Eldgosið toppar þrjú síðustu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. mars 2024 12:06 Unnið við varnargarða aðfaranótt sunnudags. vísir/vilhelm Eldgosið sem hófst á níunda tímanum á laugardagskvöld hefur nú staðið lengur en síðustu þrjúgos síðan í desember síðastliðnum. Það hefur nú staðið í tvo og hálfan sólarhring. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands. Áfram gýs á sömu stöðum og seinnipartinn í gær sem eru sunnarlega á gosprungunni. Gígbarmar halda áfram að byggjast upp og kvikustrókavirkni enn nokkur. Hraunjaðarinn sem var um 300 metra frá Suðurstrandarveginum í gær virðist ekki hafa færst áfram síðan í gær. Hraunrennsli frá gígunum er áfram mest til suðurs, en virkir hraunjaðrar renna ofan á því sem rann í upphafi gossins. Engin skjálftavirkni hefur verið í og við kvikuganginn síðan eldgos hófst en gosórói mælist og hefur verið nokkuð stöðugur undanfarna tvo sólahringa sem er vísbending um að ekki hafi dregið úr krafti gossins. Hraunið hefur flætt yfir stóran hluta Grindavíkurvegs.Vísir/vilhelm Þegar kvika hljóp frá Svartsengi yfir Sundhnúksgígaröðina að kvöldi 16. mars þá seig land í Svartsengi líkt og þegar fyrri kvikugangar mynduðust. GPS mælingar og gervitunglamyndir eftir það sýna að landris heldur áfram í Svartsengi sem bendir til þess að enn streymi kvika af dýpi inn í kvikusöfnunarsvæðið undir Svartsengi ásamt því að fæða eldgosið. Hafa ber í huga að enn hafa fengist tiltölulega fáir mælipunktar á þeim skamma tíma sem liðið hefur síðan eldgosið hófst og mælingunum fylgir ávallt óvissa. Aflögunarmælingar sem verða aðgengilegar næstu daga munu gera sérfræðingum mögulegt að áætla nánar með líkanreikningum það magn kviku sem streymir inn undir Svartsengi. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Áfram gýs á sömu stöðum og seinnipartinn í gær sem eru sunnarlega á gosprungunni. Gígbarmar halda áfram að byggjast upp og kvikustrókavirkni enn nokkur. Hraunjaðarinn sem var um 300 metra frá Suðurstrandarveginum í gær virðist ekki hafa færst áfram síðan í gær. Hraunrennsli frá gígunum er áfram mest til suðurs, en virkir hraunjaðrar renna ofan á því sem rann í upphafi gossins. Engin skjálftavirkni hefur verið í og við kvikuganginn síðan eldgos hófst en gosórói mælist og hefur verið nokkuð stöðugur undanfarna tvo sólahringa sem er vísbending um að ekki hafi dregið úr krafti gossins. Hraunið hefur flætt yfir stóran hluta Grindavíkurvegs.Vísir/vilhelm Þegar kvika hljóp frá Svartsengi yfir Sundhnúksgígaröðina að kvöldi 16. mars þá seig land í Svartsengi líkt og þegar fyrri kvikugangar mynduðust. GPS mælingar og gervitunglamyndir eftir það sýna að landris heldur áfram í Svartsengi sem bendir til þess að enn streymi kvika af dýpi inn í kvikusöfnunarsvæðið undir Svartsengi ásamt því að fæða eldgosið. Hafa ber í huga að enn hafa fengist tiltölulega fáir mælipunktar á þeim skamma tíma sem liðið hefur síðan eldgosið hófst og mælingunum fylgir ávallt óvissa. Aflögunarmælingar sem verða aðgengilegar næstu daga munu gera sérfræðingum mögulegt að áætla nánar með líkanreikningum það magn kviku sem streymir inn undir Svartsengi.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira