„Ég væri heima núna ef ég mætti það“ Smári Jökull Jónsson skrifar 16. mars 2024 22:23 Magnús Gunnarsson er búsettur í Grindavík og var heima hjá sér þegar gosið hófst. Íbúi í Grindavík sem var heima hjá sér þegar byrjaði að gjósa segir að engir jarðskjálftakippir hafi fundist áður en gosið hófst. Hann segir að hann væri heima hjá sér núna ef hann mætti. Magnús Gunnarsson frá Sæbóli í Grindavík var heima hjá sér þegar gosið við Grindavík hófst í kvöld. Hann kippti sér lítið upp við gosið og viðvörunarflauturnar sem fóru í gang þegar rýming hófst. „Þetta var bara eins og síðast. Það fóru bara að væla svona flautur. Núna fundum við ekkert þegar þetta kom upp. Við höfum oft fundið smá kippi en fundum enga kippi núna. Við litum bara út um gluggann og þá sáum við þetta og svo fóru flauturnar af stað,“ sagði Magnús þegar Vísir ræddi við hann í kvöld en þá var hann kominn út úr Grindavík. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Magnús er í Grindavík þegar byrjar að gjósa. „Nei nei, ég á heima í Grindavík. Ég hef líka verið þarna þegar hefur ekki mátt vera þarna. Þetta er ekki eins hættulegt og er verið að blása upp, það er engin hætta í Grindavík þó það byrji að gjósa,“ bætir Magnús við en í samtali við Hjördísi Guðmundsdóttur hjá Almannavörnum fyrr í kvöld sagði hún að síðustu nætur hafi verið gist í 5-10 húsum í bænum en um 700 manns voru í Bláa Lóninu þegar gosið fór af stað. „Ég væri heima núna ef ég mætti það, það er ekki flókið. Við fórum frekar seint en það var töluverður straumur úr Bláa lóninu.“ „Það má hrósa sérsveitarmönnunum“ Magnús segir að það hafi verið erfitt að átta sig á umfangi gossins en honum fannst þó eins og það væri jafnvel stærra en það síðasta. „Þetta var svipað og þegar við máttum ekki vera hérna, það var í janúar. Þetta kom upp aðeins austar fannst mér heldur en þá. Mér sýnist að þetta sé töluvert gos. Það er pínu erfitt að átta sig á því en ég sá að það voru töluverðir strókar. Ég hef grun um að hraunið hafi runnið töluvert langt. Ég sé að það er töluverð mengun frá þessu.“ Sérsveitarmenn komu heim til Magnúsar þegar rýma átti bæinn en hann segist yfirleitt reyna að vera heima eins lengi og hann geti. „Það má hrósa sérsveitarmönnunum. Þeir komu þarna heim því við reynum að fara með síðustu bílum. Síðast þá fauk í mig og ég reiddist. Þá komu þau frá slökkviliðinu með stærstu gerð af slökkviliðsbíl með sírenurnar á. Við erum með hund og ég öskraði á þau að slökkva á sírenunni.“ „Núna komu þeir bara með blikkljós eins og menn og allir sultuslakir. Við sjómenn vitum að þegar við lendum í einhverju að þá er númer eitt, tvö og þrjú að það fari ekki í panikkástand.“ Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Magnús Gunnarsson frá Sæbóli í Grindavík var heima hjá sér þegar gosið við Grindavík hófst í kvöld. Hann kippti sér lítið upp við gosið og viðvörunarflauturnar sem fóru í gang þegar rýming hófst. „Þetta var bara eins og síðast. Það fóru bara að væla svona flautur. Núna fundum við ekkert þegar þetta kom upp. Við höfum oft fundið smá kippi en fundum enga kippi núna. Við litum bara út um gluggann og þá sáum við þetta og svo fóru flauturnar af stað,“ sagði Magnús þegar Vísir ræddi við hann í kvöld en þá var hann kominn út úr Grindavík. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Magnús er í Grindavík þegar byrjar að gjósa. „Nei nei, ég á heima í Grindavík. Ég hef líka verið þarna þegar hefur ekki mátt vera þarna. Þetta er ekki eins hættulegt og er verið að blása upp, það er engin hætta í Grindavík þó það byrji að gjósa,“ bætir Magnús við en í samtali við Hjördísi Guðmundsdóttur hjá Almannavörnum fyrr í kvöld sagði hún að síðustu nætur hafi verið gist í 5-10 húsum í bænum en um 700 manns voru í Bláa Lóninu þegar gosið fór af stað. „Ég væri heima núna ef ég mætti það, það er ekki flókið. Við fórum frekar seint en það var töluverður straumur úr Bláa lóninu.“ „Það má hrósa sérsveitarmönnunum“ Magnús segir að það hafi verið erfitt að átta sig á umfangi gossins en honum fannst þó eins og það væri jafnvel stærra en það síðasta. „Þetta var svipað og þegar við máttum ekki vera hérna, það var í janúar. Þetta kom upp aðeins austar fannst mér heldur en þá. Mér sýnist að þetta sé töluvert gos. Það er pínu erfitt að átta sig á því en ég sá að það voru töluverðir strókar. Ég hef grun um að hraunið hafi runnið töluvert langt. Ég sé að það er töluverð mengun frá þessu.“ Sérsveitarmenn komu heim til Magnúsar þegar rýma átti bæinn en hann segist yfirleitt reyna að vera heima eins lengi og hann geti. „Það má hrósa sérsveitarmönnunum. Þeir komu þarna heim því við reynum að fara með síðustu bílum. Síðast þá fauk í mig og ég reiddist. Þá komu þau frá slökkviliðinu með stærstu gerð af slökkviliðsbíl með sírenurnar á. Við erum með hund og ég öskraði á þau að slökkva á sírenunni.“ „Núna komu þeir bara með blikkljós eins og menn og allir sultuslakir. Við sjómenn vitum að þegar við lendum í einhverju að þá er númer eitt, tvö og þrjú að það fari ekki í panikkástand.“
Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels