Hrauntungan 100 metrum frá Njarðvíkuræðinni Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 17. mars 2024 10:29 Víðir Reynisson segist vel fylgst með innviðum á svæðinu, svo sem háspennulögnum, heitu og köldu vatni og ljósleiðurum. Vísir/Vilhelm Sviðsstjóri almannavarna segir enn töluvert hraunrennsli úr eldgosinu sem hófst í gærkvöldi. Hætta er á gufusprengingum og gasmengun nái hraunið út í sjó. Vindur og úrkoma verði þó líklega til þess að það dreifist mjög hratt úr því og ekki stafi hætta af, nema þá staðbundin. Hrauntungan norðan við Svartsengi á eftir um það bil 100 metra að Njarðvíkuræðinni. Víðir Reynisson, sviðstjóri almannavarna segist telja að búið sé að gera það sem hægt sé að gera til að verja lagnir í jörðu og háspennulínu. „Ef hrauntungan sem rennur í átt að Njarðvíkuræðinni hegðar sér eins og hún hefur gert síðustu klukkustundirnar er það jákvætt, hún virðist meira vera að dreifa úr sér frekar en sækja fram. Lögnin er varin og HS orka er tilbúin til að setja kaldara vatn eftir lögnina til að verja sig og þoli það að komi á hana þungi og hiti.“ Víðir segir hrauntunguna fara hægt yfir og einmitt núna sé lítil hreyfing á henni. „En sunnanmegin er farið að skríða fram hraun úr hrauntjörn. Það fer ekki mjög hratt í augnablikinu og við erum að vonast eftir að það verði áfram þannig. Við erum við öllu búin, en það eru 400 til 450 metrar frá fremstu tungunni þaðan og að Suðurstrandaveginum.“ Hætta á gufusprengingum og gasmengun Ef hraunið nær Suðurstrandarvegi segir Víðir þá stöðu upp komna að aðeins sé ein fær leið inn í Grindavík. Auk þess er hætta er á gufusprengingum og hugsanlegri gasmengun ef hraun nær út í sjó. Veðrið hjálpar til við slíkar ástæður, vindur og úrkoma verður til þess að það dreifist mjög hratt úr og ekki stafi hætta af, nema staðbundin. Ekki er hægt að spá fyrir um hvenær hraunið næði út í sjó, ef það gerist. Víðir segir að í gærkvöldi hafi hraun safnast saman í svolítinn tíma við Grindavíkurveg en þegar það fór af stað hafi það farið mjög hratt yfir en hægt svo aftur á sér. „Það er þannig atburðarrás sem við erum að sjá aftur og aftur. Það myndast tjarnir og svo rennur hratt úr þessu. Svo það er ómögulegt að segja en við fylgjumst vel og vonumst að það fari að hægja á gosinu. Það hefur svo sem lítið breyst í morgun, það er töluvert hraunrennsli ennþá, það er augljóst,“ segir Víðir Reynisson sviðstjóri almannavarna. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Almannavarnir Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Hrauntungan norðan við Svartsengi á eftir um það bil 100 metra að Njarðvíkuræðinni. Víðir Reynisson, sviðstjóri almannavarna segist telja að búið sé að gera það sem hægt sé að gera til að verja lagnir í jörðu og háspennulínu. „Ef hrauntungan sem rennur í átt að Njarðvíkuræðinni hegðar sér eins og hún hefur gert síðustu klukkustundirnar er það jákvætt, hún virðist meira vera að dreifa úr sér frekar en sækja fram. Lögnin er varin og HS orka er tilbúin til að setja kaldara vatn eftir lögnina til að verja sig og þoli það að komi á hana þungi og hiti.“ Víðir segir hrauntunguna fara hægt yfir og einmitt núna sé lítil hreyfing á henni. „En sunnanmegin er farið að skríða fram hraun úr hrauntjörn. Það fer ekki mjög hratt í augnablikinu og við erum að vonast eftir að það verði áfram þannig. Við erum við öllu búin, en það eru 400 til 450 metrar frá fremstu tungunni þaðan og að Suðurstrandaveginum.“ Hætta á gufusprengingum og gasmengun Ef hraunið nær Suðurstrandarvegi segir Víðir þá stöðu upp komna að aðeins sé ein fær leið inn í Grindavík. Auk þess er hætta er á gufusprengingum og hugsanlegri gasmengun ef hraun nær út í sjó. Veðrið hjálpar til við slíkar ástæður, vindur og úrkoma verður til þess að það dreifist mjög hratt úr og ekki stafi hætta af, nema staðbundin. Ekki er hægt að spá fyrir um hvenær hraunið næði út í sjó, ef það gerist. Víðir segir að í gærkvöldi hafi hraun safnast saman í svolítinn tíma við Grindavíkurveg en þegar það fór af stað hafi það farið mjög hratt yfir en hægt svo aftur á sér. „Það er þannig atburðarrás sem við erum að sjá aftur og aftur. Það myndast tjarnir og svo rennur hratt úr þessu. Svo það er ómögulegt að segja en við fylgjumst vel og vonumst að það fari að hægja á gosinu. Það hefur svo sem lítið breyst í morgun, það er töluvert hraunrennsli ennþá, það er augljóst,“ segir Víðir Reynisson sviðstjóri almannavarna.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Almannavarnir Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira