eldgosahrinu. Stjörnurnar tákna eldgos.Veðurstofan Hinn ásinn sýnir svo rúmmál kvikunnar sem þurft hefur til að koma gosi af stað, á bilinu 8 til 13 milljónir rúmmetra. Segir Veðurstofan að heildarmagn kviku undir Svartsengi sé núna komið yfir þau mörk. Því séu auknar líkur á nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á næstu dögum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Almannavarnir Tengdar fréttir Býst við eldgosi á næstu dögum og það gæti orðið með sírennsli Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðiprófessor telur líklegt að eldgos brjótist upp á næstu dögum og langlíklegasta staðsetning verði á miðri Sundhnúkssprungunni. Hann telur þá sviðsmynd mögulega að næsta gos detti í sírennsli hraunkviku. 11. mars 2024 21:21 Ekki víst hvers vegna kom ekki til eldgoss Óvíst er hvers vegna kvika braut sér ekki leið til yfirborðs þann 2. mars síðastliðinn þegar kvikuhlaup átti sér stað á Sundhnúksgígaröðinni. Veðurstofan segir ástæðu vera til þess að rannsaka atburðarásina frekar til að varpa betur ljósi á eðli kvikuhlaupa á svæðinu og til að átta sig á hvert framhaldið verður. 8. mars 2024 17:16 Um tíu milljón rúmmetrar af kviku undir Svartsengi Talið er að um tíu milljón rúmmetrar af kviku hafi nú safnast saman í kvikuhólfinu undir Svartsengi. Miklar líkur eru á kvikuhlaupi sem getur leitt til eldgoss þegar kvikan er orðin átta til þrettán milljón rúmmetrar. 7. mars 2024 10:48 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá á korti svæðið þar sem eldgosin þrjú hafa brotist upp frá því í desember. Veðurstofan segir mjög óvenjulegt hversu takföst virknin hefur verið hingað til. Gos í desember, gos í janúar og svo gos í febrúar, og miðað við þennan takt þá ætti fjórða gosið að vera að bresta á núna eða næstu daga. Hér má sjá hraunin frá eldgosunum þremur.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Kvikan er talin safnast fyrir í hólfi undir Svartsengi. Þegar ákveðnum þrýstingi hefur verið náð hefur hún hlaupið yfir í Sundhnúksgígaröðina og gosið þar. Uppfært hættumatskort Veðurstofunnar gerir ráð fyrir að líklegast sé að næsta eldgos komi upp á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells. Syðsti hlutinn er óþægilega nálægt Grindavík þannig að gera má ráð fyrir að flestir voni að gosið komi upp norðar og sem lengst frá innviðum. Hættumat Veðurstofunnar sýnir að mesta hættan á gosopnun án fyrirvara og hraunrennsli er á rauða svæðinu. Uppfært línurit, sem Veðurstofan birti einnig í dag, sýnir hvað eldstöðin hefur þurft langan tíma til að hlaða í næsta gos og hve mikið kvikumagn. Bláa, græna og gula stjarnan sýna hvenær gosin byrjuðu. Rauða línan, þessi neðsta, sýnir núverandi stöðu og að eldstöðin er komin fram yfir tímann. Línurnar tákna viðburðina í yfirstandandi eldgosahrinu. Stjörnurnar tákna eldgos.Veðurstofan Hinn ásinn sýnir svo rúmmál kvikunnar sem þurft hefur til að koma gosi af stað, á bilinu 8 til 13 milljónir rúmmetra. Segir Veðurstofan að heildarmagn kviku undir Svartsengi sé núna komið yfir þau mörk. Því séu auknar líkur á nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á næstu dögum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Almannavarnir Tengdar fréttir Býst við eldgosi á næstu dögum og það gæti orðið með sírennsli Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðiprófessor telur líklegt að eldgos brjótist upp á næstu dögum og langlíklegasta staðsetning verði á miðri Sundhnúkssprungunni. Hann telur þá sviðsmynd mögulega að næsta gos detti í sírennsli hraunkviku. 11. mars 2024 21:21 Ekki víst hvers vegna kom ekki til eldgoss Óvíst er hvers vegna kvika braut sér ekki leið til yfirborðs þann 2. mars síðastliðinn þegar kvikuhlaup átti sér stað á Sundhnúksgígaröðinni. Veðurstofan segir ástæðu vera til þess að rannsaka atburðarásina frekar til að varpa betur ljósi á eðli kvikuhlaupa á svæðinu og til að átta sig á hvert framhaldið verður. 8. mars 2024 17:16 Um tíu milljón rúmmetrar af kviku undir Svartsengi Talið er að um tíu milljón rúmmetrar af kviku hafi nú safnast saman í kvikuhólfinu undir Svartsengi. Miklar líkur eru á kvikuhlaupi sem getur leitt til eldgoss þegar kvikan er orðin átta til þrettán milljón rúmmetrar. 7. mars 2024 10:48 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Sjá meira
Býst við eldgosi á næstu dögum og það gæti orðið með sírennsli Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðiprófessor telur líklegt að eldgos brjótist upp á næstu dögum og langlíklegasta staðsetning verði á miðri Sundhnúkssprungunni. Hann telur þá sviðsmynd mögulega að næsta gos detti í sírennsli hraunkviku. 11. mars 2024 21:21
Ekki víst hvers vegna kom ekki til eldgoss Óvíst er hvers vegna kvika braut sér ekki leið til yfirborðs þann 2. mars síðastliðinn þegar kvikuhlaup átti sér stað á Sundhnúksgígaröðinni. Veðurstofan segir ástæðu vera til þess að rannsaka atburðarásina frekar til að varpa betur ljósi á eðli kvikuhlaupa á svæðinu og til að átta sig á hvert framhaldið verður. 8. mars 2024 17:16
Um tíu milljón rúmmetrar af kviku undir Svartsengi Talið er að um tíu milljón rúmmetrar af kviku hafi nú safnast saman í kvikuhólfinu undir Svartsengi. Miklar líkur eru á kvikuhlaupi sem getur leitt til eldgoss þegar kvikan er orðin átta til þrettán milljón rúmmetrar. 7. mars 2024 10:48