„Augljóst“ að það sé ekki íslenskuáhugi sem liggi að baki frumvarpi Birgis Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. mars 2024 12:23 Eiríkur Rögnvaldsson segir að ekki megi nota baráttuna fyrir íslensku sem vopn í útlendingaandúð. Stöð 2 Prófessor emeritus í íslenskri málfræði segir frumvarp, sem gerir íslensku að skilyrði fyrir leigubílaleyfi, vera til þess fallið að mismuna fólki og að það sé ómálefnanlegt. Hann segir augljóst að þarna sé íslenskan notuð sem yfirvarp til að bægja innflytjendum frá starfinu. Í forsíðufrétt Morgunblaðsins er fjallað um frumvarp sem Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram þar sem próf í íslensku er gert að skilyrði fyrir leigubílaleyfi. „Ófremdarástand á leigubílamarkaði“ er sagt vera ástæðan fyrir framlagningu frumvarpsins. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, skrifaði pistil um málið á Vísi þar sem hann segist undanfarið hafa beðið í angist eftir því að íslenskan yrði notuð sem vopn í þeirri útlendingaandúð sem sé miskunnarlaust alið á þessa dagana. Það sé augljóst að það sé ekki áhugi á vernd íslenskunnar sem liggi að baki frumvarpinu. Sjá nánar skoðanapistil Eiríks: Stöðvum áform um misnotkun íslenskunnar! „Talað er um að forsendan fyrir tillögunni sé ófremdarástand sem sé í þessum málaflokki og svo þegar maður les fréttina og veltir fyrir sér hvert ófremdarástandið sé þá er sagt að leigubílstjórar af erlendum uppruna rati ekki, krefjist óhóflegs gjalds og svo framvegis. Mér er bara fyrirmunað að sjá hvernig íslenskukunnátta tengist ratvísi og fégræðgi. Það er augljóst að þarna er verið að nota íslenskukunnáttu í ómálefnalegum tilgangi til þess að bæja erlendum umsækjendum frá.“ Með frumvarpinu sé íslenskan notuð sem yfirskyn og hreinlegra sé að tala bara skýrt. „Í staðinn fyrir að nota íslenskuna á þennan hátt því með því að gera það þá er verið að kljúfa þjóðina í „okkur“ og „hin“ og þar með er verið að eyðileggja möguleika íslenskunnar á að vera burðarás í samfélaginu og sameiningartákn. Þar með erum við að gangast opinberlega inn á það að hér séu tvær þjóðir í landinu.“ Eiríkur tali fyrir því að íslenskan sé töluð sem oftast og sem víðast en kröfur verði að vera málefnalegar. „Við megum ekki nota íslensku á ómálefnalegan hátt til að mismuna fólki og ég sá ekki betur en að það væri nákvæmlega það sem væri verið að leggja til með þessari tillögu.“ Í pistli Eiríks beinir hann einnig máli sínu að forsætisráðherra. „Vegna þess að það er haft eftir Birgi Þórarinssyni að hann hafi rætt við hana og hún tekið þessu vel og ég trúi því ekki fyrr en ég tek á að forsætisráðherra taki undir svona tillögu.“ Frumvarp Birgis sé ekki í anda þeirra sem vilji að íslenskan sé sameiningartákn. „nei, það er það ekki og ég reyni alltaf að halda uppi merki íslenskunnar og nota hana alls staðar en ég vil láta nota hana og ekki misnota hana og þetta er misnotkun“ Leigubílar Íslensk tunga Tengdar fréttir Sakar þingmenn um að nota íslenskuna sem vopn gegn útlendingum Uppgjafaprófessor í íslensku segist hafa beðið í angist eftir því að íslenskan yrði notuð opinberlega og á óskammfeilinn hátt sem vopn í þeirri útlendingaandúð sem hér sé miskunnarlaust alið á þessa dagana. Það hafi nú raungerst með ummælum tveggja þingmanna Sjálfstæðisflokks um að gera ætti íslenskukunnáttu að skilyrði fyrir leyfi til leigubílaaksturs. 15. mars 2024 10:50 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Í forsíðufrétt Morgunblaðsins er fjallað um frumvarp sem Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram þar sem próf í íslensku er gert að skilyrði fyrir leigubílaleyfi. „Ófremdarástand á leigubílamarkaði“ er sagt vera ástæðan fyrir framlagningu frumvarpsins. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, skrifaði pistil um málið á Vísi þar sem hann segist undanfarið hafa beðið í angist eftir því að íslenskan yrði notuð sem vopn í þeirri útlendingaandúð sem sé miskunnarlaust alið á þessa dagana. Það sé augljóst að það sé ekki áhugi á vernd íslenskunnar sem liggi að baki frumvarpinu. Sjá nánar skoðanapistil Eiríks: Stöðvum áform um misnotkun íslenskunnar! „Talað er um að forsendan fyrir tillögunni sé ófremdarástand sem sé í þessum málaflokki og svo þegar maður les fréttina og veltir fyrir sér hvert ófremdarástandið sé þá er sagt að leigubílstjórar af erlendum uppruna rati ekki, krefjist óhóflegs gjalds og svo framvegis. Mér er bara fyrirmunað að sjá hvernig íslenskukunnátta tengist ratvísi og fégræðgi. Það er augljóst að þarna er verið að nota íslenskukunnáttu í ómálefnalegum tilgangi til þess að bæja erlendum umsækjendum frá.“ Með frumvarpinu sé íslenskan notuð sem yfirskyn og hreinlegra sé að tala bara skýrt. „Í staðinn fyrir að nota íslenskuna á þennan hátt því með því að gera það þá er verið að kljúfa þjóðina í „okkur“ og „hin“ og þar með er verið að eyðileggja möguleika íslenskunnar á að vera burðarás í samfélaginu og sameiningartákn. Þar með erum við að gangast opinberlega inn á það að hér séu tvær þjóðir í landinu.“ Eiríkur tali fyrir því að íslenskan sé töluð sem oftast og sem víðast en kröfur verði að vera málefnalegar. „Við megum ekki nota íslensku á ómálefnalegan hátt til að mismuna fólki og ég sá ekki betur en að það væri nákvæmlega það sem væri verið að leggja til með þessari tillögu.“ Í pistli Eiríks beinir hann einnig máli sínu að forsætisráðherra. „Vegna þess að það er haft eftir Birgi Þórarinssyni að hann hafi rætt við hana og hún tekið þessu vel og ég trúi því ekki fyrr en ég tek á að forsætisráðherra taki undir svona tillögu.“ Frumvarp Birgis sé ekki í anda þeirra sem vilji að íslenskan sé sameiningartákn. „nei, það er það ekki og ég reyni alltaf að halda uppi merki íslenskunnar og nota hana alls staðar en ég vil láta nota hana og ekki misnota hana og þetta er misnotkun“
Leigubílar Íslensk tunga Tengdar fréttir Sakar þingmenn um að nota íslenskuna sem vopn gegn útlendingum Uppgjafaprófessor í íslensku segist hafa beðið í angist eftir því að íslenskan yrði notuð opinberlega og á óskammfeilinn hátt sem vopn í þeirri útlendingaandúð sem hér sé miskunnarlaust alið á þessa dagana. Það hafi nú raungerst með ummælum tveggja þingmanna Sjálfstæðisflokks um að gera ætti íslenskukunnáttu að skilyrði fyrir leyfi til leigubílaaksturs. 15. mars 2024 10:50 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Sakar þingmenn um að nota íslenskuna sem vopn gegn útlendingum Uppgjafaprófessor í íslensku segist hafa beðið í angist eftir því að íslenskan yrði notuð opinberlega og á óskammfeilinn hátt sem vopn í þeirri útlendingaandúð sem hér sé miskunnarlaust alið á þessa dagana. Það hafi nú raungerst með ummælum tveggja þingmanna Sjálfstæðisflokks um að gera ætti íslenskukunnáttu að skilyrði fyrir leyfi til leigubílaaksturs. 15. mars 2024 10:50