Geggjuð í karókí og býr yfir miklum sannfæringarkrafti Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 18. mars 2024 07:01 Þórhildur segist mikil B-týpa og kemur sem mestu í verk á kvöldin. Vilhelm Þórhildur Þorkelsdóttir starfar sem framkvæmdastjóri Brú Strategy ásamt því að halda úti einu vinsælasta hlaðvarpi landsins, Eftirmál, með vinkonu sinni Nadine Guðrúnu Yaghi. Þórhildur er landsmönnum að góðu kunn en hún starfaði sem fréttakona um árabil. Þórhildur starfaði um árabil í fjölmiðlum og heldur nú úti einu vinsælasta hlaðvarpi landins, Eftirmál, ásamt vinkonu sinni Nadine Guðrún Yaghi. Þar ræða þær eftirminnileg fréttamál.Vilhelm Þórildur segist hafa nóg fyrir stafni þessa stundina. Ef hún er ekki að sinna fjölskyldunni, í vinnunni eða að taka upp hlaðvarpsþætti skoðar hún umfjallanir um veitingastaði í New York á samfélagsmiðlinum TikTok þar sem hún er á leiðinni þangað í vor. „Mjög spennt að heimsækja þessa uppáhaldsborg þar sem ég bjó fyrir 15 árum,“ segir Þórhildur. Þórhildur sýnir lesendum Vísis hina hliðina þessa vikuna. Fullt nafn? Þórhildur Þorkelsdóttir Aldur? 33 ára. Starf? Framkvæmdastjóri Brú Strategy og hlaðvarpskona. Fjölskyldan? Með hverjum býrðu? Bý með Hjalta Harðarsyni forstöðumanni markaðsdeildar Landsbankans og syni okkar Hilmi Hjaltasyni sem er fimm ára. Hvað er á döfinni? Það er nóg um að vera í vinnunni hjá Brú þar sem við aðstoðum stór og smá fyrirtæki að ná árangri í stefnumótun, markaðsmálum og almannatengslum. Verkefnin þar eru fjölbreytt og skemmtileg þar sem ég læri eitthvað nýtt á hverjum degi. Svo er eitt mjög spennandi verkefni fram undan í tengslum við Eftirmál, hlaðvarpið sem ég held úti ásamt Nadine Guðrúnu Yaghi vinkonu minni. Þín mesta gæfa í lífinu? Hljómar kannski eins og klisja en sönn er hún - að eignast strákinn minn er það besta sem hefur komið fyrir mig. Móðurhlutverkið breytti mér mikið á góðan hátt og kenndi mér að hversdagurinn er það besta við lífið. Mæðginin Þórhildur og Hilmir.Þórhildur Hvernig hugarðu að heilsunni? Ég reyni að borða hollan mat og hreyfa mig reglulega. Ég er ekki mikið fyrir boð og bönn svo gullni meðalvegurinn er mín mantra í þessu. Svo er ekki síður mikilvægt að huga að andlegu hliðinni. Self care og góður svefn er lykilatriði þar en svo ætti ríkið eiginlega að niðurgreiða sólarlandaferðir fyrir landann yfir þessa dimmustu mánuði, held það myndi skila sér margfalt til baka í almennri lífshamingju og framlegð. Fallegasti staður á landinu? Uppsveitir Árnessýslu á sumarnótt eru sá fallegasti, Kerlingarfjöll og Þjórsárdalur. Þórhildur En í heiminum? Í heiminum eru þeir ansi margir en ég kolféll fyrir Douro-dal í Portúgal síðasta sumar. Hvað gerirðu til að endurhlaða batteríin? Göngutúr með gott hlaðvarp í eyrum er allra meina bót, lásuð það fyrst hér. Ég núllstilli mig með því að fara í sund, gufu og kaldan pott en eftir það getur maður tekist á við hvað sem er. Mín hugleiðsla er líka að lesa bækur, það getur verið mjög þakklát pása frá daglegu áreiti og snjalltækjum. Svo elska ég að fá mér heiðarlegan lúr! Gefðu mér 20 mín og ég mæti endurnærð til leiks. Hvað hefur mótað þig mest? Að þurfa að standa á eigin fótum frá unga aldri. Kenndi mér að redda mér og ganga í verkin. Hvað ertu að hámhorfa á? Ég er að horfa á The Morning Show á Apple+ og nýjustu seríuna af Love is blind á Netflix. Annars horfum við frekar mikið á sjónvarp á mínu heimili og ég hef nördalega mikinn áhuga á íslenskri dagskrárgerð. Uppskrift að drauma sunnudegi? Byrjum daginn á að sofa út sem hittir í mark hjá B-týpunni mér. Bröns og jafnvel mímósur með vinum einhversstaðar miðsvæðis í hádeginu og göngutúr um bæinn með stoppi á skemmtilegri listasýningu eða í Kolaportinu, sem er í uppáhaldi hjá stráknum mínum. Sund seinni partinn og góður comfort food um kvöldið sem maðurinn minn eldar. Þórhildur og fjölskylda á góðri stundu.Þórhildur Hvað viltu upplifa áður en þú deyrð? Leyndó. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Ég er geggjuð í karókí og að sögn hef ég mikinn sannfæringakraft. Hvaða tungumál talarðu? Íslensku, ensku og get reddað mér á dönsku og spænsku. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Hver er sinnar eigin gæfu smiður og að vera ekki að velta mér upp úr liðnum hlutum. Hvað er það fyrsta sem þú gerir þú vaknar? Snooza. En það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? Loka augunum. Slekk á podcastinu/hljóðbókinni eða sjónvarpinu. Fyrsti kossinn? Á sveitaballi í níunda bekk. Hvað stendur í síðustu FB-skilaboðunum sem þú sendir? Hvar er þessi skilalykill? Finn hann ekki. Hælar eða strigaskór? Erfitt val en hugsa að hælarnir hafi þetta. Þórhildur Hvenær fórstu að gráta síðast og af hverju? Ég hágrét yfir þáttunum One Day á Netflix. Úff. Uppáhalds staðurinn á heimilinu? Stofan, hjarta heimilisins á mínum bæ. Hvaða lag kemur þér alltaf í gírinn? David - Gus Gus. Ertu A eða B týpa? Ég gæti ekki verið meiri B-týpa. Ég óska þess stundum að vera meiri A- týpa þar sem ég er í sífelldri baráttu við samfélagslegan takt sem er ekki búin til fyrir fólk með mína líkamsklukku. Ég kem alltaf mestu í verk á kvöldin enda langbesti tími dagsins. Ertu með einhvern bucket-lista? Að vera almennt hamingjusöm í gegnum lífið og setja ferðalög í forgang. Læra allskonar nýtt. Held alltaf áfram að bæta við þennan lista. Hin hliðin er vikulegur viðstalsliður hjá Lífinu á Vísi þar sem við fáum að kynnast einstaklingum úr öllum kimum þjóðfélagsins. Ábendingar um viðmælendur má senda á svavam@stod2.is. Ástin og lífið Hin hliðin Tengdar fréttir Upplifði sig í framandi líkama fertug og ólétt Marín Manda Magnúsdóttir starfar sem þáttastjórnandi og hugmyndasmiður í sjónvarpi ásamt því að halda úti hlaðvarpinu Spegilmyndin. Hún var landsþekkt söngkona og varð fyrirsæta aðeins nítján ára gömul en kúplaði sig út úr sviðsljósinu þegar fjölskyldulífið tók við. 11. mars 2024 07:00 Passar að eiginmannsefnið gangi ekki fram af fólki Nadine Guðrún Yaghi er landsmönnum að góðu kunn en hún starfaði sem fréttakona á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni um árabil. Í dag starfar hún sem forstöðumaður hjá Play ásamt því að stýra einu vinsælasta hlaðvarpi landsins, Eftirmálum, ásamt fjölmiðlakonunni Þórhildi Þorkelsdóttur. 26. febrúar 2024 07:00 Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira
Þórhildur starfaði um árabil í fjölmiðlum og heldur nú úti einu vinsælasta hlaðvarpi landins, Eftirmál, ásamt vinkonu sinni Nadine Guðrún Yaghi. Þar ræða þær eftirminnileg fréttamál.Vilhelm Þórildur segist hafa nóg fyrir stafni þessa stundina. Ef hún er ekki að sinna fjölskyldunni, í vinnunni eða að taka upp hlaðvarpsþætti skoðar hún umfjallanir um veitingastaði í New York á samfélagsmiðlinum TikTok þar sem hún er á leiðinni þangað í vor. „Mjög spennt að heimsækja þessa uppáhaldsborg þar sem ég bjó fyrir 15 árum,“ segir Þórhildur. Þórhildur sýnir lesendum Vísis hina hliðina þessa vikuna. Fullt nafn? Þórhildur Þorkelsdóttir Aldur? 33 ára. Starf? Framkvæmdastjóri Brú Strategy og hlaðvarpskona. Fjölskyldan? Með hverjum býrðu? Bý með Hjalta Harðarsyni forstöðumanni markaðsdeildar Landsbankans og syni okkar Hilmi Hjaltasyni sem er fimm ára. Hvað er á döfinni? Það er nóg um að vera í vinnunni hjá Brú þar sem við aðstoðum stór og smá fyrirtæki að ná árangri í stefnumótun, markaðsmálum og almannatengslum. Verkefnin þar eru fjölbreytt og skemmtileg þar sem ég læri eitthvað nýtt á hverjum degi. Svo er eitt mjög spennandi verkefni fram undan í tengslum við Eftirmál, hlaðvarpið sem ég held úti ásamt Nadine Guðrúnu Yaghi vinkonu minni. Þín mesta gæfa í lífinu? Hljómar kannski eins og klisja en sönn er hún - að eignast strákinn minn er það besta sem hefur komið fyrir mig. Móðurhlutverkið breytti mér mikið á góðan hátt og kenndi mér að hversdagurinn er það besta við lífið. Mæðginin Þórhildur og Hilmir.Þórhildur Hvernig hugarðu að heilsunni? Ég reyni að borða hollan mat og hreyfa mig reglulega. Ég er ekki mikið fyrir boð og bönn svo gullni meðalvegurinn er mín mantra í þessu. Svo er ekki síður mikilvægt að huga að andlegu hliðinni. Self care og góður svefn er lykilatriði þar en svo ætti ríkið eiginlega að niðurgreiða sólarlandaferðir fyrir landann yfir þessa dimmustu mánuði, held það myndi skila sér margfalt til baka í almennri lífshamingju og framlegð. Fallegasti staður á landinu? Uppsveitir Árnessýslu á sumarnótt eru sá fallegasti, Kerlingarfjöll og Þjórsárdalur. Þórhildur En í heiminum? Í heiminum eru þeir ansi margir en ég kolféll fyrir Douro-dal í Portúgal síðasta sumar. Hvað gerirðu til að endurhlaða batteríin? Göngutúr með gott hlaðvarp í eyrum er allra meina bót, lásuð það fyrst hér. Ég núllstilli mig með því að fara í sund, gufu og kaldan pott en eftir það getur maður tekist á við hvað sem er. Mín hugleiðsla er líka að lesa bækur, það getur verið mjög þakklát pása frá daglegu áreiti og snjalltækjum. Svo elska ég að fá mér heiðarlegan lúr! Gefðu mér 20 mín og ég mæti endurnærð til leiks. Hvað hefur mótað þig mest? Að þurfa að standa á eigin fótum frá unga aldri. Kenndi mér að redda mér og ganga í verkin. Hvað ertu að hámhorfa á? Ég er að horfa á The Morning Show á Apple+ og nýjustu seríuna af Love is blind á Netflix. Annars horfum við frekar mikið á sjónvarp á mínu heimili og ég hef nördalega mikinn áhuga á íslenskri dagskrárgerð. Uppskrift að drauma sunnudegi? Byrjum daginn á að sofa út sem hittir í mark hjá B-týpunni mér. Bröns og jafnvel mímósur með vinum einhversstaðar miðsvæðis í hádeginu og göngutúr um bæinn með stoppi á skemmtilegri listasýningu eða í Kolaportinu, sem er í uppáhaldi hjá stráknum mínum. Sund seinni partinn og góður comfort food um kvöldið sem maðurinn minn eldar. Þórhildur og fjölskylda á góðri stundu.Þórhildur Hvað viltu upplifa áður en þú deyrð? Leyndó. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Ég er geggjuð í karókí og að sögn hef ég mikinn sannfæringakraft. Hvaða tungumál talarðu? Íslensku, ensku og get reddað mér á dönsku og spænsku. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Hver er sinnar eigin gæfu smiður og að vera ekki að velta mér upp úr liðnum hlutum. Hvað er það fyrsta sem þú gerir þú vaknar? Snooza. En það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? Loka augunum. Slekk á podcastinu/hljóðbókinni eða sjónvarpinu. Fyrsti kossinn? Á sveitaballi í níunda bekk. Hvað stendur í síðustu FB-skilaboðunum sem þú sendir? Hvar er þessi skilalykill? Finn hann ekki. Hælar eða strigaskór? Erfitt val en hugsa að hælarnir hafi þetta. Þórhildur Hvenær fórstu að gráta síðast og af hverju? Ég hágrét yfir þáttunum One Day á Netflix. Úff. Uppáhalds staðurinn á heimilinu? Stofan, hjarta heimilisins á mínum bæ. Hvaða lag kemur þér alltaf í gírinn? David - Gus Gus. Ertu A eða B týpa? Ég gæti ekki verið meiri B-týpa. Ég óska þess stundum að vera meiri A- týpa þar sem ég er í sífelldri baráttu við samfélagslegan takt sem er ekki búin til fyrir fólk með mína líkamsklukku. Ég kem alltaf mestu í verk á kvöldin enda langbesti tími dagsins. Ertu með einhvern bucket-lista? Að vera almennt hamingjusöm í gegnum lífið og setja ferðalög í forgang. Læra allskonar nýtt. Held alltaf áfram að bæta við þennan lista. Hin hliðin er vikulegur viðstalsliður hjá Lífinu á Vísi þar sem við fáum að kynnast einstaklingum úr öllum kimum þjóðfélagsins. Ábendingar um viðmælendur má senda á svavam@stod2.is.
Ástin og lífið Hin hliðin Tengdar fréttir Upplifði sig í framandi líkama fertug og ólétt Marín Manda Magnúsdóttir starfar sem þáttastjórnandi og hugmyndasmiður í sjónvarpi ásamt því að halda úti hlaðvarpinu Spegilmyndin. Hún var landsþekkt söngkona og varð fyrirsæta aðeins nítján ára gömul en kúplaði sig út úr sviðsljósinu þegar fjölskyldulífið tók við. 11. mars 2024 07:00 Passar að eiginmannsefnið gangi ekki fram af fólki Nadine Guðrún Yaghi er landsmönnum að góðu kunn en hún starfaði sem fréttakona á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni um árabil. Í dag starfar hún sem forstöðumaður hjá Play ásamt því að stýra einu vinsælasta hlaðvarpi landsins, Eftirmálum, ásamt fjölmiðlakonunni Þórhildi Þorkelsdóttur. 26. febrúar 2024 07:00 Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira
Upplifði sig í framandi líkama fertug og ólétt Marín Manda Magnúsdóttir starfar sem þáttastjórnandi og hugmyndasmiður í sjónvarpi ásamt því að halda úti hlaðvarpinu Spegilmyndin. Hún var landsþekkt söngkona og varð fyrirsæta aðeins nítján ára gömul en kúplaði sig út úr sviðsljósinu þegar fjölskyldulífið tók við. 11. mars 2024 07:00
Passar að eiginmannsefnið gangi ekki fram af fólki Nadine Guðrún Yaghi er landsmönnum að góðu kunn en hún starfaði sem fréttakona á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni um árabil. Í dag starfar hún sem forstöðumaður hjá Play ásamt því að stýra einu vinsælasta hlaðvarpi landsins, Eftirmálum, ásamt fjölmiðlakonunni Þórhildi Þorkelsdóttur. 26. febrúar 2024 07:00